Endursala stórnotenda er engin töfralausn Tinna Traustadóttir skrifar 11. október 2024 10:02 Full ástæða er til að hafa áhyggjur af raforkuöryggi almennings og nauðsynlegt er að auka virkni heildsölumarkaðar. Hvorugt verður þó tryggt með því að heimila stórnotendum að endurselja raforku inn á kerfið, orku sem þeir ella myndu nota í eigin rekstur. Raforkukerfið okkar er í þröngri stöðu og eðlilegt að allar leiðir til úrbóta séu ræddar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur, notar um 20% af allri raforku sem unnin er, en stórnotendur um 80%. Við fyrstu sýn kann endursala stórnotenda inn á kerfið því að hljóma sem einfalt mál og hugsanleg töfralausn í þröngri stöðu. Hafa verður í huga að raforkukerfið okkar er einstakt á heimsvísu. Það er eingöngu knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum og gengið þannig frá samningum við stórnotendur raforku að ekki er þörf á að vera með plan B í formi jarðefnaeldsneytis, líkt og í öðrum löndum. Ætla mætti að slíkt kerfi væri ekki hægt að reka svo vel færi. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli: nýting auðlinda og fjárfestingar í orkuframleiðslu eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Iðnaður hefur verið samkeppnishæfur og raforkuverð til almennings lágt og stöðugt. Þá hefur raforkuöryggi til þessa verið tryggt. Skerðingar og sveigjanleiki Raforkusölusamningar við stórnotendur eru öðruvísi á Íslandi en í öðrum löndum og eru grundvöllur vel heppnaðrar uppbyggingar raforkukerfisins. Til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar, en á sama tíma tryggja öruggan rekstur kerfisins, höfum við samið sérstaklega um að geta skert afhendingu orku til stórnotenda í slæmum vatnsárum. En það er ekki bara Landsvirkjun sem hefur sveigjanleika í orkuafhendingu þegar svo ber undir, heldur hafa viðskiptavinir einnig sveigjanleika í raforkunotkun. Þegar eitthvað kemur upp í rekstri þeirra eru þeir ekki skuldbundnir til að taka alla raforku sem samningar kveða á um. Raforkuverð í samningum tekur auðvitað mið af öllum þessum þáttum, er lægra fyrir vikið og endurspeglar þessar mismunandi forsendur afhendingar. Í raforkusamningum á meginlandi Evrópu er það yfirleitt reglan að stórnotendur geta endurselt raforkuna á markað, en í þeim felast líka skuldbindingar um að kaupa alla umsamda orku. Ef endursala stórnotenda inn á kerfið hér á landi yrði að veruleika þyrfti að taka upp alla raforkusamninga og breyta þeim í veigamiklum atriðum. Ein óhjákvæmileg afleiðing þess væri hærra raforkuverð sem kæmi niður á samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem hér starfa. Stoðunum yrði kippt undan farsælum rekstri í kerfi með eingöngu endurnýjanlega orku og hámarksnýtingu, sem hefur verið til hagsbóta fyrir bæði iðnað og almenning í landinu. Jafnvægi ógnað Viðsemjendur Landsvirkjunar eru öflug fyrirtæki sem starfa um allan heim og keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Hart er tekist á um viðskiptaskilmála og þar skiptir raforkuverðið mestu máli. Við samningaborðið er ekki verið að takast á um heimildir viðskiptavina til endursölu, enda kjósa þeir að nota raforkuna í eigin starfsemi. Raforkumarkaðurinn á Íslandi er örmarkaður þar sem stórnotendur eru fyrirferðarmiklir og endursala án takmarkana gæti raskað jafnvæginu með ófyrirséðum afleiðingum, þar sem álverð á heimsmarkaði yrði jafnvel ráðandi þáttur í raforkuverði til almennings hérlendis. Þá vill oft gleymast, að flutningskerfi Landsnets takmarkar hversu mikla raforku er hægt að flytja milli landsvæða. Um helmingur af raforkunotkun stórnotenda er á norður- og austurlandi og ekki hægt að flytja raforkuna suður, þar sem staðan er þröng. Í raun gætu því aðeins fáein fyrirtæki hugsanlega endurselt raforku inn á kerfið. Tífalt verð Í vor stóð miðlunarforðinn í Þórisvatni mjög tæpt. Landsvirkjun biðlaði þá til viðskiptavina sinna að hafa samband ef áhugi væri á endursölu, með það að markmiði að verja lónstöðuna. Viðbrögðin voru mjög takmörkuð og í þeim tilvikum sem raforkuverð kom til umræðu var það allt að tíu sinnum hærra en kaupverð í samningum. Það er skiljanlegt að fyrirtækin vilji hátt verð við hugsanlega endursölu, enda myndi hún auðvitað draga úr framleiðslu þeirra og valda tekjuskerðingu sem vega þarf upp á móti. Endursala stórnotenda er því ekki sú töfralausn sem margir halda fram þegar kemur að því að tryggja raforkuöryggi almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af raforkuöryggi almennings og nauðsynlegt er að auka virkni heildsölumarkaðar. Hvorugt verður þó tryggt með því að heimila stórnotendum að endurselja raforku inn á kerfið, orku sem þeir ella myndu nota í eigin rekstur. Raforkukerfið okkar er í þröngri stöðu og eðlilegt að allar leiðir til úrbóta séu ræddar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur, notar um 20% af allri raforku sem unnin er, en stórnotendur um 80%. Við fyrstu sýn kann endursala stórnotenda inn á kerfið því að hljóma sem einfalt mál og hugsanleg töfralausn í þröngri stöðu. Hafa verður í huga að raforkukerfið okkar er einstakt á heimsvísu. Það er eingöngu knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum og gengið þannig frá samningum við stórnotendur raforku að ekki er þörf á að vera með plan B í formi jarðefnaeldsneytis, líkt og í öðrum löndum. Ætla mætti að slíkt kerfi væri ekki hægt að reka svo vel færi. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli: nýting auðlinda og fjárfestingar í orkuframleiðslu eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Iðnaður hefur verið samkeppnishæfur og raforkuverð til almennings lágt og stöðugt. Þá hefur raforkuöryggi til þessa verið tryggt. Skerðingar og sveigjanleiki Raforkusölusamningar við stórnotendur eru öðruvísi á Íslandi en í öðrum löndum og eru grundvöllur vel heppnaðrar uppbyggingar raforkukerfisins. Til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar, en á sama tíma tryggja öruggan rekstur kerfisins, höfum við samið sérstaklega um að geta skert afhendingu orku til stórnotenda í slæmum vatnsárum. En það er ekki bara Landsvirkjun sem hefur sveigjanleika í orkuafhendingu þegar svo ber undir, heldur hafa viðskiptavinir einnig sveigjanleika í raforkunotkun. Þegar eitthvað kemur upp í rekstri þeirra eru þeir ekki skuldbundnir til að taka alla raforku sem samningar kveða á um. Raforkuverð í samningum tekur auðvitað mið af öllum þessum þáttum, er lægra fyrir vikið og endurspeglar þessar mismunandi forsendur afhendingar. Í raforkusamningum á meginlandi Evrópu er það yfirleitt reglan að stórnotendur geta endurselt raforkuna á markað, en í þeim felast líka skuldbindingar um að kaupa alla umsamda orku. Ef endursala stórnotenda inn á kerfið hér á landi yrði að veruleika þyrfti að taka upp alla raforkusamninga og breyta þeim í veigamiklum atriðum. Ein óhjákvæmileg afleiðing þess væri hærra raforkuverð sem kæmi niður á samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem hér starfa. Stoðunum yrði kippt undan farsælum rekstri í kerfi með eingöngu endurnýjanlega orku og hámarksnýtingu, sem hefur verið til hagsbóta fyrir bæði iðnað og almenning í landinu. Jafnvægi ógnað Viðsemjendur Landsvirkjunar eru öflug fyrirtæki sem starfa um allan heim og keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Hart er tekist á um viðskiptaskilmála og þar skiptir raforkuverðið mestu máli. Við samningaborðið er ekki verið að takast á um heimildir viðskiptavina til endursölu, enda kjósa þeir að nota raforkuna í eigin starfsemi. Raforkumarkaðurinn á Íslandi er örmarkaður þar sem stórnotendur eru fyrirferðarmiklir og endursala án takmarkana gæti raskað jafnvæginu með ófyrirséðum afleiðingum, þar sem álverð á heimsmarkaði yrði jafnvel ráðandi þáttur í raforkuverði til almennings hérlendis. Þá vill oft gleymast, að flutningskerfi Landsnets takmarkar hversu mikla raforku er hægt að flytja milli landsvæða. Um helmingur af raforkunotkun stórnotenda er á norður- og austurlandi og ekki hægt að flytja raforkuna suður, þar sem staðan er þröng. Í raun gætu því aðeins fáein fyrirtæki hugsanlega endurselt raforku inn á kerfið. Tífalt verð Í vor stóð miðlunarforðinn í Þórisvatni mjög tæpt. Landsvirkjun biðlaði þá til viðskiptavina sinna að hafa samband ef áhugi væri á endursölu, með það að markmiði að verja lónstöðuna. Viðbrögðin voru mjög takmörkuð og í þeim tilvikum sem raforkuverð kom til umræðu var það allt að tíu sinnum hærra en kaupverð í samningum. Það er skiljanlegt að fyrirtækin vilji hátt verð við hugsanlega endursölu, enda myndi hún auðvitað draga úr framleiðslu þeirra og valda tekjuskerðingu sem vega þarf upp á móti. Endursala stórnotenda er því ekki sú töfralausn sem margir halda fram þegar kemur að því að tryggja raforkuöryggi almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun