Sigmundur í villu og svima Friðjón R Friðjónsson skrifar 11. október 2024 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti. Orðrétt sagði hann: “Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum.” Þessi fullyrðing formanns Miðflokksins er röng. Ef Sigmundur Davíð hefði til þess nennu og orku þá væri honum létt verk að skoða hvað þetta ógagnsæja og að mörgu leyti klúðurslega orð “inngilding” þýðir. Það er íslenskun á hugtakinu “inclusion”. Það er ekki verið að segja að Íslendingar eigi að aðlagast útlendingum. “Inclusion” er að hafa einhvern með, taka tillit til hver hann er og hvaðan viðkomandi kemur. Eilífur Friður í ofbeldi Það mætti benda Sigmundu á hvernig aðlögun útlendinga á Íslandi við iðkuð þannig þar til fyrir stuttu síðan. Þá var þeim til dæmis gert að gefa eftir nafnið sitt til að verða íslenskir ríkisborgarar . Árið 1996 varð maður að nafni Ricardo Cabrera íslenskur ríkisborgari, honum var gert að taka upp nýtt nafn og til að sýna fram á fáránleika kerfisins tók hann upp nafnið Elífur Friður Edgarsson. Til að aðlaga hann íslensku samfélagi, til að aðlaga hann íslenskri nafnahefð var hann sviptur eigin nafni. Það var ekki aðlögun, það var ofbeldi íslenska ríkisins á hendur einstaklingi sem vildi hér vera, hluti af samfélaginu, með fjölskyldu sinni. Útlendingar eru ekki annars flokks Hér á landi búa tugir þúsunda manna sem eru ekki annars flokks fólk þótt það reki ættir sínar ekki til kaþólsks biskups á Hólum í Hjaltadal. Þannig voru tugir þúsunda íbúa landsins í covid sem tengdu alls ekki við að vera “heima með Helga” að syngja “Einu sinni á ágústkvöldi”. Þau gengu ekki um gólf fyrir Þórólf eða settu upp límmiða sem sagði “Ég hlýði Víði”. Þeirra veruleiki var allt annar. Ef við ætlum að “aðlaga” allt þetta fólk eins og formaður Miðflokksins boðar með sinni útlendingaandúð blasir við að við verðum að þvinga alla af erlendum uppruna skilja uppvöxt og reynsluheim formanns Miðflokksins. Og það getum við ekki gert harðduglegu fólki. Inngilding er ógagnsæ Hið ógagnsæa orð “inngilding” snýst eingöngu um að við sýnum fólki sem vill koma hingað, vinna og vera hluti af samfélaginu virðingu. Höfum þau með í því sem við erum að gera, hjálpum þeim að taka þátt í samfélaginu og hlustum þegar þau tala íslensku með hreim eða tala jafnvel ekki íslensku. Sýnum fólki virðingu þegar það vill halda í heiðri eigin menningu og trú, innan marka íslenskra laga. Það er grunntónninn í “inclusion” eða inngildingu. Að fjölbreytileiki fólks sé ekki bara leyfður innan skilgreiningar formanns Miðflokksins. Það er síðan sérstök spurning hver aðlögunin á að vera í huga Sigmundar. Eiga útlendingar að aðlagast hugmyndum hans um íslenska menningu? Þurfa þau þá öll að byrja að elska byggingalist Guðjón Samúelssonar og lesa Jónas frá Hriflu? Mega þau fíla nýja þinghúsið? Ég skil og deili áhyggjum formanns Miðflokksins af stöðu, sem nú horfir til betri vegar, í málefnum hælisleitenda. Þar eru löngu tímabærar breytingar loksins að skila árangri. En það væri óskandi að hann nennti að kynna sér hve miklu máli útlendingar og afkomendur þeirra skipta í íslensku samfélagi. Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli. Og þá er tilefni til að benda á það og spyrja hvert hann ætli sér að fara með Miðflokkinn og hvar í skynsemishyggjunni þessi andúð á öðru fólki á heima? Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti. Orðrétt sagði hann: “Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum.” Þessi fullyrðing formanns Miðflokksins er röng. Ef Sigmundur Davíð hefði til þess nennu og orku þá væri honum létt verk að skoða hvað þetta ógagnsæja og að mörgu leyti klúðurslega orð “inngilding” þýðir. Það er íslenskun á hugtakinu “inclusion”. Það er ekki verið að segja að Íslendingar eigi að aðlagast útlendingum. “Inclusion” er að hafa einhvern með, taka tillit til hver hann er og hvaðan viðkomandi kemur. Eilífur Friður í ofbeldi Það mætti benda Sigmundu á hvernig aðlögun útlendinga á Íslandi við iðkuð þannig þar til fyrir stuttu síðan. Þá var þeim til dæmis gert að gefa eftir nafnið sitt til að verða íslenskir ríkisborgarar . Árið 1996 varð maður að nafni Ricardo Cabrera íslenskur ríkisborgari, honum var gert að taka upp nýtt nafn og til að sýna fram á fáránleika kerfisins tók hann upp nafnið Elífur Friður Edgarsson. Til að aðlaga hann íslensku samfélagi, til að aðlaga hann íslenskri nafnahefð var hann sviptur eigin nafni. Það var ekki aðlögun, það var ofbeldi íslenska ríkisins á hendur einstaklingi sem vildi hér vera, hluti af samfélaginu, með fjölskyldu sinni. Útlendingar eru ekki annars flokks Hér á landi búa tugir þúsunda manna sem eru ekki annars flokks fólk þótt það reki ættir sínar ekki til kaþólsks biskups á Hólum í Hjaltadal. Þannig voru tugir þúsunda íbúa landsins í covid sem tengdu alls ekki við að vera “heima með Helga” að syngja “Einu sinni á ágústkvöldi”. Þau gengu ekki um gólf fyrir Þórólf eða settu upp límmiða sem sagði “Ég hlýði Víði”. Þeirra veruleiki var allt annar. Ef við ætlum að “aðlaga” allt þetta fólk eins og formaður Miðflokksins boðar með sinni útlendingaandúð blasir við að við verðum að þvinga alla af erlendum uppruna skilja uppvöxt og reynsluheim formanns Miðflokksins. Og það getum við ekki gert harðduglegu fólki. Inngilding er ógagnsæ Hið ógagnsæa orð “inngilding” snýst eingöngu um að við sýnum fólki sem vill koma hingað, vinna og vera hluti af samfélaginu virðingu. Höfum þau með í því sem við erum að gera, hjálpum þeim að taka þátt í samfélaginu og hlustum þegar þau tala íslensku með hreim eða tala jafnvel ekki íslensku. Sýnum fólki virðingu þegar það vill halda í heiðri eigin menningu og trú, innan marka íslenskra laga. Það er grunntónninn í “inclusion” eða inngildingu. Að fjölbreytileiki fólks sé ekki bara leyfður innan skilgreiningar formanns Miðflokksins. Það er síðan sérstök spurning hver aðlögunin á að vera í huga Sigmundar. Eiga útlendingar að aðlagast hugmyndum hans um íslenska menningu? Þurfa þau þá öll að byrja að elska byggingalist Guðjón Samúelssonar og lesa Jónas frá Hriflu? Mega þau fíla nýja þinghúsið? Ég skil og deili áhyggjum formanns Miðflokksins af stöðu, sem nú horfir til betri vegar, í málefnum hælisleitenda. Þar eru löngu tímabærar breytingar loksins að skila árangri. En það væri óskandi að hann nennti að kynna sér hve miklu máli útlendingar og afkomendur þeirra skipta í íslensku samfélagi. Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli. Og þá er tilefni til að benda á það og spyrja hvert hann ætli sér að fara með Miðflokkinn og hvar í skynsemishyggjunni þessi andúð á öðru fólki á heima? Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun