Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2024 09:59 Ísraelar gera reglulega loftárásir í Sýrlandi en í flestum tilfellum virðast þær beinast að Írönum og vígamönnum Hezbollah. Hér má sjá menn þrífa eftir loftárás í Damascus, sem gerð var aðfaranótt 2. október en ráðgjafi Byltingarvarðar Írans er sagður hafa fallið í henni. AP/Omar Sanadiki Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. Herstöðin kallast Khmeimim og er nærri hafnarborginni Lattakia í vesturhluta Sýrlands. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir það að hergögn hafi verið geymd á staðnum. Rússneskir herbloggarar segja vöruskemmurnar hafa verið notaðar af sýrlenskum og írönskum hermönnum og að Ísraelar hafi notað stýriflaugar við árásina. Þeir segja rússneska hermenn hafa reynt að skjóta flaugarnar niður. Einhverjar stýriflaugar voru skotnar niður, samkvæmt herbloggurunum, en ljóst er að miklar sprengingar urðu í vöruskemmunum. Israel reportedly struck a warehouse of Iranian and Syrian weapons (you can see missiles or rockets cooking off) in the town of Jableh near the main Russian base of Hmeimim in Syria. The base itself has not been touched, per Russian accounts, and the Russians apparently tried to… pic.twitter.com/kyTlaPWWnu— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) October 3, 2024 Eins og fram kemur í frétt Times of Israel hafa forsvarsmenn ísraelska hersins heitið því að stöðva allar vopnasendingar frá Íran til Hezbollah í Líbanon. Sýrland hefur reglulega verið notað til slíkra sendinga og hafa Ísraelar gert fjölmargar árásir þar á undanförnum árum. Þessar árásir hafa bæði beinst að vopna og hergagnasendingum til Hezbollah og gegn samtökunum sjálfum, sem hafa verið umsvifamikil í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin hófst þar á síðasta áratug. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Fjölmiðlar í Íran segja að meðlimur Byltingarvarðar Írans, sem hafi starfað í Sýrlandi sem ráðgjafi, hafi fallið í árás Ísraela á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, fyrr í þessari viku. Ísrael Íran Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Herstöðin kallast Khmeimim og er nærri hafnarborginni Lattakia í vesturhluta Sýrlands. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir það að hergögn hafi verið geymd á staðnum. Rússneskir herbloggarar segja vöruskemmurnar hafa verið notaðar af sýrlenskum og írönskum hermönnum og að Ísraelar hafi notað stýriflaugar við árásina. Þeir segja rússneska hermenn hafa reynt að skjóta flaugarnar niður. Einhverjar stýriflaugar voru skotnar niður, samkvæmt herbloggurunum, en ljóst er að miklar sprengingar urðu í vöruskemmunum. Israel reportedly struck a warehouse of Iranian and Syrian weapons (you can see missiles or rockets cooking off) in the town of Jableh near the main Russian base of Hmeimim in Syria. The base itself has not been touched, per Russian accounts, and the Russians apparently tried to… pic.twitter.com/kyTlaPWWnu— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) October 3, 2024 Eins og fram kemur í frétt Times of Israel hafa forsvarsmenn ísraelska hersins heitið því að stöðva allar vopnasendingar frá Íran til Hezbollah í Líbanon. Sýrland hefur reglulega verið notað til slíkra sendinga og hafa Ísraelar gert fjölmargar árásir þar á undanförnum árum. Þessar árásir hafa bæði beinst að vopna og hergagnasendingum til Hezbollah og gegn samtökunum sjálfum, sem hafa verið umsvifamikil í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin hófst þar á síðasta áratug. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Fjölmiðlar í Íran segja að meðlimur Byltingarvarðar Írans, sem hafi starfað í Sýrlandi sem ráðgjafi, hafi fallið í árás Ísraela á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, fyrr í þessari viku.
Ísrael Íran Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01
Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25