„Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2024 13:45 Slot var hress á blaðamannafundi fyrir leik morgundagsins. Carl Recine/Getty Images Liverpool á fyrir höndum enn einn hádegisleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni er það sækir Crystal Palace heim á Selhurst Park á morgun. Jurgen Klopp kvartaði gjarnan undan því við fjölmiðla en eftirmaður hans í starfi nálgast það öðruvísi. Klopp var gjarn á að kvarta yfir því að eiga leik í hádegi á laugardegi sem gerðist reglulega þegar Liverpool hafði spilað Evrópuleik í miðri viku. TNT Sport (áður BT Sport) er rásin sem á réttinn á hádegisleikjum á Bretlandi og getur pantað þá leiki sem stöðin vill og virðist Liverpool oft hafa orðið fyrir valinu. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar segja til um að lið sem spiluðu útileik í Evrópukeppni megi ekki spila í hádegi á laugardegi og TNT því heimilt að velja Liverpool í hvert skipti sem félagið leikur á Anfield í miðri viku. „Almennt er það þannig í hollensku deildinni, þar sem ég var, að menn eru meðvitaðri um þetta og reyna að hjálpa liðunum meira en hér. En sanngirninnar vegna gagnvart enska knattspyrnusambandinu er leikjaálagið meira hér en þar,“ segir Slot um málið. „Ég held líka að þetta hafi með fjölmiðlana að gera. Það er ástæðan fyrir því að við spilum oft í hádeginu því sjónvarpsstöðvarnar geta valið sér lið og í níu af hverjum tíu skiptum velja menn Liverpool,“ bætir hann við. Útivellirnir málið fremur en tímasetningin Gengi Púllara hefur verið misjafnt í hádegisleikjunum en þá leiki spilar liðið gjarnan á útivelli. Slot segir það hafa meira að gera en tímasetninguna. „Við unnum aðeins 10 af 18 útileikjum á síðasta tímabili. Það er hægt að tala um að illa gangi þegar leikirnir eru í hádeginu eða að það sé erfitt að spila á útivelli. Ég held það hafi með það síðarnefnda að gera í þessari sterku deild,“ „Ef 12:30 væri erfiður tími til að sýna sitt rétta andlit, þá er ég mjög heimskur þjálfari vegna þess að við æfum klukkan 12 á hverjum degi! Ég sé ekki pælinguna á bakvið það að erfiðara sé að gera vel á þessum tíma,“ segir Slot. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Klopp var gjarn á að kvarta yfir því að eiga leik í hádegi á laugardegi sem gerðist reglulega þegar Liverpool hafði spilað Evrópuleik í miðri viku. TNT Sport (áður BT Sport) er rásin sem á réttinn á hádegisleikjum á Bretlandi og getur pantað þá leiki sem stöðin vill og virðist Liverpool oft hafa orðið fyrir valinu. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar segja til um að lið sem spiluðu útileik í Evrópukeppni megi ekki spila í hádegi á laugardegi og TNT því heimilt að velja Liverpool í hvert skipti sem félagið leikur á Anfield í miðri viku. „Almennt er það þannig í hollensku deildinni, þar sem ég var, að menn eru meðvitaðri um þetta og reyna að hjálpa liðunum meira en hér. En sanngirninnar vegna gagnvart enska knattspyrnusambandinu er leikjaálagið meira hér en þar,“ segir Slot um málið. „Ég held líka að þetta hafi með fjölmiðlana að gera. Það er ástæðan fyrir því að við spilum oft í hádeginu því sjónvarpsstöðvarnar geta valið sér lið og í níu af hverjum tíu skiptum velja menn Liverpool,“ bætir hann við. Útivellirnir málið fremur en tímasetningin Gengi Púllara hefur verið misjafnt í hádegisleikjunum en þá leiki spilar liðið gjarnan á útivelli. Slot segir það hafa meira að gera en tímasetninguna. „Við unnum aðeins 10 af 18 útileikjum á síðasta tímabili. Það er hægt að tala um að illa gangi þegar leikirnir eru í hádeginu eða að það sé erfitt að spila á útivelli. Ég held það hafi með það síðarnefnda að gera í þessari sterku deild,“ „Ef 12:30 væri erfiður tími til að sýna sitt rétta andlit, þá er ég mjög heimskur þjálfari vegna þess að við æfum klukkan 12 á hverjum degi! Ég sé ekki pælinguna á bakvið það að erfiðara sé að gera vel á þessum tíma,“ segir Slot.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira