Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 3. október 2024 13:31 Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. KMU Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. Sú flugvél sem um ræðir í dag var upphaflega smíðuð fyrir Air France árið 2004 og er því tuttugu ára. Árið 2016 var hún tekin í þjónustu Air Atlanta Icelandic sem TF-AAL. Flugvélin er merkt Saudia-flugfélaginu sem Atlanta flýgur fyrir en vélin sinnti meðal annars pílagrímaflugi í sumar. Hún er skrásett hjá systurfélaginu Air Atlanta Europe á Möltu með skráningarnúmerið 9H-AZA og getur borið 460 farþega. Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er staðsettur í Öskjuhlíð í Reykjavík og mun streyma frá fluginu á þriðja tímanum. Flugvélin flýgur í um þrjú þúsund feta hæð en viðbúið er að vegna stærðar flugvélarinnar muni fólk á höfuðborgarsvæðinu telja hana mun nær jörðu en hún í raun er. Uppfært: Lágfluginu er lokið.
Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. Sú flugvél sem um ræðir í dag var upphaflega smíðuð fyrir Air France árið 2004 og er því tuttugu ára. Árið 2016 var hún tekin í þjónustu Air Atlanta Icelandic sem TF-AAL. Flugvélin er merkt Saudia-flugfélaginu sem Atlanta flýgur fyrir en vélin sinnti meðal annars pílagrímaflugi í sumar. Hún er skrásett hjá systurfélaginu Air Atlanta Europe á Möltu með skráningarnúmerið 9H-AZA og getur borið 460 farþega. Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er staðsettur í Öskjuhlíð í Reykjavík og mun streyma frá fluginu á þriðja tímanum. Flugvélin flýgur í um þrjú þúsund feta hæð en viðbúið er að vegna stærðar flugvélarinnar muni fólk á höfuðborgarsvæðinu telja hana mun nær jörðu en hún í raun er. Uppfært: Lágfluginu er lokið.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Air Atlanta Reykjavík Tengdar fréttir Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21