Dómarinn fyrrverandi segir Bruno hafa átt að fá gult Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 19:01 Bruno Fernandes fékk rautt spjald fyrir þetta spark í James Maddison. Getty/Catherine Ivill Dermot Gallagher, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og núverandi sérfræðingur Sky Sports, segir að fyrirliðinn Bruno Fernandes hefði ekki átt að fá beint rautt spjald gegn Tottenham Hotspur um helgina. Fernandes fékk að líta rauða spjaldið þegar Tottenham leiddi 1-0 á Old Trafford í leik liðanna um liðna helgi. Portúgalinn rann er hann nálgaðist James Maddison og rakst á endanum utan í Maddison sem féll til jarðar. Brotið leit verr út en það í raun og veru var þar sem í raun virtist sem Fernandes hefði runnið og rekið takkana í fótlegg Maddison. Þrátt fyrir að það væri ekki raunin ákvað dómarateymi leiksins ekki að breyta ákvörðun sinni og Fernandes var sendur í sturtu. Hvort Man United hefði gengið betur 11 gegn 11 er alls óvíst miðað við yfirburði Tottenham fram að rauða spjaldinu en gestirnir úr Lundúnum unnu á endanum 3-0 sigur. Hinn 67 ára gamli Gallagher dæmdi í ensku úrvalsdeildinni frá 1992 til 2007. Í dag starfar hann að hluta til fyrir Sky Sports þar sem hann fer yfir stærstu dómaraákvarðanir deildarinnar. Dæmdi lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.Phil Noble/Getty Images „Ég held að dómarinn sjái ekki atvikið nægilega vel. Hann sér ekki hvernig tæklingin fer. Hann rétt rekst utan í fótlegginn. Þetta er hálfgerð sjónhverfing, fýsilegri ákvörðun hefði verið gult spjald,“ sagði Dermot um rauða spjaldið. Sparkspekingurinn Sue Smith tók undir með dómaranum fyrrverandi. „Þetta er aldrei rautt. Hann rennur og snertir hann með hælnum. Það er enginn illska í þessu og hann er ekki að setja mótherjann í hættu. Þetta er án alls efa ekki rautt spjald, í mesta lagi gult.“ Talið er öruggt að Man United muni áfrýja rauða spjaldi Bruno en sem stendur er fyrirliðinn á leið í þriggja leikja bann. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Fernandes fékk að líta rauða spjaldið þegar Tottenham leiddi 1-0 á Old Trafford í leik liðanna um liðna helgi. Portúgalinn rann er hann nálgaðist James Maddison og rakst á endanum utan í Maddison sem féll til jarðar. Brotið leit verr út en það í raun og veru var þar sem í raun virtist sem Fernandes hefði runnið og rekið takkana í fótlegg Maddison. Þrátt fyrir að það væri ekki raunin ákvað dómarateymi leiksins ekki að breyta ákvörðun sinni og Fernandes var sendur í sturtu. Hvort Man United hefði gengið betur 11 gegn 11 er alls óvíst miðað við yfirburði Tottenham fram að rauða spjaldinu en gestirnir úr Lundúnum unnu á endanum 3-0 sigur. Hinn 67 ára gamli Gallagher dæmdi í ensku úrvalsdeildinni frá 1992 til 2007. Í dag starfar hann að hluta til fyrir Sky Sports þar sem hann fer yfir stærstu dómaraákvarðanir deildarinnar. Dæmdi lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.Phil Noble/Getty Images „Ég held að dómarinn sjái ekki atvikið nægilega vel. Hann sér ekki hvernig tæklingin fer. Hann rétt rekst utan í fótlegginn. Þetta er hálfgerð sjónhverfing, fýsilegri ákvörðun hefði verið gult spjald,“ sagði Dermot um rauða spjaldið. Sparkspekingurinn Sue Smith tók undir með dómaranum fyrrverandi. „Þetta er aldrei rautt. Hann rennur og snertir hann með hælnum. Það er enginn illska í þessu og hann er ekki að setja mótherjann í hættu. Þetta er án alls efa ekki rautt spjald, í mesta lagi gult.“ Talið er öruggt að Man United muni áfrýja rauða spjaldi Bruno en sem stendur er fyrirliðinn á leið í þriggja leikja bann.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira