Berum brjóstin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 11. október 2024 19:31 Brjóstakrabbamein er ein algengasta tegund krabbameins sem herjar á konur. Milljónir kvenna um allan heim greinast með brjóstakrabbamein ár hvert, en samkvæmt heimildum frá World Health Organization voru 2.3 milljón einstaklinga greindir með brjóstakrabbamein árið 2022 og um 670 þúsund dauðsföll eru rakin til krabbameinsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvenna og um 200 konur greinast með krabbameinið hér á landi ár hvert. Þó svo að brjóstakrabbamein greinist í undantekningartilvikum í körlum þá eru það aðallega konur sem verða að vera á varðbergi gagnvart því. Engir sérstakir áhættuþættir eru þekktir fyrir krabbamein af þessu tagi, og því er mikilvægt að allar konur fylgist með og fari reglulega í skimun. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum. Með skimun eru brjóstakrabbamein greint snemma, áður en einkenni koma fram, og eykur því verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Krabbameinsskimun bjargar mannslífum og lækkar líkur á andláti sökum krabbameinsins umtalsvert. Peningur á ekki að vera vandamál Þrátt fyrir mikilvægi skimunar hefur dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á krabbameini, m.a. brjóstakrabbameini. Þetta á við konur á öllum aldri, þó sérstaklega yngri konur. Það er áhyggjuefni innan heilbrigðisstéttarinnar, enda hafa flestar konur vitund á því hversu mikilvægt það er að fara í skimun þó svo að dregist hefur úr þátttöku. Miðað við athugasemdir þá virðist dvínandi þátttaka aðallega stafa af tveimur ástæðum. Þær eru hár komukostnaður, þ.e. 6.000 kr., og að konur þurfa að finna tíma úr vinnu til að mæta. Skiljanlega dregur hár komukostnaður úr áhuga fólks við að mæta í skimun, þó mikilvægt sé að allar konur mæti reglulega. Enginn á að þurfa að fresta eða hætta við að tryggja heilbrigði sitt sökum kostnaðar. Heilbrigðisþjónusta skal vera öllum aðgengileg óháð efnahag. Í þessu samhengi er einnig vert að minnast á rétt kvenna til að taka frí frá vinnu til að mæta í skimun. Heilbrigðisráðherra lækkar gjaldið umtalsvert Í gær boðaði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, breytingar á gjaldtöku vegna skimunar fyrir brjóstakrabbameini. Frá og með 14. október lækkar komugjald fyrir brjóstaskimun í 500 krónur og önnur gjöld verða felld niður. Það sem áður kostaði 6.000 kr. kostar nú minna en einn americano og croissant á kaffihúsi. Þarna er heilbrigðisráðherra að mæta áhyggjum beint og lækka kostnaðinn umtalsvert, um rúmlega 90%, m.a. í þeim tilgangi að tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag, og stuðla að virkri skimun fyrir brjóstakrabbameini í öllum konum. Höldum áfram Þessi aðgerð hefur mikla þýðingu fyrir kvenheilsu til framtíðar á Íslandi, en þó svo um stórt skref sé að ræða þá verðum við að vinna saman að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem samfélag. Við þurfum að halda áfram að hvetja allar konur til að mæta reglulega í skimun, stuðla að fræðslu fyrir konur um brjóstakrabbamein og einkenni þess og upplýsa þær um rétt sinn til að taka frí úr vinnu til að forgangsraða heilsu sinni og lífsgæðum með því að mæta í brjóstaskimun. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kvenheilsa Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Brjóstakrabbamein er ein algengasta tegund krabbameins sem herjar á konur. Milljónir kvenna um allan heim greinast með brjóstakrabbamein ár hvert, en samkvæmt heimildum frá World Health Organization voru 2.3 milljón einstaklinga greindir með brjóstakrabbamein árið 2022 og um 670 þúsund dauðsföll eru rakin til krabbameinsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvenna og um 200 konur greinast með krabbameinið hér á landi ár hvert. Þó svo að brjóstakrabbamein greinist í undantekningartilvikum í körlum þá eru það aðallega konur sem verða að vera á varðbergi gagnvart því. Engir sérstakir áhættuþættir eru þekktir fyrir krabbamein af þessu tagi, og því er mikilvægt að allar konur fylgist með og fari reglulega í skimun. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum. Með skimun eru brjóstakrabbamein greint snemma, áður en einkenni koma fram, og eykur því verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Krabbameinsskimun bjargar mannslífum og lækkar líkur á andláti sökum krabbameinsins umtalsvert. Peningur á ekki að vera vandamál Þrátt fyrir mikilvægi skimunar hefur dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á krabbameini, m.a. brjóstakrabbameini. Þetta á við konur á öllum aldri, þó sérstaklega yngri konur. Það er áhyggjuefni innan heilbrigðisstéttarinnar, enda hafa flestar konur vitund á því hversu mikilvægt það er að fara í skimun þó svo að dregist hefur úr þátttöku. Miðað við athugasemdir þá virðist dvínandi þátttaka aðallega stafa af tveimur ástæðum. Þær eru hár komukostnaður, þ.e. 6.000 kr., og að konur þurfa að finna tíma úr vinnu til að mæta. Skiljanlega dregur hár komukostnaður úr áhuga fólks við að mæta í skimun, þó mikilvægt sé að allar konur mæti reglulega. Enginn á að þurfa að fresta eða hætta við að tryggja heilbrigði sitt sökum kostnaðar. Heilbrigðisþjónusta skal vera öllum aðgengileg óháð efnahag. Í þessu samhengi er einnig vert að minnast á rétt kvenna til að taka frí frá vinnu til að mæta í skimun. Heilbrigðisráðherra lækkar gjaldið umtalsvert Í gær boðaði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, breytingar á gjaldtöku vegna skimunar fyrir brjóstakrabbameini. Frá og með 14. október lækkar komugjald fyrir brjóstaskimun í 500 krónur og önnur gjöld verða felld niður. Það sem áður kostaði 6.000 kr. kostar nú minna en einn americano og croissant á kaffihúsi. Þarna er heilbrigðisráðherra að mæta áhyggjum beint og lækka kostnaðinn umtalsvert, um rúmlega 90%, m.a. í þeim tilgangi að tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag, og stuðla að virkri skimun fyrir brjóstakrabbameini í öllum konum. Höldum áfram Þessi aðgerð hefur mikla þýðingu fyrir kvenheilsu til framtíðar á Íslandi, en þó svo um stórt skref sé að ræða þá verðum við að vinna saman að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem samfélag. Við þurfum að halda áfram að hvetja allar konur til að mæta reglulega í skimun, stuðla að fræðslu fyrir konur um brjóstakrabbamein og einkenni þess og upplýsa þær um rétt sinn til að taka frí úr vinnu til að forgangsraða heilsu sinni og lífsgæðum með því að mæta í brjóstaskimun. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar