Slagurinn harðnar í Suðvestur hjá Sjálfstæðisflokki Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 09:31 Vala Árnadóttir lögfræðingur og Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi sækjast eftir 3. og 4. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi. Aðsend Vala Árnadóttir lögfræðingur gefur kost á sér í 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ragnhildur Jónsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti í sama kjördæmi en fyrir eru nokkur framboð í sömu sæti. „Ég hef óbilandi trú á Íslendingum og ég trúi umfram allt á lausnir en að eyða tíma í að einblína á vandamálin. Ekkert breytist nema breytingar séu gerðar. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn endurspegla hagsmuni breiðari fylkingar og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi,“ segir Vala sem tilkynnti um framboð sitt í aðsendri grein á Vísi. Vala ÁrnadóttirAðsend Það lítur því út fyrir að það verði harður slagur um efstu sætin í kjördæminu. Bjarni Benediktsson formaður flokksins leiðir lista flokksins og varaformaður hans, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hefur gefið út að hún vilji fá 2. sæti á listanum. Það hefur þingmaðurinn og fyrrverandi dómsmálaráðherrann, Jón Gunnarsson einnig gert. Ragnhildur Jónsdóttir er forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.Aðsend Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir sæti á listanum. Þá gaf forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, Ragnhildur Jónsdóttir, það út í gær að hún vilji 4. sætið á listanum. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, hefur einnig gefið út að hann vilji það sæti. Þá hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði einnig lýst því yfir að hún vilji 3. sætið á listanum í kjördæminu. Raðað verður í efstu sætin á listanum og tillagan borin undir kjördæmaráð á morgun, sunnudag, í Valhöll. Eftir það verður kosið um tillöguna. Búast má við fjölmennum fundi í Valhöll á morgun. Fundir fara einnig fram í kjördæmaráðum flokksins á landsbyggðinni á morgun, sunnudag. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
„Ég hef óbilandi trú á Íslendingum og ég trúi umfram allt á lausnir en að eyða tíma í að einblína á vandamálin. Ekkert breytist nema breytingar séu gerðar. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn endurspegla hagsmuni breiðari fylkingar og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi,“ segir Vala sem tilkynnti um framboð sitt í aðsendri grein á Vísi. Vala ÁrnadóttirAðsend Það lítur því út fyrir að það verði harður slagur um efstu sætin í kjördæminu. Bjarni Benediktsson formaður flokksins leiðir lista flokksins og varaformaður hans, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hefur gefið út að hún vilji fá 2. sæti á listanum. Það hefur þingmaðurinn og fyrrverandi dómsmálaráðherrann, Jón Gunnarsson einnig gert. Ragnhildur Jónsdóttir er forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.Aðsend Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir sæti á listanum. Þá gaf forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, Ragnhildur Jónsdóttir, það út í gær að hún vilji 4. sætið á listanum. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, hefur einnig gefið út að hann vilji það sæti. Þá hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði einnig lýst því yfir að hún vilji 3. sætið á listanum í kjördæminu. Raðað verður í efstu sætin á listanum og tillagan borin undir kjördæmaráð á morgun, sunnudag, í Valhöll. Eftir það verður kosið um tillöguna. Búast má við fjölmennum fundi í Valhöll á morgun. Fundir fara einnig fram í kjördæmaráðum flokksins á landsbyggðinni á morgun, sunnudag.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13
Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08