Sömu rök og styðja rétt kvenna til þungunarrofs eiga við um dánaraðstoð Ingrid Kuhlman og Steinar Harðarson skrifa 28. október 2024 08:02 Árið 2019 tók Alþingi mikilvægt skref í átt að auknum réttindum kvenna með samþykkt nýrra laga um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Lögin, sem staðfesta sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að áliti margra veruleg réttarbót. Í greinargerð og rökstuðningi með lögunum voru færð sterk rök fyrir mikilvægi þess að viðurkenna og vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Í umsögnum um frumvarpið sem bárust í gegnum samráðsgátt má sjá jákvæð viðbrögð heilbrigðisstofnana. Embætti landlæknis lýsti sem dæmi yfir stuðningi við lögin og taldi þau vera mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði kvenna. Þá kom fram i umsögn Landspítala að engin kona tæki ákvörðun um að enda meðgöngu á bilinu 18–22 vikur án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna. Konum væri best treystandi til að taka slíka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama. Í dag myndu fáir andmæla þeim sjálfsákvörðunarrétti sem konur öðluðust með lögunum frá 2019. En ættu ekki sömu rök, sem samfélagið hefur almennt fallist á, að eiga við um dánaraðstoð? Er ekki rétt að líta á dánaraðstoð sem „mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði einstaklinga“? Og er ekki ljóst að „enginn einstaklingur tæki ákvörðun um að binda enda á eigið líf án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna? Honum væri best treystandi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama?“ Hægt að heimfæra greinargerðina um þungunarrof yfir á dánaraðstoð Ef við heimfærum 2. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu um þungunarrof yfir á löggjöf um dánaraðstoð, með því að skipta út orðinu þungunarrof fyrir dánaraðstoð og konur fyrir einstaklinga, myndi greinargerðin í stórum dráttum hljóða svona: Mikilvægt væri að Ísland sýndi umheiminum að einstaklingar hér á landi nytu virðingar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja á eigin forsendum væri virt sem og sjálfsforræði þeirra og þeir studdir með faglegri fræðslu og ráðgjöf sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mannréttinda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfsforræði einstaklingsins. Má í því samhengi nefna fjölmarga alþjóðlega samninga og þróun í dómaframkvæmd á sviði þeirra, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjónanna, mannréttindasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, samning Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Þá er í 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi… Nefndin var einhuga um nauðsyn þess setja lög sem heimila dánaraðstoð með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis einstaklinga yfir líkama sínum og rétt hvers einstaklings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjónarmið leggja grunninn að markmiði frumvarpsins um að tryggja að sjálfsforræði einstaklinga sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þá einstaklinga sem óska eftir dánaraðstoð. Hér má sjá að bæði þungunarrof og dánaraðstoð byggja á siðferðisviðmiðum sem viðurkenna sjálfstæði og grundvallarrétt hvers einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama. Með setningu laga um dánaraðstoð yrði tryggður réttur allra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líkama og líf, óháð kyni. Hver á að taka ákvörðun um okkar hinstu stund? Það má ekki gleymast að í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru strangar lagalegar kröfur sem einstaklingar þurfa að uppfylla. Þeir sem fá dánaraðstoð eru oft með mjög langt genginn sjúkdóm, eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar. Ákvörðunin um dánaraðstoð er auk þess tekin af einstaklingnum sjálfum, sem þarf að vera hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sterk rök þurfa að liggja fyrir til að segja að réttur einstaklings til að sækja sjálfviljugur um dánarstoð sé ekki jafn mikils metinn og réttur kvenna til þungunarrofs. Í báðum tilfellum snýst málið um sjálfsforræði, virðingu fyrir persónulegum ákvörðunum og rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2019 tók Alþingi mikilvægt skref í átt að auknum réttindum kvenna með samþykkt nýrra laga um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Lögin, sem staðfesta sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að áliti margra veruleg réttarbót. Í greinargerð og rökstuðningi með lögunum voru færð sterk rök fyrir mikilvægi þess að viðurkenna og vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Í umsögnum um frumvarpið sem bárust í gegnum samráðsgátt má sjá jákvæð viðbrögð heilbrigðisstofnana. Embætti landlæknis lýsti sem dæmi yfir stuðningi við lögin og taldi þau vera mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði kvenna. Þá kom fram i umsögn Landspítala að engin kona tæki ákvörðun um að enda meðgöngu á bilinu 18–22 vikur án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna. Konum væri best treystandi til að taka slíka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama. Í dag myndu fáir andmæla þeim sjálfsákvörðunarrétti sem konur öðluðust með lögunum frá 2019. En ættu ekki sömu rök, sem samfélagið hefur almennt fallist á, að eiga við um dánaraðstoð? Er ekki rétt að líta á dánaraðstoð sem „mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði einstaklinga“? Og er ekki ljóst að „enginn einstaklingur tæki ákvörðun um að binda enda á eigið líf án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna? Honum væri best treystandi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama?“ Hægt að heimfæra greinargerðina um þungunarrof yfir á dánaraðstoð Ef við heimfærum 2. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu um þungunarrof yfir á löggjöf um dánaraðstoð, með því að skipta út orðinu þungunarrof fyrir dánaraðstoð og konur fyrir einstaklinga, myndi greinargerðin í stórum dráttum hljóða svona: Mikilvægt væri að Ísland sýndi umheiminum að einstaklingar hér á landi nytu virðingar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja á eigin forsendum væri virt sem og sjálfsforræði þeirra og þeir studdir með faglegri fræðslu og ráðgjöf sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mannréttinda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfsforræði einstaklingsins. Má í því samhengi nefna fjölmarga alþjóðlega samninga og þróun í dómaframkvæmd á sviði þeirra, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjónanna, mannréttindasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, samning Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Þá er í 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi… Nefndin var einhuga um nauðsyn þess setja lög sem heimila dánaraðstoð með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis einstaklinga yfir líkama sínum og rétt hvers einstaklings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjónarmið leggja grunninn að markmiði frumvarpsins um að tryggja að sjálfsforræði einstaklinga sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þá einstaklinga sem óska eftir dánaraðstoð. Hér má sjá að bæði þungunarrof og dánaraðstoð byggja á siðferðisviðmiðum sem viðurkenna sjálfstæði og grundvallarrétt hvers einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama. Með setningu laga um dánaraðstoð yrði tryggður réttur allra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líkama og líf, óháð kyni. Hver á að taka ákvörðun um okkar hinstu stund? Það má ekki gleymast að í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru strangar lagalegar kröfur sem einstaklingar þurfa að uppfylla. Þeir sem fá dánaraðstoð eru oft með mjög langt genginn sjúkdóm, eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar. Ákvörðunin um dánaraðstoð er auk þess tekin af einstaklingnum sjálfum, sem þarf að vera hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sterk rök þurfa að liggja fyrir til að segja að réttur einstaklings til að sækja sjálfviljugur um dánarstoð sé ekki jafn mikils metinn og réttur kvenna til þungunarrofs. Í báðum tilfellum snýst málið um sjálfsforræði, virðingu fyrir persónulegum ákvörðunum og rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun