„Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2024 12:06 Haraldur Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stöð 2/Sigurjón Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. Sveitarfélagið hafði kært ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa vindorkuverið meðal annars vegna þess að garðurinn muni takmarka möguleika til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Garðurinn verður reistur í Rangárþingi ytra en á sveitarfélagamörkum þess og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir víða pottur brotinn í málinu. „Það er samt okkar mat að þetta svæði sé ekki rétti staðurinn til að byggja vindorkuver, á hálendi Íslands. Það er nú bara þannig að í þeirri stefnumörkun um vindorku sem var lögð fram á þinginu í vor, er sérstaklega talað um að það eigi ekki að byggja vindorkuver innan hálendislínunnar. En þarna er verið að byggja fyrsta vindorkuverið, á hálendi Íslands, en boðuð stefnumörkun stjórnvalda segir að það eigi ekki að gera það. Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut sem er erfitt að skilja,“ segir Haraldur. Þá telur hann stjórnsýsluna í málinu ekki vera góða. Málinu var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni án efnislegrar meðferðar. „Þar sem að menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni. Þá lítur málið svolítið undarlega út því ef stjórnsýsla ríkisins virðir ekki ákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélags, og menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni, þá er þetta bara orðið stjórnarskrármál,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að garðurinn verði í öðru sveitarfélagi sé hann ekki ótengdur Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef að nágranni þinn ákveður að reisa vindmyllu á lóðinni við hliðina á þér, að sjálfsögðu eru áhrif af framkvæmdinni á nærliggjandi svæði. Við teljum að þarna sé bara mjög fordæmsigefandi mál í því hvernig á að byggja vindorkuver. Munu sveitarfélög í framtíðinni bara geta skipulagt þá á útjaðri síns sveitarfélags með áhrifa svæði í öðru sveitarfélagi og það hefur ekkert um það að segja? Þetta er ekki gott mál,“ segir Haraldur. Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stjórnarskrá Landsvirkjun Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sveitarfélagið hafði kært ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa vindorkuverið meðal annars vegna þess að garðurinn muni takmarka möguleika til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Garðurinn verður reistur í Rangárþingi ytra en á sveitarfélagamörkum þess og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir víða pottur brotinn í málinu. „Það er samt okkar mat að þetta svæði sé ekki rétti staðurinn til að byggja vindorkuver, á hálendi Íslands. Það er nú bara þannig að í þeirri stefnumörkun um vindorku sem var lögð fram á þinginu í vor, er sérstaklega talað um að það eigi ekki að byggja vindorkuver innan hálendislínunnar. En þarna er verið að byggja fyrsta vindorkuverið, á hálendi Íslands, en boðuð stefnumörkun stjórnvalda segir að það eigi ekki að gera það. Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut sem er erfitt að skilja,“ segir Haraldur. Þá telur hann stjórnsýsluna í málinu ekki vera góða. Málinu var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni án efnislegrar meðferðar. „Þar sem að menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni. Þá lítur málið svolítið undarlega út því ef stjórnsýsla ríkisins virðir ekki ákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélags, og menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni, þá er þetta bara orðið stjórnarskrármál,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að garðurinn verði í öðru sveitarfélagi sé hann ekki ótengdur Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef að nágranni þinn ákveður að reisa vindmyllu á lóðinni við hliðina á þér, að sjálfsögðu eru áhrif af framkvæmdinni á nærliggjandi svæði. Við teljum að þarna sé bara mjög fordæmsigefandi mál í því hvernig á að byggja vindorkuver. Munu sveitarfélög í framtíðinni bara geta skipulagt þá á útjaðri síns sveitarfélags með áhrifa svæði í öðru sveitarfélagi og það hefur ekkert um það að segja? Þetta er ekki gott mál,“ segir Haraldur.
Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stjórnarskrá Landsvirkjun Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira