Vísindin vakna til nýsköpunar! Einar Mäntylä skrifar 4. október 2024 13:01 Alger umskipti hafa orðið á nokkrum árum á viðhorfi vísinda- og háskólasamfélagsins til nýsköpunar. Afrakstur rannsókna á nú greiðari leið til áhrifa í samfélaginu og eflir samkeppnishæfni þjóðarinnar. Þekkingarsamfélag fjárfestir - í þekkingu Þegar við fjárfestum í heilsu, húsnæði eða fyrirtæki væntum við þess að sú fjárfesting beri ávöxt í formi betri heilsu, huggulegu heimili eða verðmætara fyrirtæki. Við sem samfélag fjárfestum í menntun þjóðarinnar í gegnum menntakerfi okkar og í nýrri þekkingu með því að fjármagna rannsóknir og þróun í landinu. Við væntum þess að bæði menntunin og þekkingin skili sér í betra og upplýstara þekkingarsamfélagi þar sem verða til spennandi störf og verðmæti sem gera okkur samkeppnishæf meðal þjóða. Ísland býr að hágæða vísindafólki sem hefur menntað sig innan sem utan landsteinanna og ber með sér færni og þekkingu sem er á heimsmælikvarða. Þessa þekkingu þarf að virkja og flytja út í samfélagið til að þróa þar lausnir, tækni og verðmæti sem eru einmitt - á heimsmælikvarða! Rannsóknar- og þróunarstarf fer fram bæði innan veggja fyrirtækja og einkum innan háskóla og rannsóknastofnana. Stuðningur Íslands við rannsóknir og þróun (R&Þ) fyrirtækja fer fram með endurgreiðslu R&Þ kostnaðar og er þar um að ræða verulegar upphæðir, enda er Ísland einna rausnarlegast meðal OECD ríkja í þessum flokki stuðnings. Rannsóknar- og vísindastarf innan háskóla og rannsóknastofnana er fjármagnað að langmestu leyti í gegnum samkeppnissjóði þar sem fjármagni er veitt í bestu verkefnin á samkeppnisgrundvelli. Samanburðarþjóðir okkar eru þessa dagana að stórauka fjárfestingu sína í þekkingu í gegnum slíka samkeppnissjóði til að efla vísindarannsóknir til að vera betur undirbúin undir framtíðina og sífellt hraðari tækniframfarir. Því miður stefnum við í öfuga átt og hyggjumst skera niður framlög til slíkra samkeppnissjóða sem er ákaflega skammgóður vermir. Sérstaklega þar sem nú er kominn farvegur fyrir þessa fjárfestingu til að berast aftur til samfélagsins, sem er tækni-og þekkingaryfirfærsla. Farvegur til nýsköpunar Fyrir nokkrum árum sameinuðust allir háskólar landsins og helstu rannsóknastofnanir ásamt Landspítalanum háskólasjúkrahúsi, Vísindagörðum HÍ og Samtökum iðnaðarins um stofnun landsskrifstofu í tækni- og þekkingaryfirfærslu. Markmiðið var að skapa farveg fyrir hagnýtanlegar rannsóknir út í samfélagið og í hendur þeirra sem skapa störf, verðmæti og áhrif samfélaginu til heilla. Stjórnvöld hafa með stuðningi sínum og framsýni gert kleift að taka skrefið. Auðna tæknitorg varð til. Auðna sinnir mörgu öðru en tækni, s.s. þjálfun í nýsköpun og frumkvöðlamennsku, greiningum á tækifærum, hugverkavernd og ráðgjöf til sprota sem byggja á rannsóknum. Vísinda- og rannsóknastarf aflar nýrrar þekkingar og er uppspretta uppgötvana og uppfinninga. Góð vísindi skila umbyltandi uppfinningum sem oft á tíðum leggja til lausnir við stóru áskorununum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Vísindaleg- og rannsóknasprottin nýsköpun er því þjóðþrifamál auk þess sem hún skapar verðmæti og störf og eykur samkeppnishæfni þjóðarinnar. Rannsóknir benda til þess að vísindasprotar séu jafnvel minna áhættusöm fjárfesting en „venjuleg“ sprotafyrirtæki; meira en 90% vísindasprota eru enn á lífi 5 árum frá stofnun. Ein skýringin er sú að starfsemi sem byggir á margra ára rannsóknum og sjaldgæfri sérþekkingu ásamt tryggðum hugverkarétti, t.a.m. með öflun einkaleyfa snemma í ferlinu, skapar samkeppnisforskot til lengri tíma. Sprenging í einkaleyfaumsóknum Við stofnun Auðnu voru aðilar meðvitaðir um að vísindaumhverfið ætti mikið inni í nýsköpunargetu en samanborið við viðmiðunarlönd eins og t.d. Bandaríkin og ýmis Evrópulönd vorum við einungis að sjá tæplega 10% virkni í einkaleyfaumsóknum hér á landi. Í dag erum við að sjá vakningu í vísindaumhverfinu sem er m.a. afrakstur af starfi Auðnu. Við höfum stuðlað að þessari vakningu með öflugri þjálfun og kynningarstarfsemi og verið óþreytandi í að vekja athygli á mikilvægi þess að rannsóknir skili sér út í samfélagið. Nú er aukin vitund um mikilvægi nýsköpunar innan háskóla- og rannsóknasamfélagsins að skila sér kröftuglega og hefur orðið sprenging í einkaleyfaumsóknum úr háskólaumhverfinu á undanförnum misserum. Umsóknum hefur fjölgað úr einni á ári í eina á mánuði! Einkaleyfi skapa betri forsendur fyrir fjármögnun sprota og við sjáum að vísindasprotunum fjölgar. Bjart framundan? Það er bjart framundan í íslensku þekkingarsamfélagi ef svo fer fram sem horfir. Nú gildir að styðja myndarlega við rannsókna- og vísindastarfsemi í landinu og sjá til þess að farvegirnir til verðmætasköpunar og samfélagslegra áhrifa þorni ekki upp og þekkingar- og tækniyfirfærslan sé öflug. Rannsóknir eru ekki sama og nýsköpun, en þær eru mikilvægasta uppspretta umbyltandi uppfinninga og þekkingar sem í góðu stuðningsumhverfi leiðir til stórkostlegrar nýsköpunar fyrir mannkynið. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Sjá meira
Alger umskipti hafa orðið á nokkrum árum á viðhorfi vísinda- og háskólasamfélagsins til nýsköpunar. Afrakstur rannsókna á nú greiðari leið til áhrifa í samfélaginu og eflir samkeppnishæfni þjóðarinnar. Þekkingarsamfélag fjárfestir - í þekkingu Þegar við fjárfestum í heilsu, húsnæði eða fyrirtæki væntum við þess að sú fjárfesting beri ávöxt í formi betri heilsu, huggulegu heimili eða verðmætara fyrirtæki. Við sem samfélag fjárfestum í menntun þjóðarinnar í gegnum menntakerfi okkar og í nýrri þekkingu með því að fjármagna rannsóknir og þróun í landinu. Við væntum þess að bæði menntunin og þekkingin skili sér í betra og upplýstara þekkingarsamfélagi þar sem verða til spennandi störf og verðmæti sem gera okkur samkeppnishæf meðal þjóða. Ísland býr að hágæða vísindafólki sem hefur menntað sig innan sem utan landsteinanna og ber með sér færni og þekkingu sem er á heimsmælikvarða. Þessa þekkingu þarf að virkja og flytja út í samfélagið til að þróa þar lausnir, tækni og verðmæti sem eru einmitt - á heimsmælikvarða! Rannsóknar- og þróunarstarf fer fram bæði innan veggja fyrirtækja og einkum innan háskóla og rannsóknastofnana. Stuðningur Íslands við rannsóknir og þróun (R&Þ) fyrirtækja fer fram með endurgreiðslu R&Þ kostnaðar og er þar um að ræða verulegar upphæðir, enda er Ísland einna rausnarlegast meðal OECD ríkja í þessum flokki stuðnings. Rannsóknar- og vísindastarf innan háskóla og rannsóknastofnana er fjármagnað að langmestu leyti í gegnum samkeppnissjóði þar sem fjármagni er veitt í bestu verkefnin á samkeppnisgrundvelli. Samanburðarþjóðir okkar eru þessa dagana að stórauka fjárfestingu sína í þekkingu í gegnum slíka samkeppnissjóði til að efla vísindarannsóknir til að vera betur undirbúin undir framtíðina og sífellt hraðari tækniframfarir. Því miður stefnum við í öfuga átt og hyggjumst skera niður framlög til slíkra samkeppnissjóða sem er ákaflega skammgóður vermir. Sérstaklega þar sem nú er kominn farvegur fyrir þessa fjárfestingu til að berast aftur til samfélagsins, sem er tækni-og þekkingaryfirfærsla. Farvegur til nýsköpunar Fyrir nokkrum árum sameinuðust allir háskólar landsins og helstu rannsóknastofnanir ásamt Landspítalanum háskólasjúkrahúsi, Vísindagörðum HÍ og Samtökum iðnaðarins um stofnun landsskrifstofu í tækni- og þekkingaryfirfærslu. Markmiðið var að skapa farveg fyrir hagnýtanlegar rannsóknir út í samfélagið og í hendur þeirra sem skapa störf, verðmæti og áhrif samfélaginu til heilla. Stjórnvöld hafa með stuðningi sínum og framsýni gert kleift að taka skrefið. Auðna tæknitorg varð til. Auðna sinnir mörgu öðru en tækni, s.s. þjálfun í nýsköpun og frumkvöðlamennsku, greiningum á tækifærum, hugverkavernd og ráðgjöf til sprota sem byggja á rannsóknum. Vísinda- og rannsóknastarf aflar nýrrar þekkingar og er uppspretta uppgötvana og uppfinninga. Góð vísindi skila umbyltandi uppfinningum sem oft á tíðum leggja til lausnir við stóru áskorununum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Vísindaleg- og rannsóknasprottin nýsköpun er því þjóðþrifamál auk þess sem hún skapar verðmæti og störf og eykur samkeppnishæfni þjóðarinnar. Rannsóknir benda til þess að vísindasprotar séu jafnvel minna áhættusöm fjárfesting en „venjuleg“ sprotafyrirtæki; meira en 90% vísindasprota eru enn á lífi 5 árum frá stofnun. Ein skýringin er sú að starfsemi sem byggir á margra ára rannsóknum og sjaldgæfri sérþekkingu ásamt tryggðum hugverkarétti, t.a.m. með öflun einkaleyfa snemma í ferlinu, skapar samkeppnisforskot til lengri tíma. Sprenging í einkaleyfaumsóknum Við stofnun Auðnu voru aðilar meðvitaðir um að vísindaumhverfið ætti mikið inni í nýsköpunargetu en samanborið við viðmiðunarlönd eins og t.d. Bandaríkin og ýmis Evrópulönd vorum við einungis að sjá tæplega 10% virkni í einkaleyfaumsóknum hér á landi. Í dag erum við að sjá vakningu í vísindaumhverfinu sem er m.a. afrakstur af starfi Auðnu. Við höfum stuðlað að þessari vakningu með öflugri þjálfun og kynningarstarfsemi og verið óþreytandi í að vekja athygli á mikilvægi þess að rannsóknir skili sér út í samfélagið. Nú er aukin vitund um mikilvægi nýsköpunar innan háskóla- og rannsóknasamfélagsins að skila sér kröftuglega og hefur orðið sprenging í einkaleyfaumsóknum úr háskólaumhverfinu á undanförnum misserum. Umsóknum hefur fjölgað úr einni á ári í eina á mánuði! Einkaleyfi skapa betri forsendur fyrir fjármögnun sprota og við sjáum að vísindasprotunum fjölgar. Bjart framundan? Það er bjart framundan í íslensku þekkingarsamfélagi ef svo fer fram sem horfir. Nú gildir að styðja myndarlega við rannsókna- og vísindastarfsemi í landinu og sjá til þess að farvegirnir til verðmætasköpunar og samfélagslegra áhrifa þorni ekki upp og þekkingar- og tækniyfirfærslan sé öflug. Rannsóknir eru ekki sama og nýsköpun, en þær eru mikilvægasta uppspretta umbyltandi uppfinninga og þekkingar sem í góðu stuðningsumhverfi leiðir til stórkostlegrar nýsköpunar fyrir mannkynið. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun