Vilja taka réttindi af íslendingum í ESB og EES Jón Frímann Jónsson skrifar 15. október 2024 10:31 Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 30. janúar 2020 þá töpuðu ríkisborgarar Bretland öllum réttindum sínum innan Evrópusambandsins. Þetta þýðir meðal annars að Bretar sem vilja flytja til Evrópusambandsins og Íslands þurfa núna að sækja um heimild til þess að búa á Íslandi, sækja um leyfi til þess að vinna á Íslandi eins og allir aðrir þriðja ríkis borgarar sem flytja til Íslands. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá þurft Bretar bara að flytja til Íslands, fá kennitölu og finna sér vinnu. Núna er Bretum einnig óheimilt að vera lengur innan Evrópusambandsins en sem nemur 90 dögum á hverjum 180 dögum. Auk allra annara áhrifa sem Breskir ríkisborgarar urðu fyrir sem ég nefni ekki hérna. Listinn er mjög langur. Með skipulögðum lygum, þá voru öll réttindi Breta tekin af þeim. Réttindi sem þeir höfðu fengið síðan árið 1973 og síðan 1993 þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Allt saman á grundvelli lyga, rasisma, fasisma og öfga-hægri mennsku sem er mjög skaðleg þjóðfélögum. Núna vilja andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi gera þetta við Íslendinga. Þar er talað núna um að fríverslunarsamningar séu betri en aðild Íslands að EES í gegnum EFTA. Þetta er ekkert nema kjaftæði og ef af þessu yrði. Þá yrðu íslendingar réttinda lausir eins og Bretar í Evrópusambandinu. Það mundi einnig stöðva útflutning á fiski og landbúnaðarvörum frá Íslandi til Evrópusambandsins í einhverja mánuði, þar sem þá væri Ísland ekki land sem er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES, heldur yrði Ísland þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og þá koma aðrar reglur og kröfur til. Þar sem þessar kröfur eru settar núna í lögum með EES samningum. Fríverslunarsamningur mundi ekki ná yfir þessi atriði, vegna þess að fríverslunarsamningur snýr eingöngu að viðskiptum fyrirtækja í Evrópusambandinu. Almenningur mundi ekki græða neitt á þessu, almenningur mundi tapa öllu á svona breytingu. Íslendingar mundu sem dæmi, tapa réttinum til þess að kaupa húsnæði á Spáni og yrði takmarkaðir við viðveru á Spáni í 90 daga á hverjum 180 dögum. Einnig sem að þá getur spænska ríkið gert þá kröfu um að þeir íslendingar sem færu til Spánar sanni að þeir geti séð um sig og hafi fjárráð til að vera á Spáni. Þetta er reglulega gert við ríkisborgara frá ríkjum utan Evrópusambandsins, EES og Sviss. Það er alveg ljóst að Evrópu andstæðingar á Íslandi hata almenning og vilja og stefna að því að gera líf almennings á Íslandi mun erfiðara en hefur verið hingað til. Íslendingar mundu fara aftur til ársins 1992 varðandi réttindi í Evrópu við útgöngu úr EES samningum. Það á að berjast gegn öllum þeim málflutningi og þeim sem vilja skerða réttindi Íslendinga, skerða fullveldi íslendinga niður í ekki neitt og stórskaða efnahag Íslands með því að minnka hann niður í ekki neitt og koma Íslandi þangað sem það var í kringum árið 1990. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var byggð á lygum og nýjustu kannanir sýna að meira en 60% Breta sjá eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó er ekki víst hvenær Bretland sækir aftur um aðild að Evrópusambandinu og verður aftur aðili. Það ferli gæti tekið marga áratugi að eiga sér stað og ljóst að núverandi ríkisstjórn Bretlands mun ekki gera það. Efnahagur Bretlands er núna um 2,5% til 3% minni en ef Bretlandi hefði verið áfram í Evrópusambandinu og þetta gat mun eingöngu aukast með tímanum. Evrópu andstæðingar á Íslandi vilja gera þetta sama við íslensku þjóðina og sjá ekkert að því. Vegna þess að þeir hugsa ekki um íslensku þjóðina, þeir eru að hugsa um einhverja allt aðra hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Höfundur er búsettur í Evrópusambandinu og er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Brexit Jón Frímann Jónsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 30. janúar 2020 þá töpuðu ríkisborgarar Bretland öllum réttindum sínum innan Evrópusambandsins. Þetta þýðir meðal annars að Bretar sem vilja flytja til Evrópusambandsins og Íslands þurfa núna að sækja um heimild til þess að búa á Íslandi, sækja um leyfi til þess að vinna á Íslandi eins og allir aðrir þriðja ríkis borgarar sem flytja til Íslands. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá þurft Bretar bara að flytja til Íslands, fá kennitölu og finna sér vinnu. Núna er Bretum einnig óheimilt að vera lengur innan Evrópusambandsins en sem nemur 90 dögum á hverjum 180 dögum. Auk allra annara áhrifa sem Breskir ríkisborgarar urðu fyrir sem ég nefni ekki hérna. Listinn er mjög langur. Með skipulögðum lygum, þá voru öll réttindi Breta tekin af þeim. Réttindi sem þeir höfðu fengið síðan árið 1973 og síðan 1993 þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Allt saman á grundvelli lyga, rasisma, fasisma og öfga-hægri mennsku sem er mjög skaðleg þjóðfélögum. Núna vilja andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi gera þetta við Íslendinga. Þar er talað núna um að fríverslunarsamningar séu betri en aðild Íslands að EES í gegnum EFTA. Þetta er ekkert nema kjaftæði og ef af þessu yrði. Þá yrðu íslendingar réttinda lausir eins og Bretar í Evrópusambandinu. Það mundi einnig stöðva útflutning á fiski og landbúnaðarvörum frá Íslandi til Evrópusambandsins í einhverja mánuði, þar sem þá væri Ísland ekki land sem er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES, heldur yrði Ísland þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og þá koma aðrar reglur og kröfur til. Þar sem þessar kröfur eru settar núna í lögum með EES samningum. Fríverslunarsamningur mundi ekki ná yfir þessi atriði, vegna þess að fríverslunarsamningur snýr eingöngu að viðskiptum fyrirtækja í Evrópusambandinu. Almenningur mundi ekki græða neitt á þessu, almenningur mundi tapa öllu á svona breytingu. Íslendingar mundu sem dæmi, tapa réttinum til þess að kaupa húsnæði á Spáni og yrði takmarkaðir við viðveru á Spáni í 90 daga á hverjum 180 dögum. Einnig sem að þá getur spænska ríkið gert þá kröfu um að þeir íslendingar sem færu til Spánar sanni að þeir geti séð um sig og hafi fjárráð til að vera á Spáni. Þetta er reglulega gert við ríkisborgara frá ríkjum utan Evrópusambandsins, EES og Sviss. Það er alveg ljóst að Evrópu andstæðingar á Íslandi hata almenning og vilja og stefna að því að gera líf almennings á Íslandi mun erfiðara en hefur verið hingað til. Íslendingar mundu fara aftur til ársins 1992 varðandi réttindi í Evrópu við útgöngu úr EES samningum. Það á að berjast gegn öllum þeim málflutningi og þeim sem vilja skerða réttindi Íslendinga, skerða fullveldi íslendinga niður í ekki neitt og stórskaða efnahag Íslands með því að minnka hann niður í ekki neitt og koma Íslandi þangað sem það var í kringum árið 1990. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var byggð á lygum og nýjustu kannanir sýna að meira en 60% Breta sjá eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó er ekki víst hvenær Bretland sækir aftur um aðild að Evrópusambandinu og verður aftur aðili. Það ferli gæti tekið marga áratugi að eiga sér stað og ljóst að núverandi ríkisstjórn Bretlands mun ekki gera það. Efnahagur Bretlands er núna um 2,5% til 3% minni en ef Bretlandi hefði verið áfram í Evrópusambandinu og þetta gat mun eingöngu aukast með tímanum. Evrópu andstæðingar á Íslandi vilja gera þetta sama við íslensku þjóðina og sjá ekkert að því. Vegna þess að þeir hugsa ekki um íslensku þjóðina, þeir eru að hugsa um einhverja allt aðra hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Höfundur er búsettur í Evrópusambandinu og er rithöfundur.
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar