Venjur og rútína Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 23. október 2024 10:31 Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans skyndilega. Hlutverk og verkefni sem sinnt var eftir ákveðnum venjum í ákveðinni rútínu breytast eða ganga hreinlega ekki upp í þeirri mynd sem þau hafa verið. Í þessum breytingum verður upplifunin oft sú að fólk sé ekki lengur við stjórn í eigin lífi. Breytingar sem þessar kallast umrótabreytingar og eiga við um þær breytingar sem koma óvænt eða eru óvelkomnar. Þær valda óvissu og óöryggi og oftar en ekki tekur lífið nýja stefnu. Hlutverk og þátttaka gefur okkur tilgang, tækifæri til að þroskast í leik og starfi, sinna því sem veitir okkur ánægju og er stór hluti af sjálfsmynd okkar. Að aðlagast nýjum veruleika þar sem hlutverk hafa breyst eða eru ekki lengur til staðar getur verið krefjandi áskorun. Nýr raunveruleiki á sér stað sem einkennist af læknaheimsóknum, rannsóknum, meðferðum eða takmarkaðri þátttöku í daglegu lífi vegna breyttrar getu. Að aðlagast breytingum og búa til nýjar venjur Á þessum tímamótum vakna upp ýmsar spurningar og það getur verið nauðsynlegt að endurskoða eigin venjur og rútínu. Praktískum spurningum varðandi verkefnin sem þarf að gera og verkefni sem mega bíða er velt upp. Hvaða aðstoð vill fólk þiggja og hvernig? Hvaða iðja veitir fólki ánægju og hvaða fólk í umhverfi einstaklingsins vill það umvefja sig sem er jákvætt og uppbyggjandi? Með því að skoða þætti sem þessa næst aftur ákveðin stjórn á eigin lífi og skýrari sýn kemst á hlutverk, framkvæmd verkefna og þátttöku. Forgangsröðun verkefna verður auðveldari og einnig valið um hvernig við nýtum orkuna okkar. Þó dagleg þátttaka sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli virkni og hvíldar. Það reynist mörgum erfitt að gera ráð fyrir hvíld inn á milli daglegra athafna og meta hana sem hluta af bataferlinu. Óhætt er þó að segja að hvíldin er ekki síður mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þegar líkaminn er stöðugt undir álagi missir hann eiginleikann á að ná þeirri hvíld sem róar taugakerfið og gefur líkamanum tækifæri á að endurnýja sig. Ný tækifæri Með breytingum koma ný tækifæri. Að nýta nærumhverfið, fólkið og staðina í kringum okkur og hvernig við verjum deginum okkar í umhverfi sem við þekkjum gefur okkur tækifæri til að enduruppgötva gefandi og mikilvægar leiðir til að lifa lífinu. Vanamynstur þróast oft út frá einhverju sem okkur var kennt, gömlum hefðum eða gildum forfeðra okkar og er því ekki endilega rútínan eða vanamynstrið sem hentar okkur best eða bætir lífsgæði okkar. Stórar breytingar geta verið alls konar. Til dæmis þegar við hættum einhverju sem við höfum gert lengi eða þegar við tökum okkur ný verkefni fyrir hendur. Á þessum tímapunkti þarf hugrekki til að taka af skarið, samkennd eða mildi í eign garð til að leyfa okkur að aðlagast breytingunum og gaum til að taka eftir því sem við gerum. Hversu lítið sem það er. Hlutverk iðjuþjálfa í Ljósinu er meðal annars að aðstoða sína þjónustuþega við að aðlagast breytingum og endurskipuleggja daglegt líf. Spegla líðan, finna iðju sem gleður og viðhalda eða auka þátttöku. Allt í þeim tilgangi að bæta lífsgæði og vellíðan. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans skyndilega. Hlutverk og verkefni sem sinnt var eftir ákveðnum venjum í ákveðinni rútínu breytast eða ganga hreinlega ekki upp í þeirri mynd sem þau hafa verið. Í þessum breytingum verður upplifunin oft sú að fólk sé ekki lengur við stjórn í eigin lífi. Breytingar sem þessar kallast umrótabreytingar og eiga við um þær breytingar sem koma óvænt eða eru óvelkomnar. Þær valda óvissu og óöryggi og oftar en ekki tekur lífið nýja stefnu. Hlutverk og þátttaka gefur okkur tilgang, tækifæri til að þroskast í leik og starfi, sinna því sem veitir okkur ánægju og er stór hluti af sjálfsmynd okkar. Að aðlagast nýjum veruleika þar sem hlutverk hafa breyst eða eru ekki lengur til staðar getur verið krefjandi áskorun. Nýr raunveruleiki á sér stað sem einkennist af læknaheimsóknum, rannsóknum, meðferðum eða takmarkaðri þátttöku í daglegu lífi vegna breyttrar getu. Að aðlagast breytingum og búa til nýjar venjur Á þessum tímamótum vakna upp ýmsar spurningar og það getur verið nauðsynlegt að endurskoða eigin venjur og rútínu. Praktískum spurningum varðandi verkefnin sem þarf að gera og verkefni sem mega bíða er velt upp. Hvaða aðstoð vill fólk þiggja og hvernig? Hvaða iðja veitir fólki ánægju og hvaða fólk í umhverfi einstaklingsins vill það umvefja sig sem er jákvætt og uppbyggjandi? Með því að skoða þætti sem þessa næst aftur ákveðin stjórn á eigin lífi og skýrari sýn kemst á hlutverk, framkvæmd verkefna og þátttöku. Forgangsröðun verkefna verður auðveldari og einnig valið um hvernig við nýtum orkuna okkar. Þó dagleg þátttaka sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli virkni og hvíldar. Það reynist mörgum erfitt að gera ráð fyrir hvíld inn á milli daglegra athafna og meta hana sem hluta af bataferlinu. Óhætt er þó að segja að hvíldin er ekki síður mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þegar líkaminn er stöðugt undir álagi missir hann eiginleikann á að ná þeirri hvíld sem róar taugakerfið og gefur líkamanum tækifæri á að endurnýja sig. Ný tækifæri Með breytingum koma ný tækifæri. Að nýta nærumhverfið, fólkið og staðina í kringum okkur og hvernig við verjum deginum okkar í umhverfi sem við þekkjum gefur okkur tækifæri til að enduruppgötva gefandi og mikilvægar leiðir til að lifa lífinu. Vanamynstur þróast oft út frá einhverju sem okkur var kennt, gömlum hefðum eða gildum forfeðra okkar og er því ekki endilega rútínan eða vanamynstrið sem hentar okkur best eða bætir lífsgæði okkar. Stórar breytingar geta verið alls konar. Til dæmis þegar við hættum einhverju sem við höfum gert lengi eða þegar við tökum okkur ný verkefni fyrir hendur. Á þessum tímapunkti þarf hugrekki til að taka af skarið, samkennd eða mildi í eign garð til að leyfa okkur að aðlagast breytingunum og gaum til að taka eftir því sem við gerum. Hversu lítið sem það er. Hlutverk iðjuþjálfa í Ljósinu er meðal annars að aðstoða sína þjónustuþega við að aðlagast breytingum og endurskipuleggja daglegt líf. Spegla líðan, finna iðju sem gleður og viðhalda eða auka þátttöku. Allt í þeim tilgangi að bæta lífsgæði og vellíðan. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar