Hvernig samfélag? Egill Rúnar Sigurðsson skrifar 24. október 2024 13:31 Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins. Ég vil minna bákn og einfaldara regluverk. Þá vil ég sértaklega að stjórnvöld hlúi vel að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ég tel að séu hryggjarstykkið í efnahagslegri velferð samfélagsins. Velferð. En ég vil líka öflugt velferðarkerfi, þar sem við grípum þá samborgara okkar sem hrasa og tryggjum öldruðum og öryrkjum þau kjör sem þau eiga skilið, svo þau geti haldið áfram að lifa með reisn. Þá vil ég öflugt heilbrigðis og menntakerfi, sem við getum verið stolt af í samanburði við aðrar þjóðir. Jöfnuður. Ég vil að ríkið stuðli að meiri jöfnuði og sé ekkert að því að þeir sem hafa auðgast mjög með aðstoð samfélagsins, greiði samfélaginu til baka eftir efnum. Ég tel það t.d. kristaltært að almenningur sé ekki að njóta nægilega arðsins af sjávarauðlindinni í sama mæli og hann ætti að vera að gera. Við þurfum að koma á samræmdu og sanngjörnu auðlindagjaldi. Hvað skal kjósa? En þá komum við að því, sem skiptir máli í dag og í þessu samhengi. Hvað skal kjósa í komandi Alþingiskosningum? Í minum huga er það enginn vafi. Það er bara einn flokkur sem kemur til greina, Samfylkingin undir forustu Kristrúnar Frostadóttur. Kristrún er á góðri leið með að breyta Samfylkingunni í Klassískan jafnaðarmannaflokk. Breyta flokknum úr þeim upphróps og rétttrúnaðarflokki sem hann var að mörgu leiti orðin og jafnaðarstefnan skein ekki næginlega í gegn. Aftur til kjarnans. Flokkurinn vill fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar, og einbeita sér að þeim málum sem sameinar okkur, frekar en að sundra. Sjálfur er ég mikill Evrópusinni og er sannfærður um að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. En það er alls ekkert óeðlilegt að innan breiðs jafnaðarmannaflokks séu skiptar skoðanir á því, rétt eins og það geta verið skiptar skoðanir á því hvort við séum með ríkiskirkju eða ýmsu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn, sem í dag er fyrst og fremst flokkur sérhagsmunafla þarf langt frí. En til þess að svo geti orðið þarf Samfylkingin að verða stór, sem vonandi raungerist í næstu kosningunum, þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri og ökukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins. Ég vil minna bákn og einfaldara regluverk. Þá vil ég sértaklega að stjórnvöld hlúi vel að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ég tel að séu hryggjarstykkið í efnahagslegri velferð samfélagsins. Velferð. En ég vil líka öflugt velferðarkerfi, þar sem við grípum þá samborgara okkar sem hrasa og tryggjum öldruðum og öryrkjum þau kjör sem þau eiga skilið, svo þau geti haldið áfram að lifa með reisn. Þá vil ég öflugt heilbrigðis og menntakerfi, sem við getum verið stolt af í samanburði við aðrar þjóðir. Jöfnuður. Ég vil að ríkið stuðli að meiri jöfnuði og sé ekkert að því að þeir sem hafa auðgast mjög með aðstoð samfélagsins, greiði samfélaginu til baka eftir efnum. Ég tel það t.d. kristaltært að almenningur sé ekki að njóta nægilega arðsins af sjávarauðlindinni í sama mæli og hann ætti að vera að gera. Við þurfum að koma á samræmdu og sanngjörnu auðlindagjaldi. Hvað skal kjósa? En þá komum við að því, sem skiptir máli í dag og í þessu samhengi. Hvað skal kjósa í komandi Alþingiskosningum? Í minum huga er það enginn vafi. Það er bara einn flokkur sem kemur til greina, Samfylkingin undir forustu Kristrúnar Frostadóttur. Kristrún er á góðri leið með að breyta Samfylkingunni í Klassískan jafnaðarmannaflokk. Breyta flokknum úr þeim upphróps og rétttrúnaðarflokki sem hann var að mörgu leiti orðin og jafnaðarstefnan skein ekki næginlega í gegn. Aftur til kjarnans. Flokkurinn vill fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar, og einbeita sér að þeim málum sem sameinar okkur, frekar en að sundra. Sjálfur er ég mikill Evrópusinni og er sannfærður um að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. En það er alls ekkert óeðlilegt að innan breiðs jafnaðarmannaflokks séu skiptar skoðanir á því, rétt eins og það geta verið skiptar skoðanir á því hvort við séum með ríkiskirkju eða ýmsu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn, sem í dag er fyrst og fremst flokkur sérhagsmunafla þarf langt frí. En til þess að svo geti orðið þarf Samfylkingin að verða stór, sem vonandi raungerist í næstu kosningunum, þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri og ökukennari.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar