Hundalógík ríkisstjórnarinnar Guðbrandur Einarsson skrifar 11. október 2024 14:02 í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er áformað að skerða framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóðanna á næsta ári og fella það síðan alveg niður. Framlagið sem þarna um ræðir kom til framkvæmda árið 2007 sem hluti af kjarasamningi og það var ekkert sem benti til þess þá að um tímabundið framlag væri að ræða eða að það yrði fellt niður seinna meir af óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Nú hefur þessi ríkisstjórn - sem reyndar er komin í líknandi meðferð - tekið ákvörðun um að eðlilegt og rétt sé að skerða þetta framlag sem hingað til hefur gert það verkum að ekki hefur þurft að skerða lífeyrisréttindi hjá þeim sjóðum sem bera þyngstu örorkubyrðina. Og hvaða sjóðir eru það sem verða hvað harðast úti við þessar breytingar? Jú, það eru sjóðir fólksins sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í þeirra vasa á nú að seilast. Breiðu bökin? Í mínum huga er það fullkomin firring hjá ríkisstjórninni að ætla að fjármagna gömul kosningaloforð Vinstri grænna með þessum hætti. Að færa fjármuni frá tekjulágum hópi til þess að bæta stöðu annars tekjulágs hóps er í mínum huga ekkert annað en hundalógík. Hana á ég erfitt með að skilja sem þátttakandi í verkalýðsbaráttu í áratugi. Eru breiðu bökin í samfélaginu allt í einu að finna í lífeyrissjóðum verkafólks? Ólík örorkubyrði lífeyrissjóða Íslenskir lífeyrissjóðir bera mismunandi örorkubyrði og að sjálfsögðu ekki rétt að þeir sjóðir sem hafa lægstu örorkubyrðina fái framlag úr ríkissjóði. Hins vegar er staðan þannig hjá mörgum sjóðum verkafólks að rúmlega fjórðungur greiðslna sjóðanna fer í að greiða örorkulífeyri. Lífeyrissjóðir verða að skerða Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar hefur komið fram að Festa lífeyrissjóður gæti þurft að skerða réttindi um allt að 7 prósent og Gildi lífeyrissjóður um tæp 6 prósent, nái þessi áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Arfavitlaus forgangsröðun Er þetta það sem við viljum? Að seilst sé í vasa fátækasta fólksins í landinu til þess að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs? Hvað segir svona forgangsröðun okkur? Þessi forgangsröðun segir mér alla vega að þessi ríkistjórn hefur ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu og þess vegna á hún að fara frá. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er áformað að skerða framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóðanna á næsta ári og fella það síðan alveg niður. Framlagið sem þarna um ræðir kom til framkvæmda árið 2007 sem hluti af kjarasamningi og það var ekkert sem benti til þess þá að um tímabundið framlag væri að ræða eða að það yrði fellt niður seinna meir af óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Nú hefur þessi ríkisstjórn - sem reyndar er komin í líknandi meðferð - tekið ákvörðun um að eðlilegt og rétt sé að skerða þetta framlag sem hingað til hefur gert það verkum að ekki hefur þurft að skerða lífeyrisréttindi hjá þeim sjóðum sem bera þyngstu örorkubyrðina. Og hvaða sjóðir eru það sem verða hvað harðast úti við þessar breytingar? Jú, það eru sjóðir fólksins sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í þeirra vasa á nú að seilast. Breiðu bökin? Í mínum huga er það fullkomin firring hjá ríkisstjórninni að ætla að fjármagna gömul kosningaloforð Vinstri grænna með þessum hætti. Að færa fjármuni frá tekjulágum hópi til þess að bæta stöðu annars tekjulágs hóps er í mínum huga ekkert annað en hundalógík. Hana á ég erfitt með að skilja sem þátttakandi í verkalýðsbaráttu í áratugi. Eru breiðu bökin í samfélaginu allt í einu að finna í lífeyrissjóðum verkafólks? Ólík örorkubyrði lífeyrissjóða Íslenskir lífeyrissjóðir bera mismunandi örorkubyrði og að sjálfsögðu ekki rétt að þeir sjóðir sem hafa lægstu örorkubyrðina fái framlag úr ríkissjóði. Hins vegar er staðan þannig hjá mörgum sjóðum verkafólks að rúmlega fjórðungur greiðslna sjóðanna fer í að greiða örorkulífeyri. Lífeyrissjóðir verða að skerða Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar hefur komið fram að Festa lífeyrissjóður gæti þurft að skerða réttindi um allt að 7 prósent og Gildi lífeyrissjóður um tæp 6 prósent, nái þessi áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Arfavitlaus forgangsröðun Er þetta það sem við viljum? Að seilst sé í vasa fátækasta fólksins í landinu til þess að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs? Hvað segir svona forgangsröðun okkur? Þessi forgangsröðun segir mér alla vega að þessi ríkistjórn hefur ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu og þess vegna á hún að fara frá. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar