„Við þurfum að taka okkar sénsa“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 10:01 Sverrir Ingi Ingason, leikmaður íslenska landsliðsins. „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir landsliðsmaðurinn í fótbolta. Sverrir Ingi Ingason sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við íslenska landsliðið sem á framundan tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeild UEFA. Sverrir samdi við gríska stórliðið Panathinaikos í sumar eftir að hafa leikið lykilhlutverk í liði FC Midtjylland sem stóð uppi sem danskur meistari í maí. Sverrir, sem hefur þurft að glíma við sinn skerf af meiðslum upp á síðkastið, er nú aftur kominn á fullt skrið aftur og kann vel við sig í Aþenu en hann hafði áður verið á mála hjá PAOK í Grikklandi. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn aftur til Grikklands. Líður eins og ég sé kominn aftur heim. Maður þekkir allt. Auðvitað var sumarið hjá mér skrítið að mörgu leiti. Ég náði ekki góðu og löngu undirbúningstímabili og var fljótlega farinn að spila fullt af leikjum sem gerði það að verkum að ég lenti í smá meiðslum. Hef náð að jafna mig af því núna og finnst ég vera á góðum stað. Vonandi get ég hjálpað landsliðinu eins mikið og ég get.“ Sverrir gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í hjarta varnarlínu Íslands og lýst honum vel á möguleika liðsins í fyrri leiknum gegn Wales á laugardalsvelli á föstudaginn kemur. Wales er að taka sín fyrstu spor undir stjórn goðsagnarinnar Craig Bellamy og hefur byrjað Þjóðadeildina vel með jafntefli gegn Tyrklandi og Sigri gegn Svartfjallalandi. „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá. Við vitum að þegar við erum þéttir til baka þá getum við varist á móti hvaða mótherja sem er. Það verður mjög mikilvægt að við tökum þá sénsa sem við fáum. Náum að skora úr þeim.“ Viðtalið við Sverri Inga í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Sverrir samdi við gríska stórliðið Panathinaikos í sumar eftir að hafa leikið lykilhlutverk í liði FC Midtjylland sem stóð uppi sem danskur meistari í maí. Sverrir, sem hefur þurft að glíma við sinn skerf af meiðslum upp á síðkastið, er nú aftur kominn á fullt skrið aftur og kann vel við sig í Aþenu en hann hafði áður verið á mála hjá PAOK í Grikklandi. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn aftur til Grikklands. Líður eins og ég sé kominn aftur heim. Maður þekkir allt. Auðvitað var sumarið hjá mér skrítið að mörgu leiti. Ég náði ekki góðu og löngu undirbúningstímabili og var fljótlega farinn að spila fullt af leikjum sem gerði það að verkum að ég lenti í smá meiðslum. Hef náð að jafna mig af því núna og finnst ég vera á góðum stað. Vonandi get ég hjálpað landsliðinu eins mikið og ég get.“ Sverrir gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í hjarta varnarlínu Íslands og lýst honum vel á möguleika liðsins í fyrri leiknum gegn Wales á laugardalsvelli á föstudaginn kemur. Wales er að taka sín fyrstu spor undir stjórn goðsagnarinnar Craig Bellamy og hefur byrjað Þjóðadeildina vel með jafntefli gegn Tyrklandi og Sigri gegn Svartfjallalandi. „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá. Við vitum að þegar við erum þéttir til baka þá getum við varist á móti hvaða mótherja sem er. Það verður mjög mikilvægt að við tökum þá sénsa sem við fáum. Náum að skora úr þeim.“ Viðtalið við Sverri Inga í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira