Er Landsvirkjun til sölu? Reynir Böðvarsson skrifar 18. október 2024 08:31 Í síðasta pistli talaði ég meðal annars um tvær gjörólíkar sviðsmyndir sen væru sýnilegar í íslenskum stjórnmálum eftir kosningarnar 30. nóvember. Einsvegar að hægriflokkarnir með Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Viðreisn væru leiðandi öflin og hinsvegar vinstristjórn með Samfylkingu Pírötum og Sósíalistum. Ég benti á að Sósíalistaflokkurinn yrði að ná góðri kosningu til þess að halda slíkri stjórn almennilega til vinstri svo að raunverulegar umbætur geti átt sér stað, að leigjendur, ungt fólk komist í sína fyrstu íbúð og að fólk á lágum launum hafi mannsæmandi afkomu fyrir sig og vörnin sín. Þetta næst nefnilega ekki með neinu hálfkáki eða yfirdrifinni varfærslu í nauðsynlegum breytingum, það tæki marga áratugi sem er óásættanlegt. Það er þó hættan sem við sjáum ef ekki fæst afgerandi úrskurður frá þjóðinni í þessum kosningum hvernig hún vill sjá þróun þjóðfélagsins á komandi árum. Ég ætla því að reyna að draga upp mynd hér sem varpar ljósi á það hvaða afleiðingar þessar tvær sviðsmyndir mundu hafa verði þær að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka ríkisafskipti og auka einkavæðingu og Miðflokkurinn ásakar flokkinn fyrir að ganga ekki nógu langt í því og jafnvel fara í þveröfuga átt og þenja út báknið eins og þeir segja. Viðreisn er þarna alveg með á nótunum. Augljóst er að bankarnir, Íslandsbanki og Landsbankinn muni ekki lengur skila tug milljarða arði til ríkissjóðs ár eftir ár verði þessi sviðsmynd að veruleika heldur fara þessir milljarðar til nýrra eigenda, á Íslandi eða í útlöndum. Það verður ekki látið staðar numið við bankana heldur eru þar Landsvirkjun og RARIK næst á dagskrá. Vissulega fær ríkissjóður fullt af peningum en bara einu sinni, bara árið sem þessar stofnanir eru seldar, en ekki á hverju ári sem góð búbót við samfélagsreksturinn og samfélagið allt. Það er ekki af hagsýni og umhyggju fyrir almannahag sem þessi gjörningur er þeim svo hugleikinn heldur af hugmyndafræðilegum ástæðum, hugmyndafræði hægrisins heldur því beinlínis fram að sameiginlega getum við ekki rekið nokkurn skapaðan hlut svo vel sé en að einkaaðilar sem hafi von um að græða fyrir eigin reikning geri það svo vel. Jafnvel svo vel að það verði brauðmolar handa okkur hinum og þar með samfélaginu öllu. Þó þessir flokkar tali ekki opinberlega um að einkavæða allt heilbrigðiskerfið, styðja flokkarnir aukið samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur hefur verið aukinn á sviðum eins og sjúkraþjónustu og sérfræðiþjónustu og ekkert bendir til annars en þeir vilji halda áfram á sömu braut. Sama má segja um skólastofnanir, það er ekkert heilagt í þessum efnum hjá þessum flokkum, þeir hafa fyrirmyndina frá systurflokkur sínum í Svíþjóð sem eru á góðri leið með að brjóta niður sænska velferðarkerfið endanlega. Seinni sviðsmyndin á sér fyrirmynd í Sænska velferðarþjóðfélaginu sem náði hápunkti sínum á tímabilinu eftir seinni heimsstyrjöldina fram að nýfrjálshyggju um 1980. þegar Svíþjóð var heimsþekkt fyrir sitt víðtæka velferðarkerfi og sína háværu rödd um frið og afvopnun alþjóðlega. Velferðarkerfið byggðist á hugmyndafræðinni um „folkhemmet” eða „fólksheimilið”, sem var hugmynd um samfélag þar sem allir íbúar ættu rétt á félagslegu öryggi og jafnrétti. Velferðarkerfið var hluti af og að mörgu leiti fyrirmynd að hinu svo kallaða „norræna velferðarlíkani,“ sem lagði áherslu á ríkisafskipti af samfélagslegri þjónustu og jöfnuð. Afvopnunar og friðarstarfið var aðalatriðið í sænskri utanríkispólitík ásamt stuðningi við lönd sem voru að brjótast undan yfirráðum nýlenduherrana. Á þessum tíma var samfélagsleg þjónusta eins og menntun, heilbrigðisþjónusta, húsnæðismál og félagsleg tryggingarkerfi að mestu leyti rekin af ríkinu. Menntun var ókeypis fyrir alla og heilbrigðisþjónusta var mjög aðgengileg. Sjúkratrygging sem tryggði öllum borgurum ókeypis eða niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Sterkur atvinnumarkaður og háir skattar fjármögnuðu kerfið. Sænska velferðarkerfið lagði mikla áherslu á vinnumarkaðinn, þar sem mikil atvinnuþátttaka og réttindi verkafólks voru tryggð með lögum og samningum á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Velferðarkerfið var byggt á hugmyndinni um að það væri hlutverk ríkisins að tryggja fulla atvinnu og koma í veg fyrir fátækt. Verkalýðsfélögin voru ásamt vinstri flokkunum þau öfl í samfélaginu sem mótuðu stefnuna og börðust sameiginlega gegn hægri öflunum, oft með verkföllum, og tókst þannig sameiginlega að mynda fyrirmyndar þjóðfélag. Á þessum tíma var sænska velferðarkerfið talið eitt hið fullkomnasta í heimi, og það skapaði fordæmi sem önnur lönd reyndu að fylgja. Ef Sósíalistaflokkurinn fær góða kosningu í þessum kosningum og vinstrið nær völdum þá er von um að hægt verði að byrja að feta þessa leið og gefa gróða og spillingaröflunum á Íslandi frí frá áhrifum, vonandi um alla framtíð. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta pistli talaði ég meðal annars um tvær gjörólíkar sviðsmyndir sen væru sýnilegar í íslenskum stjórnmálum eftir kosningarnar 30. nóvember. Einsvegar að hægriflokkarnir með Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Viðreisn væru leiðandi öflin og hinsvegar vinstristjórn með Samfylkingu Pírötum og Sósíalistum. Ég benti á að Sósíalistaflokkurinn yrði að ná góðri kosningu til þess að halda slíkri stjórn almennilega til vinstri svo að raunverulegar umbætur geti átt sér stað, að leigjendur, ungt fólk komist í sína fyrstu íbúð og að fólk á lágum launum hafi mannsæmandi afkomu fyrir sig og vörnin sín. Þetta næst nefnilega ekki með neinu hálfkáki eða yfirdrifinni varfærslu í nauðsynlegum breytingum, það tæki marga áratugi sem er óásættanlegt. Það er þó hættan sem við sjáum ef ekki fæst afgerandi úrskurður frá þjóðinni í þessum kosningum hvernig hún vill sjá þróun þjóðfélagsins á komandi árum. Ég ætla því að reyna að draga upp mynd hér sem varpar ljósi á það hvaða afleiðingar þessar tvær sviðsmyndir mundu hafa verði þær að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka ríkisafskipti og auka einkavæðingu og Miðflokkurinn ásakar flokkinn fyrir að ganga ekki nógu langt í því og jafnvel fara í þveröfuga átt og þenja út báknið eins og þeir segja. Viðreisn er þarna alveg með á nótunum. Augljóst er að bankarnir, Íslandsbanki og Landsbankinn muni ekki lengur skila tug milljarða arði til ríkissjóðs ár eftir ár verði þessi sviðsmynd að veruleika heldur fara þessir milljarðar til nýrra eigenda, á Íslandi eða í útlöndum. Það verður ekki látið staðar numið við bankana heldur eru þar Landsvirkjun og RARIK næst á dagskrá. Vissulega fær ríkissjóður fullt af peningum en bara einu sinni, bara árið sem þessar stofnanir eru seldar, en ekki á hverju ári sem góð búbót við samfélagsreksturinn og samfélagið allt. Það er ekki af hagsýni og umhyggju fyrir almannahag sem þessi gjörningur er þeim svo hugleikinn heldur af hugmyndafræðilegum ástæðum, hugmyndafræði hægrisins heldur því beinlínis fram að sameiginlega getum við ekki rekið nokkurn skapaðan hlut svo vel sé en að einkaaðilar sem hafi von um að græða fyrir eigin reikning geri það svo vel. Jafnvel svo vel að það verði brauðmolar handa okkur hinum og þar með samfélaginu öllu. Þó þessir flokkar tali ekki opinberlega um að einkavæða allt heilbrigðiskerfið, styðja flokkarnir aukið samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur hefur verið aukinn á sviðum eins og sjúkraþjónustu og sérfræðiþjónustu og ekkert bendir til annars en þeir vilji halda áfram á sömu braut. Sama má segja um skólastofnanir, það er ekkert heilagt í þessum efnum hjá þessum flokkum, þeir hafa fyrirmyndina frá systurflokkur sínum í Svíþjóð sem eru á góðri leið með að brjóta niður sænska velferðarkerfið endanlega. Seinni sviðsmyndin á sér fyrirmynd í Sænska velferðarþjóðfélaginu sem náði hápunkti sínum á tímabilinu eftir seinni heimsstyrjöldina fram að nýfrjálshyggju um 1980. þegar Svíþjóð var heimsþekkt fyrir sitt víðtæka velferðarkerfi og sína háværu rödd um frið og afvopnun alþjóðlega. Velferðarkerfið byggðist á hugmyndafræðinni um „folkhemmet” eða „fólksheimilið”, sem var hugmynd um samfélag þar sem allir íbúar ættu rétt á félagslegu öryggi og jafnrétti. Velferðarkerfið var hluti af og að mörgu leiti fyrirmynd að hinu svo kallaða „norræna velferðarlíkani,“ sem lagði áherslu á ríkisafskipti af samfélagslegri þjónustu og jöfnuð. Afvopnunar og friðarstarfið var aðalatriðið í sænskri utanríkispólitík ásamt stuðningi við lönd sem voru að brjótast undan yfirráðum nýlenduherrana. Á þessum tíma var samfélagsleg þjónusta eins og menntun, heilbrigðisþjónusta, húsnæðismál og félagsleg tryggingarkerfi að mestu leyti rekin af ríkinu. Menntun var ókeypis fyrir alla og heilbrigðisþjónusta var mjög aðgengileg. Sjúkratrygging sem tryggði öllum borgurum ókeypis eða niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Sterkur atvinnumarkaður og háir skattar fjármögnuðu kerfið. Sænska velferðarkerfið lagði mikla áherslu á vinnumarkaðinn, þar sem mikil atvinnuþátttaka og réttindi verkafólks voru tryggð með lögum og samningum á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Velferðarkerfið var byggt á hugmyndinni um að það væri hlutverk ríkisins að tryggja fulla atvinnu og koma í veg fyrir fátækt. Verkalýðsfélögin voru ásamt vinstri flokkunum þau öfl í samfélaginu sem mótuðu stefnuna og börðust sameiginlega gegn hægri öflunum, oft með verkföllum, og tókst þannig sameiginlega að mynda fyrirmyndar þjóðfélag. Á þessum tíma var sænska velferðarkerfið talið eitt hið fullkomnasta í heimi, og það skapaði fordæmi sem önnur lönd reyndu að fylgja. Ef Sósíalistaflokkurinn fær góða kosningu í þessum kosningum og vinstrið nær völdum þá er von um að hægt verði að byrja að feta þessa leið og gefa gróða og spillingaröflunum á Íslandi frí frá áhrifum, vonandi um alla framtíð. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun