Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 13:33 Erling Haaland verður fyrirliði norska landsliðsins í komandi landsleikjum. Getty/Annelie Cracchiolo Markahrókurinn Erling Haaland hefur lýst yfir óánægju sinni með það að einhver úr herbúðum norska landsliðsins í fótbolta hafi lekið skilaboðum í blaðamenn, og að þau hafi verið birt í bók. Bókin „Slagurinn um landsliðið“ kom út í haust en hún er skrifuð af Magnus Braaten, blaðamanni TV 2, og Arilas Berg Ould-Saada, fyrrverandi blaðamanni TV 2 og nú umboðsmanni. Í bókinni birtist fjöldi skilaboða úr hópsamtali norska landsliðsins á WhatsApp, en bókin fjallar um átta dramatíska daga í nóvember 2020 þegar kórórnuveiran herjaði á leikmenn liðsins. Ekki er ljóst hver lak skilaboðunum í blaðamennina en ljóst er að málið angrar Haaland og fleiri: „Það er auðvitað ekki gott að einhver – við vitum ekki hver – skuli gera svona lagað. Það er augljóslega ekki gott heldur að blaðamaður, og annar sem er núna umboðsmaður, nýti þetta svo til að skrifa bók,“ sagði Haaland á blaðamannafundi í dag. Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, rétt eins og Íslendingar, en þeir mæta Slóveníu á heimavelli á morgun og svo Austurríki á útivelli þremur dögum síðar. Í fjarveru Martin Ödegaard verður Haaland fyrirliði í þessum leikjum. Ekki sáttur ef hans fyrirtæki hefði ráðið höfundinn Haaland hnýtti sérstaklega í fyrrnefndan bókarhöfund Ould-Saada, sem hóf störf 1. október hjá umboðsskrifstofunni Keypass, sem er til að mynda með landsliðsmennina Alexander Sörloth og Sander Berge á sínum snærum. „Þetta verður bara að vera svona. En hefði mitt umboðsmannateymi ráðið hann þá hefði ég ekki verið ánægður með það,“ sagði Haaland og virtist ekki hrifinn af því að liðsfélagar sínir í norska landsliðinu væru tengdir Ould-Saada. „Ég vinn ekki með honum eða hans umboðsskrifstofu. En hefði Rafaela [Pimenta, umboðsmaður Haalands] sent mér skilaboð um að það væri búið að ráða hann [Ould-Saada] þá hefði ég klórað mér svolítið í kollinum og verið ringlaður,“ sagði Haaland. Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Bókin „Slagurinn um landsliðið“ kom út í haust en hún er skrifuð af Magnus Braaten, blaðamanni TV 2, og Arilas Berg Ould-Saada, fyrrverandi blaðamanni TV 2 og nú umboðsmanni. Í bókinni birtist fjöldi skilaboða úr hópsamtali norska landsliðsins á WhatsApp, en bókin fjallar um átta dramatíska daga í nóvember 2020 þegar kórórnuveiran herjaði á leikmenn liðsins. Ekki er ljóst hver lak skilaboðunum í blaðamennina en ljóst er að málið angrar Haaland og fleiri: „Það er auðvitað ekki gott að einhver – við vitum ekki hver – skuli gera svona lagað. Það er augljóslega ekki gott heldur að blaðamaður, og annar sem er núna umboðsmaður, nýti þetta svo til að skrifa bók,“ sagði Haaland á blaðamannafundi í dag. Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, rétt eins og Íslendingar, en þeir mæta Slóveníu á heimavelli á morgun og svo Austurríki á útivelli þremur dögum síðar. Í fjarveru Martin Ödegaard verður Haaland fyrirliði í þessum leikjum. Ekki sáttur ef hans fyrirtæki hefði ráðið höfundinn Haaland hnýtti sérstaklega í fyrrnefndan bókarhöfund Ould-Saada, sem hóf störf 1. október hjá umboðsskrifstofunni Keypass, sem er til að mynda með landsliðsmennina Alexander Sörloth og Sander Berge á sínum snærum. „Þetta verður bara að vera svona. En hefði mitt umboðsmannateymi ráðið hann þá hefði ég ekki verið ánægður með það,“ sagði Haaland og virtist ekki hrifinn af því að liðsfélagar sínir í norska landsliðinu væru tengdir Ould-Saada. „Ég vinn ekki með honum eða hans umboðsskrifstofu. En hefði Rafaela [Pimenta, umboðsmaður Haalands] sent mér skilaboð um að það væri búið að ráða hann [Ould-Saada] þá hefði ég klórað mér svolítið í kollinum og verið ringlaður,“ sagði Haaland.
Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira