Er ekki bara best? Reynir Böðvarsson skrifar 8. október 2024 08:02 Kapítalisminn hefur þróast í átt að kerfi sem veldur gífurlegum ójöfnuði, ósjálfbærum vexti og félagslegu óréttlæti. Græðgin sem fylgir nútíma kapítalisma, þar sem áherslan er á hámarksgróða fyrir stórfyrirtæki og fjárfesta, hefur leitt til aukins bils milli hinna ríku og fátæku. Þó að kapítalismi hafi skilað efnahagslegum árangri fyrir suma, hefur kerfið einnig skapað djúpstæðan ójöfnuð í tekjum og lífsgæðum, bæði innan landa og á milli þeirra. Ríku löndin njóta margra auðæfa og ávinnings af hnattvæðingu, á meðan þróunarlönd sitja eftir með skertar auðlindir og vinnuafl sem er notað til að halda uppi lágu verði. Þegar stórfyrirtæki fá stöðugt meiri vald yfir stjórnmálum, hefur lýðræðið veikst og almannahagsmunir víkja fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þetta sést vel í áformum sem snúa að loftslagsbreytingum, þar sem nauðsynlegum aðgerðum er í raun hafnað og í staðin farið út í gerviátök í formi einhverskonar viðskiptamódels þar sem arður fer til fjármagnseigenda en kostnaður fellur á almenning. Er þetta bara allt vonlaust eða er hægt að gera umbætur á okkar þjóðfélögum til þess að snúa af þessari ömurlegu vegferð. Það er augljóst að það þarf að styrkja lýðræðið á einhvern hátt og tryggja að stjórnmálastofnanir starfi í þágu almennings frekar en stórfyrirtækja. Þetta krefst strangari reglna um fjármögnun stjórnmála og kosninga, auk aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku, aukið beint lýðræði er ein af mörgum leiðum í þessa átt. En það er margt annað sem þarf að koma til, skattakerfið eins og það er útformað í flestum löndum í dag ýtir enn frekar á þessa neikvæðu þróun. Hærri skattar á stóreignafólk og alþjóðleg fyrirtæki er nauðsynlegt til þess að dreifa auðnum jafnar. Það þarf að loka skattaskjólum og beita skattlagningu á fjármagnstekjur og fyrirtækjagróða til að fjármagna opinbera þjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum. Ef núverandi þróun varðandi ofnýtingu náttúruauðlinda heldur áfram þá horfir ekki vel fyrir komandi kynslóðir, nauðsynlegur kostnaður flyst yfir á þær og þeim mun seinna sem gripið er til aðgerða þeim mun minni möguleiki er á að þjóðfélagið og þess stofnanir ráði við að fara í þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Það þarf nú þegar að draga úr mengun og leggja áherslu á hringrásarhagkerfi, þar sem endurnýjanleiki er í fyrirrúmi, og skapa störf sem þjóna samfélagslegum hagsmunum. Til þess að fá samfélagslega sátt um þessar róttæku breytingar sem eru nauðsynlegar þá þarf að styrkja réttindi verkafólks, tryggja sanngjörn laun og bætt vinnuskilyrði, þá þarf að skapa jafnvægi á milli gróða fyrirtækja og hagsmuna almennings. Alþjóðlegar reglur og samningar sem tryggja lágmarkslaun og vinnuvernd gætu spornað gegn misnotkun fyrirtækja í fátækari löndum. Öflug velferðarkerfi geta veitt fólki fjárhagslegt öryggi, tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun og dregið úr ójöfnuði. Að auki hefur hugmyndin um grunnframfærslu (universal basic income) verið rædd sem möguleg lausn til að tryggja að allir hafi lágmarksafkomu og möguleika á að lifa með reisn. Það er ekki eftir neinu að bíða, á Íslandi þarf að koma í veg fyrir að nýfrjálshyggjuflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafi ítök í næstu ríkisstjórn og auðvitað verður að halda íhaldsflokkum eins og Miðflokknum og Flokki fólksins frá áhrifum. Framsóknarflokkinn geta allir notað sem uppfyllingu, þeir hafa enga stefnu aðra en að fá að sitja í ríkisstjórn. Eitt er þó alveg víst að það þarf Sósíalistaflokkinn inn á þing til þess að halda öðrum félagshyggjuflokkum frá freistingum nýfrjálshyggjunnar. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kapítalisminn hefur þróast í átt að kerfi sem veldur gífurlegum ójöfnuði, ósjálfbærum vexti og félagslegu óréttlæti. Græðgin sem fylgir nútíma kapítalisma, þar sem áherslan er á hámarksgróða fyrir stórfyrirtæki og fjárfesta, hefur leitt til aukins bils milli hinna ríku og fátæku. Þó að kapítalismi hafi skilað efnahagslegum árangri fyrir suma, hefur kerfið einnig skapað djúpstæðan ójöfnuð í tekjum og lífsgæðum, bæði innan landa og á milli þeirra. Ríku löndin njóta margra auðæfa og ávinnings af hnattvæðingu, á meðan þróunarlönd sitja eftir með skertar auðlindir og vinnuafl sem er notað til að halda uppi lágu verði. Þegar stórfyrirtæki fá stöðugt meiri vald yfir stjórnmálum, hefur lýðræðið veikst og almannahagsmunir víkja fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þetta sést vel í áformum sem snúa að loftslagsbreytingum, þar sem nauðsynlegum aðgerðum er í raun hafnað og í staðin farið út í gerviátök í formi einhverskonar viðskiptamódels þar sem arður fer til fjármagnseigenda en kostnaður fellur á almenning. Er þetta bara allt vonlaust eða er hægt að gera umbætur á okkar þjóðfélögum til þess að snúa af þessari ömurlegu vegferð. Það er augljóst að það þarf að styrkja lýðræðið á einhvern hátt og tryggja að stjórnmálastofnanir starfi í þágu almennings frekar en stórfyrirtækja. Þetta krefst strangari reglna um fjármögnun stjórnmála og kosninga, auk aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku, aukið beint lýðræði er ein af mörgum leiðum í þessa átt. En það er margt annað sem þarf að koma til, skattakerfið eins og það er útformað í flestum löndum í dag ýtir enn frekar á þessa neikvæðu þróun. Hærri skattar á stóreignafólk og alþjóðleg fyrirtæki er nauðsynlegt til þess að dreifa auðnum jafnar. Það þarf að loka skattaskjólum og beita skattlagningu á fjármagnstekjur og fyrirtækjagróða til að fjármagna opinbera þjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum. Ef núverandi þróun varðandi ofnýtingu náttúruauðlinda heldur áfram þá horfir ekki vel fyrir komandi kynslóðir, nauðsynlegur kostnaður flyst yfir á þær og þeim mun seinna sem gripið er til aðgerða þeim mun minni möguleiki er á að þjóðfélagið og þess stofnanir ráði við að fara í þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Það þarf nú þegar að draga úr mengun og leggja áherslu á hringrásarhagkerfi, þar sem endurnýjanleiki er í fyrirrúmi, og skapa störf sem þjóna samfélagslegum hagsmunum. Til þess að fá samfélagslega sátt um þessar róttæku breytingar sem eru nauðsynlegar þá þarf að styrkja réttindi verkafólks, tryggja sanngjörn laun og bætt vinnuskilyrði, þá þarf að skapa jafnvægi á milli gróða fyrirtækja og hagsmuna almennings. Alþjóðlegar reglur og samningar sem tryggja lágmarkslaun og vinnuvernd gætu spornað gegn misnotkun fyrirtækja í fátækari löndum. Öflug velferðarkerfi geta veitt fólki fjárhagslegt öryggi, tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun og dregið úr ójöfnuði. Að auki hefur hugmyndin um grunnframfærslu (universal basic income) verið rædd sem möguleg lausn til að tryggja að allir hafi lágmarksafkomu og möguleika á að lifa með reisn. Það er ekki eftir neinu að bíða, á Íslandi þarf að koma í veg fyrir að nýfrjálshyggjuflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafi ítök í næstu ríkisstjórn og auðvitað verður að halda íhaldsflokkum eins og Miðflokknum og Flokki fólksins frá áhrifum. Framsóknarflokkinn geta allir notað sem uppfyllingu, þeir hafa enga stefnu aðra en að fá að sitja í ríkisstjórn. Eitt er þó alveg víst að það þarf Sósíalistaflokkinn inn á þing til þess að halda öðrum félagshyggjuflokkum frá freistingum nýfrjálshyggjunnar. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar