Að meðhöndla eðlilegar tilfinningar með lyfjum Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 11. október 2024 15:32 Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert. Þegar lausnin verður að vandamálinu Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komist að því að brögð eru af því að fólk með enga sögu um andlega vanlíðan séu boðin róandi- eða geðlyf í kjölfar veikinda. Of mörg dæmi eru um að róandi lyf (sem ætluð eru til notkunar í skemmri tíma) séu enn notuð að staðaldri, árum eða jafnvel áratugum síðar. Lyfjameðhöndlun eðlilegra tilfinninga í erfiðum aðstæðum er staðreynd. Langtímanotkun róandi lyfja er líka staðreynd og dæmi um að meðhöndlun með lyfjum er orðin verri en það ástand sem þeim er ætlað að laga. Við erum í auknum mæli að sjúkdómsvæða tilfinningar okkar. Þeir sem eru með greiningar eru flestir upplýstir um hverjar þær eru, en oft verður minna um svör þegar spurt er hvort viðkomandi hafi fengið fræðslu um hvernig eigi að takast á við vanlíðan, ADHD eða aðra andlega kvilla, án lyfja. Að takast á við tilfinningar án lyfja Hreyfing er eitt þeirra náttúrulegu meðala sem hefur áhrif á líðan fólks. Talið er að forfeður okkar hafi hreyft sig í um fimm tíma á dag og gengið allt að 15-18 þúsund skref. Í dag er viðmiðið um 6000 skref á dag og fæstir sem ná því. Greinarhöfundur þar á meðal. Sem sálfræðingur á Reykjalundi spyr ég einstaklinga í endurhæfingu gjarnan hvað því hafi fundist gagnast mest þegar líður að útskrift? Mikill meiri hluti svarar því til að hreyfingin og félagslegt samneyti hafi þar skipt sköpum. Allt litróf tilfinninga er hluti af lífi okkar. Engin getur vænst þess að öðlast eilífa hamingju eða vellíðan. En með því að hafa skýra sín á það hvernig lífi við viljum lifa og sýna okkur mildi á erfiðum stundum erum við nokkrum skrefum nær því að komast í gegnum áskoranir lífsins á heilbrigðan hátt. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Heimildir: Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott e. Anders Hansen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert. Þegar lausnin verður að vandamálinu Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komist að því að brögð eru af því að fólk með enga sögu um andlega vanlíðan séu boðin róandi- eða geðlyf í kjölfar veikinda. Of mörg dæmi eru um að róandi lyf (sem ætluð eru til notkunar í skemmri tíma) séu enn notuð að staðaldri, árum eða jafnvel áratugum síðar. Lyfjameðhöndlun eðlilegra tilfinninga í erfiðum aðstæðum er staðreynd. Langtímanotkun róandi lyfja er líka staðreynd og dæmi um að meðhöndlun með lyfjum er orðin verri en það ástand sem þeim er ætlað að laga. Við erum í auknum mæli að sjúkdómsvæða tilfinningar okkar. Þeir sem eru með greiningar eru flestir upplýstir um hverjar þær eru, en oft verður minna um svör þegar spurt er hvort viðkomandi hafi fengið fræðslu um hvernig eigi að takast á við vanlíðan, ADHD eða aðra andlega kvilla, án lyfja. Að takast á við tilfinningar án lyfja Hreyfing er eitt þeirra náttúrulegu meðala sem hefur áhrif á líðan fólks. Talið er að forfeður okkar hafi hreyft sig í um fimm tíma á dag og gengið allt að 15-18 þúsund skref. Í dag er viðmiðið um 6000 skref á dag og fæstir sem ná því. Greinarhöfundur þar á meðal. Sem sálfræðingur á Reykjalundi spyr ég einstaklinga í endurhæfingu gjarnan hvað því hafi fundist gagnast mest þegar líður að útskrift? Mikill meiri hluti svarar því til að hreyfingin og félagslegt samneyti hafi þar skipt sköpum. Allt litróf tilfinninga er hluti af lífi okkar. Engin getur vænst þess að öðlast eilífa hamingju eða vellíðan. En með því að hafa skýra sín á það hvernig lífi við viljum lifa og sýna okkur mildi á erfiðum stundum erum við nokkrum skrefum nær því að komast í gegnum áskoranir lífsins á heilbrigðan hátt. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Heimildir: Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott e. Anders Hansen.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar