Eini lýðræðislegi flokkur? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 21. október 2024 08:31 Í því að skima yfir fréttir sýnist að engir stjórnmálaflokkar í þingi ætli að halda prófkjör, fyrir komandi kosningar, nema Píratar. Víst er það ósanngjarnt að vænta þess af öllum flokkum að halda prófkjör með svo litlum fyrirvara -- ekki allir flokkar hafa lýðræði svo mikið á heilanum til að eiga kosningakerfi sem getur haldið prófkjör hvenær sem er. Þannig að ég gæti sýnt skilning og samúð. En hvað ef ég vildi vera ósanngjarn? Sýnir það óstöðugleika í flokkunum (gleymum í bili að ríkisstjórnin sprakk ekki sem glæsilegast)? Skipulagsleysi? Eða... hvað? Hafa þeir svo litla virðingu fyrir lýðræði og kjósendur landsins (jafnvel eigin flokksmenn) að þessar skyndikosningar séu orðnar að afsökun til þess að verðlauna vini eða gjalda greiða milli valdaklíkna? Munum að sumir þeirra flokka fundu leiðir til að hunsa vilja þjóðarinnar, sýndan með þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmum áratug, til að innleiða nýja stjórnarskrá. Nýja stjórnarskrá sem hefði virkjað þann rétt, sem þjóðin á, til að ákveða mál sjálf, með þjóðaratkvæðagreðslum. Er kerfi líkt því Svissneska of gott fyrir íslendinga? Of mikið lýðræði fyrir plebbana? Prófkjörum Pírata lýkur klukkan 16:00 á þriðjudegi. Öllum er boðið! Smátt smakk af lýðræði fyrir kosningar. Þið hafið líklega tíma -- enginn annar flokkur virðist ætla að taka ykkar tíma -- til að raða frambjóðendum í ykkar kjördæmum eða fleiri. Og ef þið ætlið að kjósa í Reykjavík (Píratar líta á kjördæmin tvö sem eina heild), kjósið mig efstan! Maður má skrá sig hér ( https://x.piratar.is/polity/1/elections/ ) og svo kjósa. Í besta falli skimar maður yfir sjálfslýsingar frambjóðenda fyrir að raða þeim. Og sýnum sanngirni. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík og brennur fyrir lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í því að skima yfir fréttir sýnist að engir stjórnmálaflokkar í þingi ætli að halda prófkjör, fyrir komandi kosningar, nema Píratar. Víst er það ósanngjarnt að vænta þess af öllum flokkum að halda prófkjör með svo litlum fyrirvara -- ekki allir flokkar hafa lýðræði svo mikið á heilanum til að eiga kosningakerfi sem getur haldið prófkjör hvenær sem er. Þannig að ég gæti sýnt skilning og samúð. En hvað ef ég vildi vera ósanngjarn? Sýnir það óstöðugleika í flokkunum (gleymum í bili að ríkisstjórnin sprakk ekki sem glæsilegast)? Skipulagsleysi? Eða... hvað? Hafa þeir svo litla virðingu fyrir lýðræði og kjósendur landsins (jafnvel eigin flokksmenn) að þessar skyndikosningar séu orðnar að afsökun til þess að verðlauna vini eða gjalda greiða milli valdaklíkna? Munum að sumir þeirra flokka fundu leiðir til að hunsa vilja þjóðarinnar, sýndan með þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmum áratug, til að innleiða nýja stjórnarskrá. Nýja stjórnarskrá sem hefði virkjað þann rétt, sem þjóðin á, til að ákveða mál sjálf, með þjóðaratkvæðagreðslum. Er kerfi líkt því Svissneska of gott fyrir íslendinga? Of mikið lýðræði fyrir plebbana? Prófkjörum Pírata lýkur klukkan 16:00 á þriðjudegi. Öllum er boðið! Smátt smakk af lýðræði fyrir kosningar. Þið hafið líklega tíma -- enginn annar flokkur virðist ætla að taka ykkar tíma -- til að raða frambjóðendum í ykkar kjördæmum eða fleiri. Og ef þið ætlið að kjósa í Reykjavík (Píratar líta á kjördæmin tvö sem eina heild), kjósið mig efstan! Maður má skrá sig hér ( https://x.piratar.is/polity/1/elections/ ) og svo kjósa. Í besta falli skimar maður yfir sjálfslýsingar frambjóðenda fyrir að raða þeim. Og sýnum sanngirni. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík og brennur fyrir lýðræði.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar