„Erfitt að vera kominn á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2024 11:32 Elliot faðmar hér hjúkrunarfræðing sem sinnti honum á deild 13EG í vor. Zak fylgist kátur með. Zak Nelson og Elliot Griffiths, breskir ferðamenn frá Norwich, lentu í alvarlegu bílslysi á Íslandi í vor, þegar þeir voru nýkomnir til landsins í draumafríið. Þeir sneru aftur til Íslands nú í október til að þakka starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina. Við fylgdumst með tilfinningaþrungnum endurfundum í Íslandi í dag. Zak og Elliott höfðu aðeins verið nokkrar klukkustundir á Íslandi 19. apríl síðastliðinn þegar slysið varð, á þjóðveginum rétt vestan við Hellu. Zak lýsti atburðarásinni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 níu dögum síðar, þegar Elliott lá enn þá þungt haldinn á spítalanum. Elliott slasaðist lífshættulega; hann fékk miklar innvortis blæðingar og gekkst undir nokkrar aðgerðir. Hann lá í þrjár vikur inni á Landspítalanum og tvær vikur til viðbótar á sjúkrahúsi heima í Norwich. Við tók langt og strangt bataferli, sem enn stendur yfir - en alltaf kallaði Ísland - og nú í byrjun október gengu Zak og Elliot loksins aftur inn á deild 13EG á Landspítalanum við Hringbraut, til að þakka starfsfólkinu þar fyrir lífsbjörgina og stuðninginn. Óhætt er að segja að orðið hafi fagnaðarfundir á kaffistofunni, eins og sést í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er tilfinningaþrungið að vera komnir aftur. Það er erfitt að fara hér um gangana, á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður. Að sjá fólkið sem bjargaði mér og geta horft í augun á því er frábært. Það er græðandi og afar mikilvægt. Það er gott að vera kominn aftur,“ segir Elliot. Horfa má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23 Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Zak og Elliott höfðu aðeins verið nokkrar klukkustundir á Íslandi 19. apríl síðastliðinn þegar slysið varð, á þjóðveginum rétt vestan við Hellu. Zak lýsti atburðarásinni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 níu dögum síðar, þegar Elliott lá enn þá þungt haldinn á spítalanum. Elliott slasaðist lífshættulega; hann fékk miklar innvortis blæðingar og gekkst undir nokkrar aðgerðir. Hann lá í þrjár vikur inni á Landspítalanum og tvær vikur til viðbótar á sjúkrahúsi heima í Norwich. Við tók langt og strangt bataferli, sem enn stendur yfir - en alltaf kallaði Ísland - og nú í byrjun október gengu Zak og Elliot loksins aftur inn á deild 13EG á Landspítalanum við Hringbraut, til að þakka starfsfólkinu þar fyrir lífsbjörgina og stuðninginn. Óhætt er að segja að orðið hafi fagnaðarfundir á kaffistofunni, eins og sést í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er tilfinningaþrungið að vera komnir aftur. Það er erfitt að fara hér um gangana, á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður. Að sjá fólkið sem bjargaði mér og geta horft í augun á því er frábært. Það er græðandi og afar mikilvægt. Það er gott að vera kominn aftur,“ segir Elliot. Horfa má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23 Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23
Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein