Líf segir söguna um stóladans Mörtu og Hildar dagsanna Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 16:55 Hildur komin í sitt sæti, við hlið Eyþórs en þau eru hér að ræða sjálft Braggamálið við Vigdísi Hauksdóttur. vísir/vilhelm Upp er komið hið undarlegasta mál í tengslum við borgarstjórnina í Reykjavík. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vg staðfestir sögu Ólafar Skaftadóttur um stóladans Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Ólöf Skaftadóttir hefði í hlaðvarpi sínu og Kristínar Gunnars hönnuðar greint frá því að Marta hafi stundað það að skipta um nafn á merktum stólum og setjast sjálf í sætið sem ætlað var Hildi Björnsdóttur. Marta vísaði þessu alfarið á bug í samtali við Vísi. Þetta á að hafa viðgengist á síðasta kjörtímabili. Hins vegar er það svo að ýmsir kannast vel við þessa frásögn og reyndar urðu vitni af þessu. Katrín Atladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segist staðfesta allt sem sagt er í hlaðvarpinu í færslu á X. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 Og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vg, segist vitni í málinu þegar Vísir leitaði til hennar varðandi þetta sérkennilega mál. „Ég sá þetta bæði og heyrði sagt frá þessu. Og þetta er sönn saga, Marta sat í sætinu hennar Hildar einhverja tvo til þrjá fundi. en það var svo leiðrétt.“ Líf segir frásögn Ólafar, eins og hún er fram sett af blaðamanni Vísis, rétt. En hún eigi reyndar eftir að hlusta á hið opinskáa og beinskeytta hlaðvarp.vísir/vilhelm Líf hlær við því hún segir að þetta hafi verið skrítið að upplifa og fylgjast með. En hún muni þetta glögglega þó langt sé um liðið en þetta var á síðasta kjörtímabili. Marta settist í tvö eða þrjú skipti við hlið Eyþórs Laxdal Arnalds sem þá var oddiviti Sjálfstæðismanna. „Það er ákveðið prótókol sem þarf að fylgja en þetta er alveg satt. Starfsfólkið þurfti að ganga í málið því það er ákveðin skipan í salnum,“ segir Líf. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að Ólöf Skaftadóttir hefði í hlaðvarpi sínu og Kristínar Gunnars hönnuðar greint frá því að Marta hafi stundað það að skipta um nafn á merktum stólum og setjast sjálf í sætið sem ætlað var Hildi Björnsdóttur. Marta vísaði þessu alfarið á bug í samtali við Vísi. Þetta á að hafa viðgengist á síðasta kjörtímabili. Hins vegar er það svo að ýmsir kannast vel við þessa frásögn og reyndar urðu vitni af þessu. Katrín Atladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segist staðfesta allt sem sagt er í hlaðvarpinu í færslu á X. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 Og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vg, segist vitni í málinu þegar Vísir leitaði til hennar varðandi þetta sérkennilega mál. „Ég sá þetta bæði og heyrði sagt frá þessu. Og þetta er sönn saga, Marta sat í sætinu hennar Hildar einhverja tvo til þrjá fundi. en það var svo leiðrétt.“ Líf segir frásögn Ólafar, eins og hún er fram sett af blaðamanni Vísis, rétt. En hún eigi reyndar eftir að hlusta á hið opinskáa og beinskeytta hlaðvarp.vísir/vilhelm Líf hlær við því hún segir að þetta hafi verið skrítið að upplifa og fylgjast með. En hún muni þetta glögglega þó langt sé um liðið en þetta var á síðasta kjörtímabili. Marta settist í tvö eða þrjú skipti við hlið Eyþórs Laxdal Arnalds sem þá var oddiviti Sjálfstæðismanna. „Það er ákveðið prótókol sem þarf að fylgja en þetta er alveg satt. Starfsfólkið þurfti að ganga í málið því það er ákveðin skipan í salnum,“ segir Líf.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira