Holan alls ekki eina slysagildran Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. október 2024 07:05 Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er hugsi eftir atburði föstudagsins. Vísir Íbúi við lóð þar sem tveggja ára drengur féll ofan í holu í Urriðaholti á föstudag segir margt mjög ábótavant í frágangi hjá byggingarverktakanum sem reisti húsið. Hún furðar sig á að ekki hafi verið gerð úttekt á lóðinni til að koma í veg fyrir slys. Tveggja ára drengur var á leið heim úr leikskóla ásamt ömmu sinni þegar hann féll tvo metra ofan í holu. Slökkvilið var kallað til til að toga drenginn upp úr holunni. „Hann er að labba niður brekku og stígur á þetta málmlok sem ,flippast' og hann dettur ofan í brunninn,“ sagði Björgvin Gunnar Björgvinsson faðir drengsins í samtali við fréttastofu daginn eftir atvikið. Drengnum varð ekki meint af en Björgvin benti á hve hættulegt sé að lokið hafi legið svo laust á holunni. Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er á sama máli. Hún býr í húsinu á lóðinni þar sem holan er staðsett. Sjálf á hún sjö ára dóttur sem leikur sér mikið með vinkonum sínum úti í garðinum. „Maðurinn minn stoppaði þær síðast í síðustu viku þegar þær voru að fikta í þessu,“ segir Vera Rut í samtali við fréttastofu. Hún segir holuna ekki einu slysagildruna við húsið og segir ÞG verk, verktakann sem sá um byggingu hússins, ekki hafa staðið nógu vel að frágangi. „Það er talað um að ÞG sé svo góður verktaki og það sé frábært að kaupa af þeim en það er klárlega ekki okkar reynsla,“ segir Vera. Hún bendir á að við húsið sé reyklosunargat með steinumgjörð sem nái yfir á gangstéttina. Íbúi í húsinu hafi í fyrra dottið um umgjörðina og brotið í sér tönn. Vera segir nágranna sinn hafa dottið um þessa steinumgjörð fyrir framan húsið í fyrra og brotið í sér tönn.Vísir „Við töluðum við ÞG þegar það gerðist og þá var ekkert gert. Þannig að ég efast um að það verði eitthvað gert núna,“ segir Vera. Hún bendir á að stór hluti íbúa Urriðaholts sé fjölskyldufólk og að fyrir tveimur árum hafi sjötíu prósent íbúa verið undir fertugu. „Við höfum velt fyrir okkur, hvað annað er ekki öruggt?“ segir Vera og segir óþægilegt að hugsa til þess hve mörg börn leika sér í garðinum í kring um holuna. „Hvað ef stelpan mín hefði verið ein úti að leika og dottið ofan í?“ segir Vera. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að lokið fyrir gatinu væri það þykkt að hróp og köll heyrðust ekki upp úr holunni meðan lokið var fyrir. Vera veltir því fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið gerð úttekt á svæðinu til að koma í veg fyrir slysagildrur sem þessar. „Af hverju fer svona ekki í úttekt? Af hverju kemst þetta í gegn um byggingarfulltrúa?“ segir Vera. „Af hverju eru svona dæmi að komast í gegn þegar það eru einhverjar áberandi hættur á fjölbýlishúsalóð?“ Byggingariðnaður Slysavarnir Garðabær Tengdar fréttir „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Tveggja ára drengur var á leið heim úr leikskóla ásamt ömmu sinni þegar hann féll tvo metra ofan í holu. Slökkvilið var kallað til til að toga drenginn upp úr holunni. „Hann er að labba niður brekku og stígur á þetta málmlok sem ,flippast' og hann dettur ofan í brunninn,“ sagði Björgvin Gunnar Björgvinsson faðir drengsins í samtali við fréttastofu daginn eftir atvikið. Drengnum varð ekki meint af en Björgvin benti á hve hættulegt sé að lokið hafi legið svo laust á holunni. Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er á sama máli. Hún býr í húsinu á lóðinni þar sem holan er staðsett. Sjálf á hún sjö ára dóttur sem leikur sér mikið með vinkonum sínum úti í garðinum. „Maðurinn minn stoppaði þær síðast í síðustu viku þegar þær voru að fikta í þessu,“ segir Vera Rut í samtali við fréttastofu. Hún segir holuna ekki einu slysagildruna við húsið og segir ÞG verk, verktakann sem sá um byggingu hússins, ekki hafa staðið nógu vel að frágangi. „Það er talað um að ÞG sé svo góður verktaki og það sé frábært að kaupa af þeim en það er klárlega ekki okkar reynsla,“ segir Vera. Hún bendir á að við húsið sé reyklosunargat með steinumgjörð sem nái yfir á gangstéttina. Íbúi í húsinu hafi í fyrra dottið um umgjörðina og brotið í sér tönn. Vera segir nágranna sinn hafa dottið um þessa steinumgjörð fyrir framan húsið í fyrra og brotið í sér tönn.Vísir „Við töluðum við ÞG þegar það gerðist og þá var ekkert gert. Þannig að ég efast um að það verði eitthvað gert núna,“ segir Vera. Hún bendir á að stór hluti íbúa Urriðaholts sé fjölskyldufólk og að fyrir tveimur árum hafi sjötíu prósent íbúa verið undir fertugu. „Við höfum velt fyrir okkur, hvað annað er ekki öruggt?“ segir Vera og segir óþægilegt að hugsa til þess hve mörg börn leika sér í garðinum í kring um holuna. „Hvað ef stelpan mín hefði verið ein úti að leika og dottið ofan í?“ segir Vera. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að lokið fyrir gatinu væri það þykkt að hróp og köll heyrðust ekki upp úr holunni meðan lokið var fyrir. Vera veltir því fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið gerð úttekt á svæðinu til að koma í veg fyrir slysagildrur sem þessar. „Af hverju fer svona ekki í úttekt? Af hverju kemst þetta í gegn um byggingarfulltrúa?“ segir Vera. „Af hverju eru svona dæmi að komast í gegn þegar það eru einhverjar áberandi hættur á fjölbýlishúsalóð?“
Byggingariðnaður Slysavarnir Garðabær Tengdar fréttir „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55