Fær þitt barn kennslu í fjármálalæsi? Heiðrún Jónsdóttir skrifar 17. október 2024 23:56 Í sumar birti OECD ráðleggingar samhliða niðurstöðum PISA prófs í fjármálalæsi meðal 15 ára ungmenna í tuttugu löndum víða um heim. Þar benti OECD á að of algengt sé að börn og ungmenni á þessum aldri byrji að feta sig á sviði sinna persónulegu fjármála án þess að hafa grunnskilning á hvað felst í fjármálum einstaklingsins, t.d. með verslun á netinu og þátttöku á vinnumarkaði. Þá séu aðstæður á heimilum til að fá þessa fræðslu misjafnar. OECD: Öll börn ættu að fá kennslu í fjármálalæsi óháð félagslegri stöðu eða uppruna OECD leggur því áherslu á að kennsla um fjármál fari fram í skólum og áhersla á að kennslan þurfi að vera markviss og samræmd. OECD telur hlutverk stjórnvalda mikilvæg til að bæta fjármálalæsi, t.d. með því að móta heildræna landsstefnu í fjármálalæsi. Því hvetur OECD stjórnvöld allra ríkja til þess að sjá til þess að ungt fólk fái kennslu í fjármálalæsi. Það sé liður í að jafna stöðu barna sem hafa ólíkan bakgrunn og búa misvel við að fá fræðslu heima fyrir á þessu sviði. En fær þitt barn kennslu um fjármál í sínum skóla? SFF hafa í fjölmörg ár vakið athygli á mikilvægi þess að kenna öllum börnum um fjármál í grunnskólum, það verði gert að skyldu og kennt með samræmdum og heildrænum hætti. Í dag er staðan þannig að í sumum skólum er fjármálalæsi skyldufag, í öðrum valfag en enn er það svo að í mörgum skólum fá börn enga kennslu í fjármálalæsi. Í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir SFF kom fram að einungis 11% ungs fólks sagðist hafa lært fjármálalæsi en á sama tíma sögðu um 90% aðspurðra hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Læra um fjármál á heimilum eða netinu en vilja læra um þau í skólum Samkvæmt könnun Gallup töldu jafnframt flestir aðspurðra að þeir hefðu fengið sína fjármálafræðslu hjá foreldrum og svo á netinu, fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum þar sem áreiðanleiki upplýsinganna getur verið misjafn. Þegar hins vegar spurt var hvar telur þú heppilegast að fólk læri um fjármál og peninga töldu flestir eða 74% aðspurðar, að fjármálafræðslan ætti helst heima í grunn- og framhaldsskólum. Þá bentu niðurstöðurnar til þess að þeir sem hefðu meira fjármálalæsi væru ólíklegri til að hafa lent í fjárhagserfiðleikum og vanskilum en þeir sem höfðu minni þekkingu á fjármálum. Fyrstu sporin í fjármálum geta markað brautina Íslensk ungmenni eru fyrr á ferðinni en víða erlendis að fá fyrsta vísi að fjárhagslegu sjálfstæði. Þau byrja snemma að vinna og fá tekjur. Á sama tíma er mikil samfélagspressa á ungu fólki og umhverfi þeirra hefur tekið miklum breytingum m.a. vegna tækniframfara. Það er hægt að skuldbinda sig, með jákvæðum (sparnaður) eða neikvæðum (illa ígrunduð skuldsetning) hætti á nokkrum mínútum í síma eða tölvu. Áreitið á ungu fólki er mikið og á þeim dynja auglýsingar og tilboð sem auðvelt getur verið að falla fyrir. Ef börn byrja að misstíga sig í fjármálum þá getur verið afar þungt að vinna sig upp úr skuldum. Það hefur áhrif á sjálfstraust þeirra og jafnvel tækifæri til framtíðar. Við hjá SFF höfum reynt að gera það sem er á okkar færi til að efla fræðslu tengda fjármálalæsi hér á landi og höfum við undanfarin tíu ár haldið úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti með stuðningi Landssamtaka lífeyrissjóða. Í gegnum Fjármálavit höfum við meðal annars dreift yfir 18.000 eintökum af kennslubókum um fjármál einstaklinga til kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum, boðið upp á námskeið og námsefni fyrir kennara sem þess óska og haldið árlega Fjármálaleika, landskeppni grunnskóla í fjármálalæsi. Við höfum hins vegar áhyggjur af þeim sem fá ekki leiðsögn foreldra eða annarra í nærumhverfi og heldur ekki í skólakerfinu. Við teljum það afar mikilvægt til að jafna stöðu allra barna er kemur að því að byggja upp heilbrigðan fjárhag óháð bakgrunni foreldra eða skólahverfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir PISA-könnun Skóla- og menntamál Fjármál heimilisins Grunnskólar Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar birti OECD ráðleggingar samhliða niðurstöðum PISA prófs í fjármálalæsi meðal 15 ára ungmenna í tuttugu löndum víða um heim. Þar benti OECD á að of algengt sé að börn og ungmenni á þessum aldri byrji að feta sig á sviði sinna persónulegu fjármála án þess að hafa grunnskilning á hvað felst í fjármálum einstaklingsins, t.d. með verslun á netinu og þátttöku á vinnumarkaði. Þá séu aðstæður á heimilum til að fá þessa fræðslu misjafnar. OECD: Öll börn ættu að fá kennslu í fjármálalæsi óháð félagslegri stöðu eða uppruna OECD leggur því áherslu á að kennsla um fjármál fari fram í skólum og áhersla á að kennslan þurfi að vera markviss og samræmd. OECD telur hlutverk stjórnvalda mikilvæg til að bæta fjármálalæsi, t.d. með því að móta heildræna landsstefnu í fjármálalæsi. Því hvetur OECD stjórnvöld allra ríkja til þess að sjá til þess að ungt fólk fái kennslu í fjármálalæsi. Það sé liður í að jafna stöðu barna sem hafa ólíkan bakgrunn og búa misvel við að fá fræðslu heima fyrir á þessu sviði. En fær þitt barn kennslu um fjármál í sínum skóla? SFF hafa í fjölmörg ár vakið athygli á mikilvægi þess að kenna öllum börnum um fjármál í grunnskólum, það verði gert að skyldu og kennt með samræmdum og heildrænum hætti. Í dag er staðan þannig að í sumum skólum er fjármálalæsi skyldufag, í öðrum valfag en enn er það svo að í mörgum skólum fá börn enga kennslu í fjármálalæsi. Í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir SFF kom fram að einungis 11% ungs fólks sagðist hafa lært fjármálalæsi en á sama tíma sögðu um 90% aðspurðra hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Læra um fjármál á heimilum eða netinu en vilja læra um þau í skólum Samkvæmt könnun Gallup töldu jafnframt flestir aðspurðra að þeir hefðu fengið sína fjármálafræðslu hjá foreldrum og svo á netinu, fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum þar sem áreiðanleiki upplýsinganna getur verið misjafn. Þegar hins vegar spurt var hvar telur þú heppilegast að fólk læri um fjármál og peninga töldu flestir eða 74% aðspurðar, að fjármálafræðslan ætti helst heima í grunn- og framhaldsskólum. Þá bentu niðurstöðurnar til þess að þeir sem hefðu meira fjármálalæsi væru ólíklegri til að hafa lent í fjárhagserfiðleikum og vanskilum en þeir sem höfðu minni þekkingu á fjármálum. Fyrstu sporin í fjármálum geta markað brautina Íslensk ungmenni eru fyrr á ferðinni en víða erlendis að fá fyrsta vísi að fjárhagslegu sjálfstæði. Þau byrja snemma að vinna og fá tekjur. Á sama tíma er mikil samfélagspressa á ungu fólki og umhverfi þeirra hefur tekið miklum breytingum m.a. vegna tækniframfara. Það er hægt að skuldbinda sig, með jákvæðum (sparnaður) eða neikvæðum (illa ígrunduð skuldsetning) hætti á nokkrum mínútum í síma eða tölvu. Áreitið á ungu fólki er mikið og á þeim dynja auglýsingar og tilboð sem auðvelt getur verið að falla fyrir. Ef börn byrja að misstíga sig í fjármálum þá getur verið afar þungt að vinna sig upp úr skuldum. Það hefur áhrif á sjálfstraust þeirra og jafnvel tækifæri til framtíðar. Við hjá SFF höfum reynt að gera það sem er á okkar færi til að efla fræðslu tengda fjármálalæsi hér á landi og höfum við undanfarin tíu ár haldið úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti með stuðningi Landssamtaka lífeyrissjóða. Í gegnum Fjármálavit höfum við meðal annars dreift yfir 18.000 eintökum af kennslubókum um fjármál einstaklinga til kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum, boðið upp á námskeið og námsefni fyrir kennara sem þess óska og haldið árlega Fjármálaleika, landskeppni grunnskóla í fjármálalæsi. Við höfum hins vegar áhyggjur af þeim sem fá ekki leiðsögn foreldra eða annarra í nærumhverfi og heldur ekki í skólakerfinu. Við teljum það afar mikilvægt til að jafna stöðu allra barna er kemur að því að byggja upp heilbrigðan fjárhag óháð bakgrunni foreldra eða skólahverfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun