Redda smokkar málunum? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 17. október 2024 08:02 Nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks að smokkum er fagnaðarefni. Líkt og fram hefur komið í umræðunni er óásættanlegt að ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru. Smokkar eru eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði. Á Íslandi hefur fjöldi nýsmita kynsjúkdóma farið vaxandi síðustu ár. Samkvæmt tölum frá landlækni fjölgaði t.d. nýsmitum lekanda og sárasótt á árunum 2022-2023, en fjöldi klamydíusýkinga stóð í stað. Í samfélagi þar sem kynfræðsla virðist ávallt vera tabú kemur það í raun ekki á óvart að þetta sé staðan. Ungt fólk kallar eftir aukinni kynfræðslu. Kynfræðsla er hluti af aðalnámskrá en það er enn óljóst hver eigi að sjá um hana og heildstæð kennsluskrá vantar. Í almennri umræðu um kynfræðslu má greina ákveðinn ótta. Kynfræðslunni er settar allskonar skorður sem gerir það að verkum að ungt fólk fær oft ekki þá fræðslu sem þau þurfa! Mikilvægt er að fræða ungt fólk um kynheilbrigði með upplýsingum byggðum á faglegri og gagnreyndri þekkingu, og að teknu tilliti til aldurs og þroska hópsins. Ungt fólk í dag þarf að þekkja smitleiðir helstu kynsjúkdóma, hafa aðgang að öruggum getnaðar- og kynsjúkdómavörnum, þau þurfa að læra á líkama sinn, geta virt mörk og gefið samþykki. Samhliða gríðarlega auknu aðgengi að klámi og kynferðislegu efni þarf ungt fólk einnig að hafa læsi á það klámefni sem það sér. Sama hvort þau sjá það vegna þess að þau leita það markvisst uppi eða sjá það óviljandi eða einhver annar sýni þeim það. Líkt og annað miðlalæsi þurfa þau að fá verkfæri í hendurnar til þess að geta metið hvað er raunverulegt og hvað ekki, fyrir hverja efnið er framleitt og af hverjum. Að auki er mikilvægt að byggja upp traust, svo börn og ungmenni leiti til okkar fullorðna fólksins, sjái þau kynferðislegt efni sem vekur hjá þeim spurningar. Auk þessa vill ungt fólk fræðast um sjálfróun, fullnægingar, snípinn, útferð, sexting, tíðarhringinn, heilbrigð og óheilbrigð samskipti, píku, typpi, hinseginleikann, virðingu, ofbeldi, endaþarminn, kynsjúkdóma og klám. Þau þurfa oft speglun varðandi líðan sína og hvort það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt. Heildstætt og gott námsefni fyrir kynfræðslu sem tryggir það að nemendur um allt land fái góða og fordómalausa kynfræðslu er lykilatriði, og til viðbótar við það viljum við að sjálfsögðu tryggja aðgengi ungs fólks að smokkum! Höfundur er kynlífsráðgjafi og formaður Kynís, kynfræðifélags Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga -viðburðarviku á vegum Kynís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks að smokkum er fagnaðarefni. Líkt og fram hefur komið í umræðunni er óásættanlegt að ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru. Smokkar eru eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði. Á Íslandi hefur fjöldi nýsmita kynsjúkdóma farið vaxandi síðustu ár. Samkvæmt tölum frá landlækni fjölgaði t.d. nýsmitum lekanda og sárasótt á árunum 2022-2023, en fjöldi klamydíusýkinga stóð í stað. Í samfélagi þar sem kynfræðsla virðist ávallt vera tabú kemur það í raun ekki á óvart að þetta sé staðan. Ungt fólk kallar eftir aukinni kynfræðslu. Kynfræðsla er hluti af aðalnámskrá en það er enn óljóst hver eigi að sjá um hana og heildstæð kennsluskrá vantar. Í almennri umræðu um kynfræðslu má greina ákveðinn ótta. Kynfræðslunni er settar allskonar skorður sem gerir það að verkum að ungt fólk fær oft ekki þá fræðslu sem þau þurfa! Mikilvægt er að fræða ungt fólk um kynheilbrigði með upplýsingum byggðum á faglegri og gagnreyndri þekkingu, og að teknu tilliti til aldurs og þroska hópsins. Ungt fólk í dag þarf að þekkja smitleiðir helstu kynsjúkdóma, hafa aðgang að öruggum getnaðar- og kynsjúkdómavörnum, þau þurfa að læra á líkama sinn, geta virt mörk og gefið samþykki. Samhliða gríðarlega auknu aðgengi að klámi og kynferðislegu efni þarf ungt fólk einnig að hafa læsi á það klámefni sem það sér. Sama hvort þau sjá það vegna þess að þau leita það markvisst uppi eða sjá það óviljandi eða einhver annar sýni þeim það. Líkt og annað miðlalæsi þurfa þau að fá verkfæri í hendurnar til þess að geta metið hvað er raunverulegt og hvað ekki, fyrir hverja efnið er framleitt og af hverjum. Að auki er mikilvægt að byggja upp traust, svo börn og ungmenni leiti til okkar fullorðna fólksins, sjái þau kynferðislegt efni sem vekur hjá þeim spurningar. Auk þessa vill ungt fólk fræðast um sjálfróun, fullnægingar, snípinn, útferð, sexting, tíðarhringinn, heilbrigð og óheilbrigð samskipti, píku, typpi, hinseginleikann, virðingu, ofbeldi, endaþarminn, kynsjúkdóma og klám. Þau þurfa oft speglun varðandi líðan sína og hvort það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt. Heildstætt og gott námsefni fyrir kynfræðslu sem tryggir það að nemendur um allt land fái góða og fordómalausa kynfræðslu er lykilatriði, og til viðbótar við það viljum við að sjálfsögðu tryggja aðgengi ungs fólks að smokkum! Höfundur er kynlífsráðgjafi og formaður Kynís, kynfræðifélags Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga -viðburðarviku á vegum Kynís.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar