Framtíðarkvíði er ekki gott veganesti Sigurður Páll Jónsson skrifar 4. október 2024 16:03 Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Þegar ég man fyrst eftir mér eftir 1960 var kalda stríðið og kjarnorku ógnin í hverjum fréttatíma auk átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er rúmum 15 árum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ef maður heyrði í flugvél var fyrsta hugsun: Rússarnir örugglega komnir með kjarnorkusprengju til að bomba á okkur og þá var hlaupið heim og skriðið undir rúm. Veturnir voru svo kaldir með hafís landfastan fyrir vestan og norðan að á sumrin fór varla frost úr jörðu. Ég heyrði ömmu og afa minnast góðviðris ára með hlýjum sumrum á árunum um 1930. Það undur sem náttúruöflin bjóða uppá gerir mann smáan. Umgengni okkar við náttúruna er alls ekki í lagi á alltof mörgum sviðum. En ef maður spyr spurninga um þau áform sem ráðast á í til varnar náttúrunni og loftslaginu, er spurt á móti: ertu afneitunnarsinni? Í dag á tímum tækni og vísinda sem eru á miklum hraða auk upplýsinga þvert yfir hnöttinn á hraða ljóssins fer trúin á mátt æðri okkur mannfólkinu þverrandi. Ég hef spurt ungt fólk: Hvernig tekstu á við kvíðann? Oftar en ekki er svarið: Ég hætti að hlusta á fréttir. Hvernig getum við hvatt börnin okkar til dáða og fengið þau til að finna sig tilbúin til að hlakka til framtíðarinnar? Að hafa þak yfir höfuðið er okkur öllum nauðsynlegt og núna á tímum hárra vaxta og verðbólgu eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk kemst í sitt eigið húsnæði með kaupum eða leigu. Þegar ég keypti mér fyrst íbúð var verðbólgan 87%. Einhvern veginn komst maður í gegnum þann tíma frá mánuði til mánaðar. Foreldrar mínir sögðu við mig þá 24 ára gamlan: Nú þarft þú að axla þín skinn sjálfur og bera ábyrgð á þínum fjármálum. Ískalt en þau stóðu samt við bakið á mér. Af hverju er ég að bera saman þessa ólíku tíma, þá og nú. Jú á góðum stað segir: það er ekkert nýtt undi sólinni. Ungt fólk í dag er ekkert ólíkt okkur þegar við vorum ung. Það þarf hvatningu og líka að finna til ábyrgðar sem eykur sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Á dögunum var stofnuð ungliðahreyfing hjá Miðflokknum í suðvestur kjördæmi sem ber nafnið Freyfaxi. Þar er formaður Anton Sveinn McKee sundkappi ásamt öflugum einstaklingum. Í góðri grein sem Anton skrifaði á dögunum segir m.a: Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Þetta eru ágætis hvatningarorð til okkar allra. Varaþingmaður Miðflokksins í norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Þegar ég man fyrst eftir mér eftir 1960 var kalda stríðið og kjarnorku ógnin í hverjum fréttatíma auk átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er rúmum 15 árum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ef maður heyrði í flugvél var fyrsta hugsun: Rússarnir örugglega komnir með kjarnorkusprengju til að bomba á okkur og þá var hlaupið heim og skriðið undir rúm. Veturnir voru svo kaldir með hafís landfastan fyrir vestan og norðan að á sumrin fór varla frost úr jörðu. Ég heyrði ömmu og afa minnast góðviðris ára með hlýjum sumrum á árunum um 1930. Það undur sem náttúruöflin bjóða uppá gerir mann smáan. Umgengni okkar við náttúruna er alls ekki í lagi á alltof mörgum sviðum. En ef maður spyr spurninga um þau áform sem ráðast á í til varnar náttúrunni og loftslaginu, er spurt á móti: ertu afneitunnarsinni? Í dag á tímum tækni og vísinda sem eru á miklum hraða auk upplýsinga þvert yfir hnöttinn á hraða ljóssins fer trúin á mátt æðri okkur mannfólkinu þverrandi. Ég hef spurt ungt fólk: Hvernig tekstu á við kvíðann? Oftar en ekki er svarið: Ég hætti að hlusta á fréttir. Hvernig getum við hvatt börnin okkar til dáða og fengið þau til að finna sig tilbúin til að hlakka til framtíðarinnar? Að hafa þak yfir höfuðið er okkur öllum nauðsynlegt og núna á tímum hárra vaxta og verðbólgu eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk kemst í sitt eigið húsnæði með kaupum eða leigu. Þegar ég keypti mér fyrst íbúð var verðbólgan 87%. Einhvern veginn komst maður í gegnum þann tíma frá mánuði til mánaðar. Foreldrar mínir sögðu við mig þá 24 ára gamlan: Nú þarft þú að axla þín skinn sjálfur og bera ábyrgð á þínum fjármálum. Ískalt en þau stóðu samt við bakið á mér. Af hverju er ég að bera saman þessa ólíku tíma, þá og nú. Jú á góðum stað segir: það er ekkert nýtt undi sólinni. Ungt fólk í dag er ekkert ólíkt okkur þegar við vorum ung. Það þarf hvatningu og líka að finna til ábyrgðar sem eykur sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Á dögunum var stofnuð ungliðahreyfing hjá Miðflokknum í suðvestur kjördæmi sem ber nafnið Freyfaxi. Þar er formaður Anton Sveinn McKee sundkappi ásamt öflugum einstaklingum. Í góðri grein sem Anton skrifaði á dögunum segir m.a: Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Þetta eru ágætis hvatningarorð til okkar allra. Varaþingmaður Miðflokksins í norðvestur kjördæmi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun