Til borgarstjóra Maríanna S. Bjarnleifsdóttir skrifar 14. október 2024 06:30 Kjarabarátta hinna mörgu stétta sem byggja þetta land getur tekið á hjá atvinnurekendum, launþegum og þeim sem nýta sér vinnu og þjónustu þeirra sem berjast fyrir betri kjörum. Stundum lætur fólk leiðinleg ummæli frá sér í spjalli við fólk vegna pirrings og að mörgu leyti er það skiljanlegt því mannlegt eðli verður til þess að við segjum eitthvað særandi þegar við verðum sár, reið og leið. Í gær þá varð ég sár, reið og leið út í þín ummæli. Þeir nemendur sem ég kenni fengju stórkostlegar athugasemdir frá mér ef þeir töluðu svona niður til annarra í minni skólastofu. Ég kenni unglingum og þarf því að sýna gott fordæmi um hvernig ég kem þessu frá mér og get ekki leyft mér að skrifa það sem mig langar helst að segja. Hér kemur því kurteisa útgáfan af því sem ég vil koma frá mér. Ég skil að þú viljir ekki auka útgjöld vinnustaðar þíns þar sem starf þitt er fólgið í því að láta bókhaldið stemma en tel að fólk menntað í mannauðsmálum myndi seint telja þetta jákvæða leið til þess. Kraftur kennara er mikill og þú temur þá ekki til hlýðni með því að tala þá niður og alhæfa um hluti sem þú greinilega hefur ekki haft fyrir að kynna þér.Að tala um að kennarar nenni ekki að vera með nemendum sínum er að ráðast gegn því sem heldur okkur í starfinu. Ástríðan fyrir nemendum er það sem hélt kennurum gangandi í heimsfaraldri, heldur þeim áfram í starfi og það sem drífur þá áfram. Ekki eru það launin eða önnur fríðindi sem öðrum á almennum vinnumarkaði býðst. Einar þú ert yfirmaður okkar sem vinnum hjá Reykjavíkurborg og ég tel líklegt að á opinberum vinnumarkaði myndir þú þurfa að taka pokann þinn ef þú gerðist sekur um svona ummæli um starfsfólk þitt. Þú potaðir í ranga stétt og ég ráðlegg þér að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum þínum. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Kjarabarátta hinna mörgu stétta sem byggja þetta land getur tekið á hjá atvinnurekendum, launþegum og þeim sem nýta sér vinnu og þjónustu þeirra sem berjast fyrir betri kjörum. Stundum lætur fólk leiðinleg ummæli frá sér í spjalli við fólk vegna pirrings og að mörgu leyti er það skiljanlegt því mannlegt eðli verður til þess að við segjum eitthvað særandi þegar við verðum sár, reið og leið. Í gær þá varð ég sár, reið og leið út í þín ummæli. Þeir nemendur sem ég kenni fengju stórkostlegar athugasemdir frá mér ef þeir töluðu svona niður til annarra í minni skólastofu. Ég kenni unglingum og þarf því að sýna gott fordæmi um hvernig ég kem þessu frá mér og get ekki leyft mér að skrifa það sem mig langar helst að segja. Hér kemur því kurteisa útgáfan af því sem ég vil koma frá mér. Ég skil að þú viljir ekki auka útgjöld vinnustaðar þíns þar sem starf þitt er fólgið í því að láta bókhaldið stemma en tel að fólk menntað í mannauðsmálum myndi seint telja þetta jákvæða leið til þess. Kraftur kennara er mikill og þú temur þá ekki til hlýðni með því að tala þá niður og alhæfa um hluti sem þú greinilega hefur ekki haft fyrir að kynna þér.Að tala um að kennarar nenni ekki að vera með nemendum sínum er að ráðast gegn því sem heldur okkur í starfinu. Ástríðan fyrir nemendum er það sem hélt kennurum gangandi í heimsfaraldri, heldur þeim áfram í starfi og það sem drífur þá áfram. Ekki eru það launin eða önnur fríðindi sem öðrum á almennum vinnumarkaði býðst. Einar þú ert yfirmaður okkar sem vinnum hjá Reykjavíkurborg og ég tel líklegt að á opinberum vinnumarkaði myndir þú þurfa að taka pokann þinn ef þú gerðist sekur um svona ummæli um starfsfólk þitt. Þú potaðir í ranga stétt og ég ráðlegg þér að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum þínum. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar