Ert þú ég eða verð ég þú Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar 18. október 2024 13:02 Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum. Hvíti stafurinn er blindum og sjónskertum nauðsynlegt hjálpartæki. Þróun í hjálpartækjum er hröð einsog í öllu öðru en þau kosta mikla peninga. Síðastliðin tvö ár hefur Hopp verið í samvinnu við sjónstöðina í ýmsum verkefnum þar sem áhersla beggja aðila er að gera samfélagslega vitundar vakningu í umgengni við hjólin, umgengnin getur haft áhrif á líf annara ef hún sé ekki rétt. Það er Hopp mikið til hrós að sýna það frumkvæði sem þau gera í þessari samvinnu og þora að fara í samstarf við sjónstöðina. Sjónstöðin þjónustar eingöngu blinda, sjónskerta og daufblinda og er viðbúið að þeirra vara gæti truflað þá notendur sem mest. Hopp hefur ekki hlaupist undan þeirra samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Hopp gaf öllum leiðsöguhundum á íslandi ný vesti og voru vestin hönnuð í samvinnu við notendur, á vestin voru settar merkingar sem tóku á því helsta sem notendur voru í vandræðum með gagnvart hegðun almennings við leiðsöguhundana. Mikilvægt er fyrir notendur að þeirra hjálpartæki skili þeim sem mestum árangri og á þau sé hægt að treysta. Hér sjáum við einka fyrirtæki sýna mjög jákvætt framtak í samfélagsmálum og getur verið öðrum til fyrirmyndar bæði fyrirtækjum sem einstaklingum en til þess þarf að sýna málefninu áhuga og fjalla um það. Við megum ekki gleyma því að við búum öll í sama samfélagi og hegðun okkar getur haft áhrif á næsta mann hvort sem hún sé jákvæð eða neikvæð. Þá spyr ég sjálfan mig hvað gerir gott fyrirtæki að góðu fyrirtæki, eru það bara gróðasjónarmiðin og skila sem mestum arði, fara ekki krónu yfir of litla úthlutaða fjárheimild frá ríkinu eða verður fyrirtæki betra ef það vinnur í samvinnu við samfélagið? Þessi sjónarmið sjáum við í allt of mörgu í dag, sama hvort það sé 4 af hverjum 10!!! Öryrkjum sem hafa ekki efni á að gefa jólagjafir í ár eða að landsbankinn spáir hækkandi húsnæðisverði á komandi árum. Þurfum við íslendingar ekki að endurskoða okkar samfélagslegu sýn og spyrja okkur hvort að okkur finnst þetta allt saman í lagi? Finnst okkur í lagi að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, benda jafnvel á rekstraraðila vöru og segja að það sé þeim að kenna að skútunni eða farartækinu sé ekki rétt lagt. Berð þú ábyrgð á því að leggja skútunni þvert á gangveg svo nýbakaðir foreldrar með nýja barnið verða að hætta sér út á götu til að komast framhjá hjóli sem einhver sleppti bara takinu á þar sem hann stoppaði. Er það viðkomandi bílaumboði að kenna ef að ökumaður er tekinn drukkinn undir stýri? Þetta samfélagssjónarmið og frumkvæði sem Hopp sýnir er eitthvað sem við getum öll tekið okkur til fyrirmyndar í daglegu lífi hvort sem við erum einstaklingar/fyrirtæki eða ríkið. Við eigum að sýna það í verki en ekki bara orði og vera fordæmi en ekki fórnarlömb. Orðið “Samfélag” stendur í alvöru fyrir eitthvað en eru ekki bara einhverjir 8 tilviljanakenndir stafir settir saman. Til að leggja söfnuninni lið þá er hægt að velja hvíta skútu í appinu þeirra þegar þú leigir þér hjól og þá rennur startgjaldið óskert til málefnisins. Höfundur er bæði daufblindur notandi og starfsmaður sjónstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum. Hvíti stafurinn er blindum og sjónskertum nauðsynlegt hjálpartæki. Þróun í hjálpartækjum er hröð einsog í öllu öðru en þau kosta mikla peninga. Síðastliðin tvö ár hefur Hopp verið í samvinnu við sjónstöðina í ýmsum verkefnum þar sem áhersla beggja aðila er að gera samfélagslega vitundar vakningu í umgengni við hjólin, umgengnin getur haft áhrif á líf annara ef hún sé ekki rétt. Það er Hopp mikið til hrós að sýna það frumkvæði sem þau gera í þessari samvinnu og þora að fara í samstarf við sjónstöðina. Sjónstöðin þjónustar eingöngu blinda, sjónskerta og daufblinda og er viðbúið að þeirra vara gæti truflað þá notendur sem mest. Hopp hefur ekki hlaupist undan þeirra samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Hopp gaf öllum leiðsöguhundum á íslandi ný vesti og voru vestin hönnuð í samvinnu við notendur, á vestin voru settar merkingar sem tóku á því helsta sem notendur voru í vandræðum með gagnvart hegðun almennings við leiðsöguhundana. Mikilvægt er fyrir notendur að þeirra hjálpartæki skili þeim sem mestum árangri og á þau sé hægt að treysta. Hér sjáum við einka fyrirtæki sýna mjög jákvætt framtak í samfélagsmálum og getur verið öðrum til fyrirmyndar bæði fyrirtækjum sem einstaklingum en til þess þarf að sýna málefninu áhuga og fjalla um það. Við megum ekki gleyma því að við búum öll í sama samfélagi og hegðun okkar getur haft áhrif á næsta mann hvort sem hún sé jákvæð eða neikvæð. Þá spyr ég sjálfan mig hvað gerir gott fyrirtæki að góðu fyrirtæki, eru það bara gróðasjónarmiðin og skila sem mestum arði, fara ekki krónu yfir of litla úthlutaða fjárheimild frá ríkinu eða verður fyrirtæki betra ef það vinnur í samvinnu við samfélagið? Þessi sjónarmið sjáum við í allt of mörgu í dag, sama hvort það sé 4 af hverjum 10!!! Öryrkjum sem hafa ekki efni á að gefa jólagjafir í ár eða að landsbankinn spáir hækkandi húsnæðisverði á komandi árum. Þurfum við íslendingar ekki að endurskoða okkar samfélagslegu sýn og spyrja okkur hvort að okkur finnst þetta allt saman í lagi? Finnst okkur í lagi að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, benda jafnvel á rekstraraðila vöru og segja að það sé þeim að kenna að skútunni eða farartækinu sé ekki rétt lagt. Berð þú ábyrgð á því að leggja skútunni þvert á gangveg svo nýbakaðir foreldrar með nýja barnið verða að hætta sér út á götu til að komast framhjá hjóli sem einhver sleppti bara takinu á þar sem hann stoppaði. Er það viðkomandi bílaumboði að kenna ef að ökumaður er tekinn drukkinn undir stýri? Þetta samfélagssjónarmið og frumkvæði sem Hopp sýnir er eitthvað sem við getum öll tekið okkur til fyrirmyndar í daglegu lífi hvort sem við erum einstaklingar/fyrirtæki eða ríkið. Við eigum að sýna það í verki en ekki bara orði og vera fordæmi en ekki fórnarlömb. Orðið “Samfélag” stendur í alvöru fyrir eitthvað en eru ekki bara einhverjir 8 tilviljanakenndir stafir settir saman. Til að leggja söfnuninni lið þá er hægt að velja hvíta skútu í appinu þeirra þegar þú leigir þér hjól og þá rennur startgjaldið óskert til málefnisins. Höfundur er bæði daufblindur notandi og starfsmaður sjónstöðvarinnar.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar