Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 14:14 Rússneskir hermenn við þjálfun. AP/Rússneski herinn Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mikið magn hergagna, eldflauga og skotfæra fyrir stórskotalið hefur verið sent frá Norður-Kóreu til Rússlands og hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Kim hafi einnig sent hermenn. Sex hermenn frá Norður-Kóreu eru sagðir hafa verið felldir í eldflaugaárás í Úkraínu í byrjun október og í kjölfar þess hélt varnarmálaráðherra Suður-Kóreu því fram að Kim myndi líklega senda hermenn til aðstoðar Rússa. Washington Post hafði svo á dögunum eftir heimildarmanni í leyniþjónustu Úkraínska hersins (GUR) að nokkur þúsund hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til Rússlands þar sem þeir eigi að fá þjálfun. Mögulega yrðu þeir sendir á vígvöllinn í Úkraínu og Kúrsk-héraði í Rússlandi fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Úkraínskir fjölmiðlar hafa svo birt frekari fregnir um aðkomu Norður-Kóreu að stríðinu. Samkvæmt þeim fréttum á þessi nýja herdeild að vera mynduð innan 11. stórfylkis fallhlífahermanna. Þá hefur Kiyv Post eftir heimildarmönnum sínum að Úkraínumenn telji líklegt að herfylkið verði sent til Kúrsk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram gegn Úkraínumönnum, eftir að þeir síðarnefndu gerðu óvænta innrás þar í sumar. Blaðamaður BBC í Úkraínu hefur einnig eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að verið sé að mynda herfylkið nærri landamærum Mongólíu. Kim Jong Un á æfingu hers síns fyrr á árinu.AP/KCNA Pútín lagði í gær fram drög að frumvarpi um umfangsmikið hernaðarbandalag við Norður-Kóreu. Það felur meðal annars í sér að bæði ríkin muni koma hinu til aðstoðar í stríði. Pútín og Kim skrifuðu undir samkomulag þess lútandi þegar rússneski forsetinn heimsótti Norður-Kóreu í sumar. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Úkraína Tengdar fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Mikið magn hergagna, eldflauga og skotfæra fyrir stórskotalið hefur verið sent frá Norður-Kóreu til Rússlands og hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Kim hafi einnig sent hermenn. Sex hermenn frá Norður-Kóreu eru sagðir hafa verið felldir í eldflaugaárás í Úkraínu í byrjun október og í kjölfar þess hélt varnarmálaráðherra Suður-Kóreu því fram að Kim myndi líklega senda hermenn til aðstoðar Rússa. Washington Post hafði svo á dögunum eftir heimildarmanni í leyniþjónustu Úkraínska hersins (GUR) að nokkur þúsund hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til Rússlands þar sem þeir eigi að fá þjálfun. Mögulega yrðu þeir sendir á vígvöllinn í Úkraínu og Kúrsk-héraði í Rússlandi fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Úkraínskir fjölmiðlar hafa svo birt frekari fregnir um aðkomu Norður-Kóreu að stríðinu. Samkvæmt þeim fréttum á þessi nýja herdeild að vera mynduð innan 11. stórfylkis fallhlífahermanna. Þá hefur Kiyv Post eftir heimildarmönnum sínum að Úkraínumenn telji líklegt að herfylkið verði sent til Kúrsk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram gegn Úkraínumönnum, eftir að þeir síðarnefndu gerðu óvænta innrás þar í sumar. Blaðamaður BBC í Úkraínu hefur einnig eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að verið sé að mynda herfylkið nærri landamærum Mongólíu. Kim Jong Un á æfingu hers síns fyrr á árinu.AP/KCNA Pútín lagði í gær fram drög að frumvarpi um umfangsmikið hernaðarbandalag við Norður-Kóreu. Það felur meðal annars í sér að bæði ríkin muni koma hinu til aðstoðar í stríði. Pútín og Kim skrifuðu undir samkomulag þess lútandi þegar rússneski forsetinn heimsótti Norður-Kóreu í sumar. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Úkraína Tengdar fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34
Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19