Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. október 2024 22:03 Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags heimilislækna segir að það sem fram kom í Kompás hafi ekki komið á óvart enda endurspegl þátturinn það sem heimilislæknkar upplifi á hverjum degi. Vísir Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um stóraukna notkun á þyngdarstjórnunarlyfjunum Ozempic og Wegovy og áhyggjur af misnotkun á lyfjunum. Ákveðin hjarðhegðum Formaður félags heimilislækna segir það sem fram kom í þættinum ekki koma á óvart enda í samræmi við það sem heimilislæknar upplifa á hverjum einasta degi. „Það er gríðarmikil ásókn í þessi lyf. Það er ekki bara ásókn í þessi lyf og þar mætti kannski koma aðeins að ákveðinni hjarðhegðun í íslensku þjóðfélagi. Við erum hástökkvarar í þessum þyngdarstjórnunarlyfjum en við erum það líka í ADHD meðferð og í róandi lyfjum og mætti áætla að við séum svolítið að leita að skjótum lausnum við vandanum,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags heimilislækna. Ætla ekki að missa af lestinni „Þetta er kannski partur af því að vera í litlu samfélagi, allir í saumaklúbbnum eru komnir á lyfin og þau virka svo vel og ég vil vera með og ekki missa af þessari lest.“ Allur gangur sé á því hvort fólk sé mjög ágengt í lyfin. „Stundum eru þessi lyf mjög viðeigandi en í önnur skipti finnum við fyrir pressu frá skjólstæðingum um að fá uppáskrifuð lyfin.“ Hún segir það hafa verið erfitt að marka ákveðnar vinnureglur um lyfin. Til að byrja með hafi verið mikil ásókn í Ozempic sem var ekki með ábendingu til að stuðla að þyngdarstjórnun í sérlyfjaskrá. „Og þegar það er þá er mjög erfitt að gefa út einhverjar verklagsleiðbeiningar þegar það er í rauninni verið að nota lyfin í svona “off label“ notkun, þegar það er ekki bein ábending fyrir því.“ Svo hafi Wegovy komið á markað sem hefur offitu sem ábendingu og segir Margrét að sjúkratryggingar hafi sett fram ákveðnar leiðbeiningar um hóp þeirra sem fær lyfin niðurgreidd en sá hópur hafi verið afar þröngur. Ef fara ætti eftir þeim leiðbeiningum færi nánast enginn á lyfin. „Í rauninni þannig að við myndum nánast aldrei koma fólki inn á lyfin, það er nánast vonlaust. Þú þarft að vera með lífsógnandi sjúkdóm eða í gríðarlegri offitu. Og þá erum við komin með hóp sem er að borga meira fyrir lyfin (því hópurinn fær þau ekki niðurgreidd) og þá krafan ríkari því skjólstæðingar segja oft: En ég er tilbúinn að borga meira fyrir að fá lyfin, af hverju getur þú ekki bara skrifað upp á það? Sem setur mann í erfiða samningsstöðu að vissu leyti.“ Skynsamlegt að setja vinnureglur Hún segist sammála þeim læknum sem fram komu í þættinum og segja að skynsamlegt væri að setja vinnureglur um hvenær ráðlagt sé að skrifa lyfin út og hvenær ekki. „Ég held að þessi lyf hafi komið inn með mikilli sprengju eins og gerist oft á Íslandi. Við erum svona hægt og bítandi að færast í átt að sameiginlegu verklagi um hvernig við nálgumst þessa hluti, vera harðari á því hverjum við skrifum lyfin út fyrir og hvenær ekki.“ „Ekki alveg svo þægilegt“ „Við erum líka alltaf að fá meiri og meiri upplýsingar um áhrif langtímanotkunar á lyfinu og það setur aðeins annan fókus á samtalið sem við eigum við skjólstæðinga. Því rauninni sýna rannsóknir að ávinningurinn er ekkert mikill nema þú sért á lyfinu til mjög langs tíma. Og oft þegar við erum í samtölum við þessa krefjandi skjólstæðinga þá eru þeir kannski ekkert að hugsa sér að vera á þessu til lengri tíma, þeir vilja bara taka megrunarkúrinn til að ná tíu kílóum af og svo ætla þeir bara að hætta á lyfinu, en það er kannski ekki alveg svo þægilega sem þetta virkar.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um stóraukna notkun á þyngdarstjórnunarlyfjunum Ozempic og Wegovy og áhyggjur af misnotkun á lyfjunum. Ákveðin hjarðhegðum Formaður félags heimilislækna segir það sem fram kom í þættinum ekki koma á óvart enda í samræmi við það sem heimilislæknar upplifa á hverjum einasta degi. „Það er gríðarmikil ásókn í þessi lyf. Það er ekki bara ásókn í þessi lyf og þar mætti kannski koma aðeins að ákveðinni hjarðhegðun í íslensku þjóðfélagi. Við erum hástökkvarar í þessum þyngdarstjórnunarlyfjum en við erum það líka í ADHD meðferð og í róandi lyfjum og mætti áætla að við séum svolítið að leita að skjótum lausnum við vandanum,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags heimilislækna. Ætla ekki að missa af lestinni „Þetta er kannski partur af því að vera í litlu samfélagi, allir í saumaklúbbnum eru komnir á lyfin og þau virka svo vel og ég vil vera með og ekki missa af þessari lest.“ Allur gangur sé á því hvort fólk sé mjög ágengt í lyfin. „Stundum eru þessi lyf mjög viðeigandi en í önnur skipti finnum við fyrir pressu frá skjólstæðingum um að fá uppáskrifuð lyfin.“ Hún segir það hafa verið erfitt að marka ákveðnar vinnureglur um lyfin. Til að byrja með hafi verið mikil ásókn í Ozempic sem var ekki með ábendingu til að stuðla að þyngdarstjórnun í sérlyfjaskrá. „Og þegar það er þá er mjög erfitt að gefa út einhverjar verklagsleiðbeiningar þegar það er í rauninni verið að nota lyfin í svona “off label“ notkun, þegar það er ekki bein ábending fyrir því.“ Svo hafi Wegovy komið á markað sem hefur offitu sem ábendingu og segir Margrét að sjúkratryggingar hafi sett fram ákveðnar leiðbeiningar um hóp þeirra sem fær lyfin niðurgreidd en sá hópur hafi verið afar þröngur. Ef fara ætti eftir þeim leiðbeiningum færi nánast enginn á lyfin. „Í rauninni þannig að við myndum nánast aldrei koma fólki inn á lyfin, það er nánast vonlaust. Þú þarft að vera með lífsógnandi sjúkdóm eða í gríðarlegri offitu. Og þá erum við komin með hóp sem er að borga meira fyrir lyfin (því hópurinn fær þau ekki niðurgreidd) og þá krafan ríkari því skjólstæðingar segja oft: En ég er tilbúinn að borga meira fyrir að fá lyfin, af hverju getur þú ekki bara skrifað upp á það? Sem setur mann í erfiða samningsstöðu að vissu leyti.“ Skynsamlegt að setja vinnureglur Hún segist sammála þeim læknum sem fram komu í þættinum og segja að skynsamlegt væri að setja vinnureglur um hvenær ráðlagt sé að skrifa lyfin út og hvenær ekki. „Ég held að þessi lyf hafi komið inn með mikilli sprengju eins og gerist oft á Íslandi. Við erum svona hægt og bítandi að færast í átt að sameiginlegu verklagi um hvernig við nálgumst þessa hluti, vera harðari á því hverjum við skrifum lyfin út fyrir og hvenær ekki.“ „Ekki alveg svo þægilegt“ „Við erum líka alltaf að fá meiri og meiri upplýsingar um áhrif langtímanotkunar á lyfinu og það setur aðeins annan fókus á samtalið sem við eigum við skjólstæðinga. Því rauninni sýna rannsóknir að ávinningurinn er ekkert mikill nema þú sért á lyfinu til mjög langs tíma. Og oft þegar við erum í samtölum við þessa krefjandi skjólstæðinga þá eru þeir kannski ekkert að hugsa sér að vera á þessu til lengri tíma, þeir vilja bara taka megrunarkúrinn til að ná tíu kílóum af og svo ætla þeir bara að hætta á lyfinu, en það er kannski ekki alveg svo þægilega sem þetta virkar.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02