Ég er kona með ADHD Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 22. október 2024 10:03 Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman. Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm. Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað minn innri gagnrýnanda. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi innan stjórnmálanna þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár. En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn. Taktu gjarnan þátt í að kjósa milli frábærra frambjóðenda í prófkjöri Pírata á x.piratar.is en því lýkur í dag klukkan 16. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör fyrir kosningarnar því við gefum ekki afslátt af lýðræðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman. Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm. Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað minn innri gagnrýnanda. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi innan stjórnmálanna þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár. En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn. Taktu gjarnan þátt í að kjósa milli frábærra frambjóðenda í prófkjöri Pírata á x.piratar.is en því lýkur í dag klukkan 16. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör fyrir kosningarnar því við gefum ekki afslátt af lýðræðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingis.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar