Sjá mikil batamerki eftir háþrýstimeðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2024 19:01 Regína Sverrisdóttir kennari og Lilja Gréta Norðdahl kennari og leikskólakennari. Þær hafa glímt við erfið veikindi síðustu ár en segjast hafa fundið bata eftir háþrýstimeðferð. Vísir/aðsend Konur sem voru orðnar vondaufar um að ná nokkrum bata eftir erfið veikindi segja að meðferð í háþrýstiklefa hafi gefið þeim nýja von. Þær geti nú í fyrsta skipti í langan tíma sinnt fjölskyldu sinni og tekið þátt í lífinu. Þó meðferðin sé ekkert kraftaverk sé ótrúlegt að finna breytingarnar eftir hana. Regína Sverrisdóttir er tveggja barna móðir og starfaði sem kennari þegar hún fékk Covid í febrúar árið 2022 og missti heilsuna. „Það bætast stöðugt við einkenni eftir Covid þangað til líkaminn hrynur í september þetta ár. Þá hef ég lítið sem ekkert getað unnið síðustu ár. Ég var mjög virk móðir og við fjölskyldan stunduðum saman alls konar sport. Núna er ég búin að skipta út fjallahjólinu mínu fyrir sturtustól og skíðunum mínum fyrir göngugrind. Það sem mér finnst erfiðast er að geta ekki verið móðirin sem ég vil vera,“ segir Regína. Regína Sverrisdóttir var fór reglulega á skíði með fjölskyldu sinni áður en hún veiktist.Vísir Lilja Gréta Norðdahl er móðir og kennari sem greinist fyrir nokkrum árum með fjölþættan taugavanda þar á meðal POTS.Sjúkdómarnir hafa haft afgerandi áhrif á líf hennar. Hún hefur þurft að hætta að vinna og átt erfitt með að sinna fjölskyldu sinni. „Fjölskyldulíf og atvinnu var algjörlega snúið á hvolf þegar ég fékk hvern sjúkdóminn á fætur öðrum. Maður upplifir sig sem ekki vera part af samfélaginu. Mig langar ekki lengur að hafa hjólastólinn heima eða baðstólinn, mig langar í eðlilegra líf,“ segir Lilja. Bati eftir háþrýstimeðferð Þær eru búnar að reyna margt til að ná aftur heilsu en heyrðu af háþrýstiklefanum á Landspítalanum fyrir nokkru síðan en í fréttum hefur komið fram að hann hefur reynst mörgum vel. „Ég er búin að fara í tuttugu skipti í klefann og finn strax að það er miklu léttara yfir mér. Ég er ekki heilbrigð og kemst á vinnumarkað en það hefur margt breyst til hins betra. Þessi meðferð er það besta sem ég hef prófað hingað til. Mér hefur tekist að minnka við mig lyf og slæm bólga sem ég var að stríða við hefur lagast. Þá hef ég ekki þurft að fara í vökvagjöf út af Pots sjúkdómnum síðan 5. september en þurfti fyrir meðferðina að fara tvisvar í viku,“ segir Lilja. Meðan þetta endist ætla ég að njóta Þær segja að sjúkdómarnir hafi valdið mikilli heilaþoku en hún hafi skánað mikið. „Ég er búin að fara í tíu skipti í klefann og finn þegar mun. Það sem er gleðilegast er að ég hef úthald að eiga samræður við börnin mín en fyrir meðferðina átti ég erfitt með öll samskipti og lá stærsta hluta sólarhringsins upp í rúmi. Ég vaknaði um daginn í fyrsta skipti í tvö ár með tilfinninguna að ég væri úthvíld það var ótrúlega góð tilfinning,“ segir Regína. Lilja Gréta Norðdahl ásamt börnunum sínum en hún hefur glímt við erfið veikindi síðustu ár. Háþrýstimeðferð hefur hins vegar gefið henni nýja von.Vísir/aðsend Þær segja að meðferðin geti dugað frá einu ári upp í fjögur ár en þær eigi langt bataferli fyrir höndum. „Þetta er ekki kraftaverk og maður veit ekki hvað þetta endist en meðan þetta endist ætla ég bara að njóta,“ segir Lilja að lokum. Heilsa Landspítalinn Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Regína Sverrisdóttir er tveggja barna móðir og starfaði sem kennari þegar hún fékk Covid í febrúar árið 2022 og missti heilsuna. „Það bætast stöðugt við einkenni eftir Covid þangað til líkaminn hrynur í september þetta ár. Þá hef ég lítið sem ekkert getað unnið síðustu ár. Ég var mjög virk móðir og við fjölskyldan stunduðum saman alls konar sport. Núna er ég búin að skipta út fjallahjólinu mínu fyrir sturtustól og skíðunum mínum fyrir göngugrind. Það sem mér finnst erfiðast er að geta ekki verið móðirin sem ég vil vera,“ segir Regína. Regína Sverrisdóttir var fór reglulega á skíði með fjölskyldu sinni áður en hún veiktist.Vísir Lilja Gréta Norðdahl er móðir og kennari sem greinist fyrir nokkrum árum með fjölþættan taugavanda þar á meðal POTS.Sjúkdómarnir hafa haft afgerandi áhrif á líf hennar. Hún hefur þurft að hætta að vinna og átt erfitt með að sinna fjölskyldu sinni. „Fjölskyldulíf og atvinnu var algjörlega snúið á hvolf þegar ég fékk hvern sjúkdóminn á fætur öðrum. Maður upplifir sig sem ekki vera part af samfélaginu. Mig langar ekki lengur að hafa hjólastólinn heima eða baðstólinn, mig langar í eðlilegra líf,“ segir Lilja. Bati eftir háþrýstimeðferð Þær eru búnar að reyna margt til að ná aftur heilsu en heyrðu af háþrýstiklefanum á Landspítalanum fyrir nokkru síðan en í fréttum hefur komið fram að hann hefur reynst mörgum vel. „Ég er búin að fara í tuttugu skipti í klefann og finn strax að það er miklu léttara yfir mér. Ég er ekki heilbrigð og kemst á vinnumarkað en það hefur margt breyst til hins betra. Þessi meðferð er það besta sem ég hef prófað hingað til. Mér hefur tekist að minnka við mig lyf og slæm bólga sem ég var að stríða við hefur lagast. Þá hef ég ekki þurft að fara í vökvagjöf út af Pots sjúkdómnum síðan 5. september en þurfti fyrir meðferðina að fara tvisvar í viku,“ segir Lilja. Meðan þetta endist ætla ég að njóta Þær segja að sjúkdómarnir hafi valdið mikilli heilaþoku en hún hafi skánað mikið. „Ég er búin að fara í tíu skipti í klefann og finn þegar mun. Það sem er gleðilegast er að ég hef úthald að eiga samræður við börnin mín en fyrir meðferðina átti ég erfitt með öll samskipti og lá stærsta hluta sólarhringsins upp í rúmi. Ég vaknaði um daginn í fyrsta skipti í tvö ár með tilfinninguna að ég væri úthvíld það var ótrúlega góð tilfinning,“ segir Regína. Lilja Gréta Norðdahl ásamt börnunum sínum en hún hefur glímt við erfið veikindi síðustu ár. Háþrýstimeðferð hefur hins vegar gefið henni nýja von.Vísir/aðsend Þær segja að meðferðin geti dugað frá einu ári upp í fjögur ár en þær eigi langt bataferli fyrir höndum. „Þetta er ekki kraftaverk og maður veit ekki hvað þetta endist en meðan þetta endist ætla ég bara að njóta,“ segir Lilja að lokum.
Heilsa Landspítalinn Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira