Kennarar alltaf í fríum og vilja semja sig frá kennslu! Kristjana Hrönn Árnadóttir skrifar 14. október 2024 14:01 Ég sit heima hjá mér á sunnudegi og er að fara yfir verkefni. Maðurinn minn gekk inn og benti mér á myndband af borgarstjóra sem á fjármálaráðstefnu SÍS nú fyrir helgi ræddi um það að kennarar vildu semja sig frá meiri kennslu, losna við börnin og bæta við undirbúningstíma. Auðvitað galið dæmi að þessir kennarar þurfi meiri undirbúningstíma! Gerðumst við ekki kennarar einmitt til að eyða tíma með börnunum? Af hverju eru kennarar ekki bara ánægðir með sitt, alltaf í fríum og kósý? Mjög margir hafa ekki raunverulegan skilning á því hvað felst í að vera kennari. Ég hef heyrt fólk lýsa því yfir að við eigum bara að hætta þessu væli og hugsa um öll fríin sem við fáum gefins. Gefins? Fólk virðist ekki alveg átta sig á því að við fáum engin frí gefins. Við vinnum af okkur tímana; yfir veturinn er vinnuvika kennara í dagvinnu 43,5 klst. Og ekki búið að semja um neina styttingu vinnuviku. Á síðustu árum hafa starfsaðstæður kennara breyst mikið. Nú hafa verið innleidd svokölluð farsældarlög barna. Mikið hefur verið lagt í að innleiða lögin farsællega á öllum skólastigum. Inngildandi menntun er núna aðalmálið. Mikið um nemendur með ólíkan bakgrunn og mæta þarf þörfum þessara nemenda. Inngildandi menntun þýðir að í hverjum bekk geta verið nemendur með afar ólíkan tungumála-og menningarbakgrunn og nemendur sem jafnvel hafa lítið sem ekkert fengið að ganga í skóla. Þetta er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum, en allt hefur þetta áhrif á störf kennara. Tíminn sem fer í að innleiða ný vinnubrögð og nýtt verklag er mill. En kennarar gera þetta auðvitað, við störfum af hugsjón. Ég skal segja ykkur frá einum mjög dæmigerðum hóp sem ég hef haft í kennslu. Í hópnum voru 28 nemendur. Af þessum 28 nemendum voru sjö nemendur með erlendan bakgrunn. Tveir nemendur voru með einhverfu. Tveir nemendur glímdu við kvíðaröskun. Þrír nemendur voru með athyglisbrest. Fimm nemendur voru með lesblindu eða aðra sértæka námsörðugleika. Þrír nemendur voru þarna af því mamma og pabbi sögðu að þau ættu að mæta. Einn nemandinn skrapp í þriggja vikna fjölskyldufrí þannig þegar hann kom til baka þurfti ég að hjálpa honum við að koma sér á réttan kjöl í náminu. Kennslustundin er 55 mínútur sem þýðir að ég hef innan við tvær mínútur á hvern nemanda til að veita hverjum og einum alla þá athygli og aðstoð sem þurf, nám við hæfi fyrir hvern og einn. Og auðvitað einstaklingsbundna námskrá. Samt vilja viðsemjendur kennara ekki taka það í mál að samsetning nemendahóps hafi áhrif á störf kennara og ætti að meta til launa. Ég er yfirleitt búin á því þegar ég kem heim eftir vinnudaginn en þá auðvitað tekur fjölskyldulífið við. En þetta er allt í lagi, ég elska starfið mitt og starfa af hugsjón. Ég er kennari en ég er svo miklu meira en það. Samskipti við nemendur ná langt út fyrir beina kennslu. Ég hef haldið utan um nemendur sem grétu í fanginu á mér eftir sambandsslit. Ég hef hlustað á nemendur sem þurftu að tjá sig um erfitt ástand heima fyrir eða höfðu áhyggjur af aðstæðum vina. Ég hef hlustað á nemendur sem voru að bugast af þunglyndi og vissu ekki hvert ætti að snúa sér. Ég hef líka aðstoðað foreldra sem voru orðnir örvæntingafullir vegna líðan barns síns. Allt tekur þetta tíma. En það er allt í lagi, ég fer bara yfir verkefnin í kvöld, þegar börnin mín eru sofnuð. Því þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir að þessir krakkar treysti mér nógu vel til að leita til mín. Mér þykir vænt um þessa krakka og starfa af hugsjón. Vandamálið er samt að hugsjón er ekki nóg. Hugsjón borgar ekki húsnæðiskostnað. Ég fer ekki í Bónus og slepp við að borga af því ég starfa af hugsjón. Hugsjónin klæðir ekki börnin mín og borgar ekki kostnað við tómstundir. Nú á að gera okkur kennarana að vonda kallinum af því að búið er að boða skæruverkföll á öllum skólastigum. Ég sit í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég varð reið og sár fyrir hönd grunnskólakennara þegar ég sá ummæli borgarstjóra. En ég veit samt að framhaldsskólakennarar verða fyrir sömu fordómum frá sínum vinnuveitanda, ríkinu. Sá orðrómur hefur heyrst að það sé enginn vilji hjá viðræðunefnd KÍ til að ræða nokkurn skapaðan hlut annan en jöfnun launa. Þannig að aftur erum við kennarar vondi kallinn. Af því við viljum ekki ræða neitt annað fyrr en búið er að komast að niðurstöðu um það hvenær og hvernig viðsemjendur okkar ætli að standa við þá samninga sem voru undirritaðir árið 2016. Ríkið skrifaði undir samning um að lagt skyldi í það verkefni að jafna laun milli markaða en þetta hefur ekki verið gert. Er í alvörunni frekja að farið sé fram á að loforð og samningar séu efndir? Ég held ég geti fullyrt að engan kennara langar til að fara í verkfall. Það virðist hins vegar vera eina leiðin til þess að á okkur sé hlustað. Kennarar eru að bugast. Við þurfum bættar starfsaðstæður og við þurfum að fá greidd sanngjörn laun fyrir vinnuna okkar. Fjárfestum í kennurum! Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit heima hjá mér á sunnudegi og er að fara yfir verkefni. Maðurinn minn gekk inn og benti mér á myndband af borgarstjóra sem á fjármálaráðstefnu SÍS nú fyrir helgi ræddi um það að kennarar vildu semja sig frá meiri kennslu, losna við börnin og bæta við undirbúningstíma. Auðvitað galið dæmi að þessir kennarar þurfi meiri undirbúningstíma! Gerðumst við ekki kennarar einmitt til að eyða tíma með börnunum? Af hverju eru kennarar ekki bara ánægðir með sitt, alltaf í fríum og kósý? Mjög margir hafa ekki raunverulegan skilning á því hvað felst í að vera kennari. Ég hef heyrt fólk lýsa því yfir að við eigum bara að hætta þessu væli og hugsa um öll fríin sem við fáum gefins. Gefins? Fólk virðist ekki alveg átta sig á því að við fáum engin frí gefins. Við vinnum af okkur tímana; yfir veturinn er vinnuvika kennara í dagvinnu 43,5 klst. Og ekki búið að semja um neina styttingu vinnuviku. Á síðustu árum hafa starfsaðstæður kennara breyst mikið. Nú hafa verið innleidd svokölluð farsældarlög barna. Mikið hefur verið lagt í að innleiða lögin farsællega á öllum skólastigum. Inngildandi menntun er núna aðalmálið. Mikið um nemendur með ólíkan bakgrunn og mæta þarf þörfum þessara nemenda. Inngildandi menntun þýðir að í hverjum bekk geta verið nemendur með afar ólíkan tungumála-og menningarbakgrunn og nemendur sem jafnvel hafa lítið sem ekkert fengið að ganga í skóla. Þetta er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum, en allt hefur þetta áhrif á störf kennara. Tíminn sem fer í að innleiða ný vinnubrögð og nýtt verklag er mill. En kennarar gera þetta auðvitað, við störfum af hugsjón. Ég skal segja ykkur frá einum mjög dæmigerðum hóp sem ég hef haft í kennslu. Í hópnum voru 28 nemendur. Af þessum 28 nemendum voru sjö nemendur með erlendan bakgrunn. Tveir nemendur voru með einhverfu. Tveir nemendur glímdu við kvíðaröskun. Þrír nemendur voru með athyglisbrest. Fimm nemendur voru með lesblindu eða aðra sértæka námsörðugleika. Þrír nemendur voru þarna af því mamma og pabbi sögðu að þau ættu að mæta. Einn nemandinn skrapp í þriggja vikna fjölskyldufrí þannig þegar hann kom til baka þurfti ég að hjálpa honum við að koma sér á réttan kjöl í náminu. Kennslustundin er 55 mínútur sem þýðir að ég hef innan við tvær mínútur á hvern nemanda til að veita hverjum og einum alla þá athygli og aðstoð sem þurf, nám við hæfi fyrir hvern og einn. Og auðvitað einstaklingsbundna námskrá. Samt vilja viðsemjendur kennara ekki taka það í mál að samsetning nemendahóps hafi áhrif á störf kennara og ætti að meta til launa. Ég er yfirleitt búin á því þegar ég kem heim eftir vinnudaginn en þá auðvitað tekur fjölskyldulífið við. En þetta er allt í lagi, ég elska starfið mitt og starfa af hugsjón. Ég er kennari en ég er svo miklu meira en það. Samskipti við nemendur ná langt út fyrir beina kennslu. Ég hef haldið utan um nemendur sem grétu í fanginu á mér eftir sambandsslit. Ég hef hlustað á nemendur sem þurftu að tjá sig um erfitt ástand heima fyrir eða höfðu áhyggjur af aðstæðum vina. Ég hef hlustað á nemendur sem voru að bugast af þunglyndi og vissu ekki hvert ætti að snúa sér. Ég hef líka aðstoðað foreldra sem voru orðnir örvæntingafullir vegna líðan barns síns. Allt tekur þetta tíma. En það er allt í lagi, ég fer bara yfir verkefnin í kvöld, þegar börnin mín eru sofnuð. Því þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir að þessir krakkar treysti mér nógu vel til að leita til mín. Mér þykir vænt um þessa krakka og starfa af hugsjón. Vandamálið er samt að hugsjón er ekki nóg. Hugsjón borgar ekki húsnæðiskostnað. Ég fer ekki í Bónus og slepp við að borga af því ég starfa af hugsjón. Hugsjónin klæðir ekki börnin mín og borgar ekki kostnað við tómstundir. Nú á að gera okkur kennarana að vonda kallinum af því að búið er að boða skæruverkföll á öllum skólastigum. Ég sit í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég varð reið og sár fyrir hönd grunnskólakennara þegar ég sá ummæli borgarstjóra. En ég veit samt að framhaldsskólakennarar verða fyrir sömu fordómum frá sínum vinnuveitanda, ríkinu. Sá orðrómur hefur heyrst að það sé enginn vilji hjá viðræðunefnd KÍ til að ræða nokkurn skapaðan hlut annan en jöfnun launa. Þannig að aftur erum við kennarar vondi kallinn. Af því við viljum ekki ræða neitt annað fyrr en búið er að komast að niðurstöðu um það hvenær og hvernig viðsemjendur okkar ætli að standa við þá samninga sem voru undirritaðir árið 2016. Ríkið skrifaði undir samning um að lagt skyldi í það verkefni að jafna laun milli markaða en þetta hefur ekki verið gert. Er í alvörunni frekja að farið sé fram á að loforð og samningar séu efndir? Ég held ég geti fullyrt að engan kennara langar til að fara í verkfall. Það virðist hins vegar vera eina leiðin til þess að á okkur sé hlustað. Kennarar eru að bugast. Við þurfum bættar starfsaðstæður og við þurfum að fá greidd sanngjörn laun fyrir vinnuna okkar. Fjárfestum í kennurum! Höfundur er kennari.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun