Flugvöllur í Hvassahrauni eða Árborg? Bragi Bjarnason skrifar 7. október 2024 15:31 Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Horft hefur verið til Hvassahrauns en einnig svæða á Suður- og Vesturlandi. Í ljós eldsumbrota og óvissu á hluta Reykjaness er umræðan um varaflugvöll jafnframt orðin meiri og ekki óeðlilegt að velta upp mögulegum staðsetningum. Flugvallarstæði í Árborg Þegar breski herinn kom hingað fyrst til landsins á stríðsárunum byggði hann upp flugvöll í Kaldaðarnesi við bakka Ölfusár, milli Selfoss og Eyrarbakka. Það er engin tilviljun að þessi staðsetning varð fyrir valinu, en eftir flóð í ánni 6. mars 1943 fluttu þeir starfsemina að mestu til Keflavíkur, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er enn í dag. Staðsetning á nýjum flugvelli í Árborg hefur oft komist inn í umræðuna og á árunum 2019-2021 fór fram skoðun á því hvort svæði í svokallaðri “Stokkseyrarmýri” gæti verið hentugt undir einnar brautar flugvöll líkt og þekkist víða erlendis. Sú takmarkaða skoðun gaf jákvæð fyrirheit hvað veður, jarðlög og hljóðvist varðar. Þó ætti eftir að gera margar rannsóknir áður en svæðið yrði samþykkt undir flugvöll. Slíkt ferli tekur nokkur ár og því mætti segja að orð séu til alls fyrst ef hefja á slíka vegferð í alvöru. Ábyrgðarhluti að kanna málið Í raun má segja að það sé óábyrgt að fá ekki úr því skorið hvort þetta svæði í Árborg sé raunhæfur valkostur og þá betri eða öruggari en Hvassahraunið. Sveitarfélagið Árborg á um 710 hektara á umræddu svæði norðan við Stokkseyri, sjá gulmerkt á mynd, sem telst víst rúmlega nóg undir slíka starfsemi. Þótt niðurstaðan yrði jákvæð úr rannsóknum og samfélagið sátt við slíka uppbyggingu þá er engan veginn í höfn að yfirvöld eða einkaaðilar sjái hag í því að byggja slíkt mannvirki upp í framhaldinu. Kostirnir gætu þó verið ótvíræðir þegar horft er til möguleikanna í nærumhverfinu og á Suðurlandi. Mynd 1 sýnir það land sem Sveitarfélagið Árborg á í svokallaðri “Stokkseyrarmýri”. Sterkt svæði til að taka við flugvelli Ætla má að erlendum ferðamönnum fjölgi áfram og víða eru tækifæri til frekari uppbyggingu ferðaþjónustu. Því er brýnt að tryggja að sama skapi milliandaflug til og frá Íslandi. Við fyrstu hugsun finnst undirrituðum að þessi staðsetning á Suðurlandi geti verið gríðarlegt tækifæri fyrir land og þjóð. Sterkir innviðir eru stutt frá, öflugir þjónustukjarnar, atvinnusvæði sem býður upp á rými til uppbyggingar og hugmyndir um auknar samgöngur í gegnum Ölfus og við Selfoss falla vel að staðsetningunni. Slík breyting má þó aldrei hafa neikvæð áhrif á aðra innviðauppbyggingu á svæðinu líkt og nýja Selfossbrú yfir Ölfusá. Vert er að benda á að vinna við rannsóknir, umhverfismat og fleira í upphafsferlinu þarf ekki að vera á vegum hins opinbera heldur í höndum áhugasamra aðila sem sjá tækifæri í aukinni samgöngubót bæði innanlands sem og til og frá Íslandi. Flugvöllur í Árborg ætti því að vera áfram í umræðunni, og jafnvel framar en aðrir þeir kostir sem ræddir hafa verið til þessa. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Fréttir af flugi Árborg Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Horft hefur verið til Hvassahrauns en einnig svæða á Suður- og Vesturlandi. Í ljós eldsumbrota og óvissu á hluta Reykjaness er umræðan um varaflugvöll jafnframt orðin meiri og ekki óeðlilegt að velta upp mögulegum staðsetningum. Flugvallarstæði í Árborg Þegar breski herinn kom hingað fyrst til landsins á stríðsárunum byggði hann upp flugvöll í Kaldaðarnesi við bakka Ölfusár, milli Selfoss og Eyrarbakka. Það er engin tilviljun að þessi staðsetning varð fyrir valinu, en eftir flóð í ánni 6. mars 1943 fluttu þeir starfsemina að mestu til Keflavíkur, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er enn í dag. Staðsetning á nýjum flugvelli í Árborg hefur oft komist inn í umræðuna og á árunum 2019-2021 fór fram skoðun á því hvort svæði í svokallaðri “Stokkseyrarmýri” gæti verið hentugt undir einnar brautar flugvöll líkt og þekkist víða erlendis. Sú takmarkaða skoðun gaf jákvæð fyrirheit hvað veður, jarðlög og hljóðvist varðar. Þó ætti eftir að gera margar rannsóknir áður en svæðið yrði samþykkt undir flugvöll. Slíkt ferli tekur nokkur ár og því mætti segja að orð séu til alls fyrst ef hefja á slíka vegferð í alvöru. Ábyrgðarhluti að kanna málið Í raun má segja að það sé óábyrgt að fá ekki úr því skorið hvort þetta svæði í Árborg sé raunhæfur valkostur og þá betri eða öruggari en Hvassahraunið. Sveitarfélagið Árborg á um 710 hektara á umræddu svæði norðan við Stokkseyri, sjá gulmerkt á mynd, sem telst víst rúmlega nóg undir slíka starfsemi. Þótt niðurstaðan yrði jákvæð úr rannsóknum og samfélagið sátt við slíka uppbyggingu þá er engan veginn í höfn að yfirvöld eða einkaaðilar sjái hag í því að byggja slíkt mannvirki upp í framhaldinu. Kostirnir gætu þó verið ótvíræðir þegar horft er til möguleikanna í nærumhverfinu og á Suðurlandi. Mynd 1 sýnir það land sem Sveitarfélagið Árborg á í svokallaðri “Stokkseyrarmýri”. Sterkt svæði til að taka við flugvelli Ætla má að erlendum ferðamönnum fjölgi áfram og víða eru tækifæri til frekari uppbyggingu ferðaþjónustu. Því er brýnt að tryggja að sama skapi milliandaflug til og frá Íslandi. Við fyrstu hugsun finnst undirrituðum að þessi staðsetning á Suðurlandi geti verið gríðarlegt tækifæri fyrir land og þjóð. Sterkir innviðir eru stutt frá, öflugir þjónustukjarnar, atvinnusvæði sem býður upp á rými til uppbyggingar og hugmyndir um auknar samgöngur í gegnum Ölfus og við Selfoss falla vel að staðsetningunni. Slík breyting má þó aldrei hafa neikvæð áhrif á aðra innviðauppbyggingu á svæðinu líkt og nýja Selfossbrú yfir Ölfusá. Vert er að benda á að vinna við rannsóknir, umhverfismat og fleira í upphafsferlinu þarf ekki að vera á vegum hins opinbera heldur í höndum áhugasamra aðila sem sjá tækifæri í aukinni samgöngubót bæði innanlands sem og til og frá Íslandi. Flugvöllur í Árborg ætti því að vera áfram í umræðunni, og jafnvel framar en aðrir þeir kostir sem ræddir hafa verið til þessa. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar