Dökk heimsmynd Jóhanns Páls Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. október 2024 08:33 Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema ríkisvæðingu stjórnmálaflokka Enginn þarf að leita langt eða lengi að afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur lengi talað fyrir breytingum á fjármögnun stjórnmálaflokka, þar á meðal algjöru afnámi opinberra styrkja. Tilefnið er að lög um stjórnmálaflokka frá árinu 2006 sníða stjórnmálaflokkum þröngan stakk í samhengi við fjármögnun með fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þess í stað eru opinberir styrkir nú þeirra helsta tekjulind og opinber framlög til stjórnmálaflokka margfaldast frá setningu laganna. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað lýst því yfir að endurskoða þurfi þetta fyrirkomulag. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins ályktaði fundurinn að afnema skyldi opinbera styrki til stjórnmálaflokka og hækka hámarksframlag annarra aðila í staðinn. Þessari ályktun hafa þingmenn flokksins fylgt eftir í verki. Hefur Diljá Mist Einarsdóttir t.a.m. ítrekað lagt fram frumvarp sem miðar að því að draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka og auðvelda þeim sjálfstæða tekjuöflun. Í því frumvarpi er einnig lagt til að þröskuldurinn til að hljóta framlag frá hinu opinbera skuli hækkaður úr 2,5% í 4% atkvæðamagn. Þetta tryggir að flokkarnir verði áfram bundnir af skýrum reglum um gagnsæi, og framlög frá óþekktum aðilum verða áfram bönnuð. Pólitískur ásetningur og dylgjur Hugarórar um að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á von umfjárframlög eiga sér væntanlega rætur í pólitískum ásetningi fremur en því að þingmaðurinn trúi þessu sjálfur. Sú heimsmynd að flokkarnir sem stýra landinu geri það í þeim eina tilgangi að fá fjárgreiðslur frá ríkinu er dökk og hryggileg. Það vona ég innilega og trúi ekki að nokkur flokkur vinni út frá slíkri hugmyndafræði. Stjórnmálaflokkar eiga að hafa möguleika á að axla ábyrgð á eigin fjármálum með sjálfstæðri fjármögnun, án þess að styrkir frá ríkinu séu þeirra helstu tekjulind. Opinber fjárframlög eiga ekki og ættu ekki að vera stjórnmálaflokkum haldreipi, öllu heldur þarf að hvetja til aukinnar ábyrgðar og gegnsæis. Eitt er allavega víst, Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki kosningar, nú sem endranær, hvenær sem þær kunna að verða haldnar. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema ríkisvæðingu stjórnmálaflokka Enginn þarf að leita langt eða lengi að afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur lengi talað fyrir breytingum á fjármögnun stjórnmálaflokka, þar á meðal algjöru afnámi opinberra styrkja. Tilefnið er að lög um stjórnmálaflokka frá árinu 2006 sníða stjórnmálaflokkum þröngan stakk í samhengi við fjármögnun með fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þess í stað eru opinberir styrkir nú þeirra helsta tekjulind og opinber framlög til stjórnmálaflokka margfaldast frá setningu laganna. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað lýst því yfir að endurskoða þurfi þetta fyrirkomulag. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins ályktaði fundurinn að afnema skyldi opinbera styrki til stjórnmálaflokka og hækka hámarksframlag annarra aðila í staðinn. Þessari ályktun hafa þingmenn flokksins fylgt eftir í verki. Hefur Diljá Mist Einarsdóttir t.a.m. ítrekað lagt fram frumvarp sem miðar að því að draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka og auðvelda þeim sjálfstæða tekjuöflun. Í því frumvarpi er einnig lagt til að þröskuldurinn til að hljóta framlag frá hinu opinbera skuli hækkaður úr 2,5% í 4% atkvæðamagn. Þetta tryggir að flokkarnir verði áfram bundnir af skýrum reglum um gagnsæi, og framlög frá óþekktum aðilum verða áfram bönnuð. Pólitískur ásetningur og dylgjur Hugarórar um að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á von umfjárframlög eiga sér væntanlega rætur í pólitískum ásetningi fremur en því að þingmaðurinn trúi þessu sjálfur. Sú heimsmynd að flokkarnir sem stýra landinu geri það í þeim eina tilgangi að fá fjárgreiðslur frá ríkinu er dökk og hryggileg. Það vona ég innilega og trúi ekki að nokkur flokkur vinni út frá slíkri hugmyndafræði. Stjórnmálaflokkar eiga að hafa möguleika á að axla ábyrgð á eigin fjármálum með sjálfstæðri fjármögnun, án þess að styrkir frá ríkinu séu þeirra helstu tekjulind. Opinber fjárframlög eiga ekki og ættu ekki að vera stjórnmálaflokkum haldreipi, öllu heldur þarf að hvetja til aukinnar ábyrgðar og gegnsæis. Eitt er allavega víst, Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki kosningar, nú sem endranær, hvenær sem þær kunna að verða haldnar. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun