Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, María Jónasdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir skrifa 3. október 2024 09:30 Veigamikil ákvörðun var tekin árið 2014 um að bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskólum skyldi stytt úr fjórum árum í þrjú. Mikil og mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um áhrif þessara breytinga. Við undirritaðar störfum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og höfum á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingarinnar á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að rifja upp aðdraganda styttingarinnar. Með breytingum á lögum um framhaldsskóla árið 2008 var tekið upp nýtt einingakerfi og þurfti að endurskilgreina námsbrautir með hliðsjón af því. Jafnframt var tekinn upp hæfniviðmiða rammi að evrópskri fyrirmynd. Með tilkomu laganna var námskrárgerð falin framhaldsskólunum og þeim veitt frelsi til að hanna námsbrautir út frá sérstöðu skólanna og áherslum. Þá var einnig opnað fyrir þann möguleika að skipuleggja námsbrautir, m.a. stúdentsprófsbrautir, með þriggja ára námstíma. Að undanskildum nokkrum framhaldsskólum voru fáir sem innleiddu þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Árið 2014, í kjölfar útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun tóku stjórnvöld einhliða ákvörðun um að allir framhaldsskólar skyldu stytta námstíma bóknámsbrauta til stúdentsprófs um eitt ár og fengu til þess eitt ár. Framhaldsskólum var í sjálfsvald sett að útfæra námsbrautarlýsingar fyrir þriggja ára stúdentsprófsbrautir í ljósi fyrrgreindra breytinga á verklagi við námsbrautagerð og gátu því farið mjög ólíkar leiðir að því markmiði að stytta námsskipan um eitt ár. Skólar þurftu að fá staðfestingu á námsbrautarlýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en að öðru leyti var ekki haldið utan um hvernig útfærsla nýrra námsbrauta var framkvæmd í framhaldsskólunum eða skoðað hvaða afleiðingar þessi einhliða stjórnvaldsákvörðun menntayfirvalda hafði á nám og kennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Í tíu ár höfum við safnað fjölbreyttum gögnum um þróun framhaldsskólans og höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir þá sögu sem rakin er hér að framan. Gögnin spanna viðtöl við ólíka hagaðila innan kerfisins; nemendur, skólastjórnendur, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Við höfum einnig rýnt í uppbyggingu námsbrauta og safnað upplýsingum um námsframboð ólíkra framhaldsskóla. Niðurstöður okkar varpa ljósi á ýmsar kerfislægar áskoranir. Jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina. Áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess. Í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta. Svo virðist sem framhaldsskólarnir hafi verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val og hlutdeild annarra námsgreina. Í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum. Einnig heyra málabrautir nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina. Loks sýna niðurstöðurnar að verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum. Þetta þýðir að nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi og virðist stærð og staðsetning skóla ráða þar miklu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um það hvort jafnrétti meðal framhaldsskólanema sé tryggt. Til að opna á samtal um niðurstöður okkar bjóðum við til málþings þann 11. október næstkomandi kl. 13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Barna- og menntamálaráðherra opnar málstofuna, þá fara fram kynningar á helstu rannsóknarniðurstöðum og í lokin verða pallborðsumræður. Við hvetjum öll áhugasöm um málefni framhaldsskólans að koma, hlusta og taka þátt í samtalinu. Elsa Eiríksdóttir prófessor, Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, María Jónasdóttir, aðjúnkt og doktorsefni og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Veigamikil ákvörðun var tekin árið 2014 um að bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskólum skyldi stytt úr fjórum árum í þrjú. Mikil og mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um áhrif þessara breytinga. Við undirritaðar störfum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og höfum á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingarinnar á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að rifja upp aðdraganda styttingarinnar. Með breytingum á lögum um framhaldsskóla árið 2008 var tekið upp nýtt einingakerfi og þurfti að endurskilgreina námsbrautir með hliðsjón af því. Jafnframt var tekinn upp hæfniviðmiða rammi að evrópskri fyrirmynd. Með tilkomu laganna var námskrárgerð falin framhaldsskólunum og þeim veitt frelsi til að hanna námsbrautir út frá sérstöðu skólanna og áherslum. Þá var einnig opnað fyrir þann möguleika að skipuleggja námsbrautir, m.a. stúdentsprófsbrautir, með þriggja ára námstíma. Að undanskildum nokkrum framhaldsskólum voru fáir sem innleiddu þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Árið 2014, í kjölfar útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun tóku stjórnvöld einhliða ákvörðun um að allir framhaldsskólar skyldu stytta námstíma bóknámsbrauta til stúdentsprófs um eitt ár og fengu til þess eitt ár. Framhaldsskólum var í sjálfsvald sett að útfæra námsbrautarlýsingar fyrir þriggja ára stúdentsprófsbrautir í ljósi fyrrgreindra breytinga á verklagi við námsbrautagerð og gátu því farið mjög ólíkar leiðir að því markmiði að stytta námsskipan um eitt ár. Skólar þurftu að fá staðfestingu á námsbrautarlýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en að öðru leyti var ekki haldið utan um hvernig útfærsla nýrra námsbrauta var framkvæmd í framhaldsskólunum eða skoðað hvaða afleiðingar þessi einhliða stjórnvaldsákvörðun menntayfirvalda hafði á nám og kennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Í tíu ár höfum við safnað fjölbreyttum gögnum um þróun framhaldsskólans og höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir þá sögu sem rakin er hér að framan. Gögnin spanna viðtöl við ólíka hagaðila innan kerfisins; nemendur, skólastjórnendur, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Við höfum einnig rýnt í uppbyggingu námsbrauta og safnað upplýsingum um námsframboð ólíkra framhaldsskóla. Niðurstöður okkar varpa ljósi á ýmsar kerfislægar áskoranir. Jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina. Áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess. Í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta. Svo virðist sem framhaldsskólarnir hafi verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val og hlutdeild annarra námsgreina. Í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum. Einnig heyra málabrautir nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina. Loks sýna niðurstöðurnar að verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum. Þetta þýðir að nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi og virðist stærð og staðsetning skóla ráða þar miklu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um það hvort jafnrétti meðal framhaldsskólanema sé tryggt. Til að opna á samtal um niðurstöður okkar bjóðum við til málþings þann 11. október næstkomandi kl. 13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Barna- og menntamálaráðherra opnar málstofuna, þá fara fram kynningar á helstu rannsóknarniðurstöðum og í lokin verða pallborðsumræður. Við hvetjum öll áhugasöm um málefni framhaldsskólans að koma, hlusta og taka þátt í samtalinu. Elsa Eiríksdóttir prófessor, Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, María Jónasdóttir, aðjúnkt og doktorsefni og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar