Tekst Samfylkingunni að virkja lýðræðið - Tekst henni að færa kjósendum aukið vald Birgir Dýrfjörð skrifar 6. október 2024 19:10 Sá viðsnúningur hefur nú orðið hjá Samfylkingunni, að í skoðanakönnun sögðust 30% kjósenda ætla að kjósa Samfylkinguna. Í ræðu Kristrúnar Frostadóttur á fundi flokksstjórnar á Laugabakka sagði hún flokkinn hafa skyldur við það fólk. Hún sagði: „Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Höldum áfram, sameinuð, fyrir fólkið í landinu!“ Tillaga um aukið lýðræði í Samfylkingunni Formaður, varaformaður og fleiri stjórnarmenn lögðu síðan fram tillögu og greinargerð á fundinum á Laugabakka. Þar segir orðrétt: „lagt er til að heimila opið prófkjör, þar sem allir íbúar í viðkomandi kjördæmi, sem munu geta kosið í þeim kosningum sem framboðslisti er ætlaður, geti greitt atkvæði.“ Þessi tillaga sýnir víðsýni og kjark stjórnar Samfylkingarinnar. Hún er afturhvarf til þess tíma þegar samfylkingin virkjaði lýðræðið og fékk 20 þingmenn. Hún náði þó ekki fram að ganga á fundinum. Helstu rökin gegn henni er ótti um, að með samþykkt hennar geti andstæðingar flokksins unnið skemmdarverk. Þeir geti ráðið of miklu um frambjóðendur hans. Talsmenn þessa sjónarmiðs töldu því rangt að styðja tillögu Kristrúnar og stjórnar fokksins, þeir töldu hana of hættulega. 100% hættulaust prófkjör Til að eyða skiljanlegum ótta þessara flokksmanna er til einföld og örugg aðferð. Hún er sú, að kjördæmaráð eða fulltrúaráð megi skipa uppstillingarnefnd fyrir sitt kjördæmi. Sú nefnd á að tilnefna flokksfólk á framboðslista, þó aldrei færri en þingmannatölu viðkomandi kjördæmis. Nefndin á einnig að upplýsa, að kjósa þurfi tiltekinn lágmarksfjölda frambjóðenda. Um þann lista uppstillingarnefndar yrði svo opið kjósendaval (prófkjör). Þó allur sjálfstæðisflokkurinn og fleiri kæmu í það prófkjör, þá gæti það fólk ekkert annað gert en raða á framboðslista því fólki, sem uppstillingarnefndir kjördæmaráða hafa valið sem vel hæfa frambjóðendur. Þar með þarf enginn að óttast utanaðkomandi skemmdarverk. Það er styrkur stjórnmálaflokka, að sýna í verki að þeir þori að treysta fólki. Besta aðferðin til að öðlast þann styrk er, að flokkar opni faðminn og sýni í verki, - að þeir treysti kjósendum, - að þeir þori að veita þeim aðild að þeirri ákvörðun, að raða fólki á framboðslista - að þeir þori að veita fólki vald til að hafa áhrif í flokknum sem það ætlar að kjósa. Nái tillaga formanns Samfylkingarinnar og stjórnar hennar um opið prófkjör fram að ganga, þá væri komin svipuð staða og var þegar Samfylkingin fékk 20 þingmenn. Í prédikaranum segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir sólinni hefur sinn tíma,“ „Að rífa niður hefur sinn tíma , að byggja upp hefur sinn tíma.“ Nú er tími til að byggja upp. Ekki að rífa niður. Nú er tími jafnaðarflokka að safna fólki í öflugar umbótahreyfingar undir merkjum lýðræðis og jafnaðarstefnu. „Fólkið horfir til okkar við megum ekki bregðast því núna.“ Sagði formaður Samfylkingarinnar. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sá viðsnúningur hefur nú orðið hjá Samfylkingunni, að í skoðanakönnun sögðust 30% kjósenda ætla að kjósa Samfylkinguna. Í ræðu Kristrúnar Frostadóttur á fundi flokksstjórnar á Laugabakka sagði hún flokkinn hafa skyldur við það fólk. Hún sagði: „Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Höldum áfram, sameinuð, fyrir fólkið í landinu!“ Tillaga um aukið lýðræði í Samfylkingunni Formaður, varaformaður og fleiri stjórnarmenn lögðu síðan fram tillögu og greinargerð á fundinum á Laugabakka. Þar segir orðrétt: „lagt er til að heimila opið prófkjör, þar sem allir íbúar í viðkomandi kjördæmi, sem munu geta kosið í þeim kosningum sem framboðslisti er ætlaður, geti greitt atkvæði.“ Þessi tillaga sýnir víðsýni og kjark stjórnar Samfylkingarinnar. Hún er afturhvarf til þess tíma þegar samfylkingin virkjaði lýðræðið og fékk 20 þingmenn. Hún náði þó ekki fram að ganga á fundinum. Helstu rökin gegn henni er ótti um, að með samþykkt hennar geti andstæðingar flokksins unnið skemmdarverk. Þeir geti ráðið of miklu um frambjóðendur hans. Talsmenn þessa sjónarmiðs töldu því rangt að styðja tillögu Kristrúnar og stjórnar fokksins, þeir töldu hana of hættulega. 100% hættulaust prófkjör Til að eyða skiljanlegum ótta þessara flokksmanna er til einföld og örugg aðferð. Hún er sú, að kjördæmaráð eða fulltrúaráð megi skipa uppstillingarnefnd fyrir sitt kjördæmi. Sú nefnd á að tilnefna flokksfólk á framboðslista, þó aldrei færri en þingmannatölu viðkomandi kjördæmis. Nefndin á einnig að upplýsa, að kjósa þurfi tiltekinn lágmarksfjölda frambjóðenda. Um þann lista uppstillingarnefndar yrði svo opið kjósendaval (prófkjör). Þó allur sjálfstæðisflokkurinn og fleiri kæmu í það prófkjör, þá gæti það fólk ekkert annað gert en raða á framboðslista því fólki, sem uppstillingarnefndir kjördæmaráða hafa valið sem vel hæfa frambjóðendur. Þar með þarf enginn að óttast utanaðkomandi skemmdarverk. Það er styrkur stjórnmálaflokka, að sýna í verki að þeir þori að treysta fólki. Besta aðferðin til að öðlast þann styrk er, að flokkar opni faðminn og sýni í verki, - að þeir treysti kjósendum, - að þeir þori að veita þeim aðild að þeirri ákvörðun, að raða fólki á framboðslista - að þeir þori að veita fólki vald til að hafa áhrif í flokknum sem það ætlar að kjósa. Nái tillaga formanns Samfylkingarinnar og stjórnar hennar um opið prófkjör fram að ganga, þá væri komin svipuð staða og var þegar Samfylkingin fékk 20 þingmenn. Í prédikaranum segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir sólinni hefur sinn tíma,“ „Að rífa niður hefur sinn tíma , að byggja upp hefur sinn tíma.“ Nú er tími til að byggja upp. Ekki að rífa niður. Nú er tími jafnaðarflokka að safna fólki í öflugar umbótahreyfingar undir merkjum lýðræðis og jafnaðarstefnu. „Fólkið horfir til okkar við megum ekki bregðast því núna.“ Sagði formaður Samfylkingarinnar. Höfundur er jafnaðarmaður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun