Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 22:27 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, tekur í hönd Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í Washington-borg í dag. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. Ummælin lét Harris falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Washington-borg í dag. Selenskíj er í Bandaríkjunum til að vera viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hefur nýtt tækifærið til þess að funda með bandarískum ráðamönnum. „Þetta eru ekki friðartillögur. Þetta eru frekar tillögur að uppgjöf,“ sagði Harris sem er jafnframt forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. VP Harris points out that "there are some in my country who [want] to force Ukraine to give up large parts of its sovereign territory...these proposals are the same as those of Putin. Let us be be clear. They are not proposals for peace. Instead, they are proposals for surrender" pic.twitter.com/N6oFYvH1Hm— Aaron Rupar (@atrupar) September 26, 2024 Orð hennar voru lítt dulin gagnrýni á tillögur Donalds Trump og J.D. Vance, frambjóðenda Repúblikanaflokksins, um að Úkraínumenn semji fljótt um frið til þess að binda enda á stríðið við Rússa. Trump hefur ennfremur endurómað áróður frá Kreml um að Bandaríkin og vestræn ríki hafi á einhvern hátt látið Rússa ráðast inn í Úkraínu. Harris varaði við því að öðrum árásargjörnum ríkjum gæti vaxið ásmegin ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur uppi sem sigurvegari í stríðinu gegn Úkraínu. „Bandaríkin styðja ekki Úkraínu af aumingjagæsku heldur vegna þess að það eru hernaðarlegir hagsmunir okkar,“ sagði varaforsetinn. Rannsaka heimsókn Selenskíj í vopnaverksmiðju Heimsókn Selenskíj hefur farið öfugt ofan í repúblikana sem eru margir gagnrýnir á áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sérstaklega reiddust þeir yfir því að Selenskíj hefði heimsótt skotfæraverksmiðju í Pennsylvaníu um helgina en það ríki er líklegt til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hófu repúblikanar í fulltrúadeild þingsins rannsókn á heimsókninni í dag og sökuðu Hvíta húsið um að notfæra sér hana til þess að hjálpa Harris í forsetaframboði sínu. AP-fréttastofan hefur eftir Trump að hann ætli að hitta Selenskíj í New York á morgun en áður hafði verið greint frá því að þeir hittust ekki. Óvíst er hvort að það verði fagnaðarfundir. Trump hefur kallað „besta sölumann á jörðinni“ vegna þess stuðnings sem hann hefur tryggt Úkraínu frá Bandaríkjastjórn og kvartað undan því að Selenskíj neiti að semja við Rússa. Þá lét Trump þegar hann var forseti halda eftir hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fyrir Úkraínu til þess að reyna að knýja Selenskíj til þess að hjálpa sér að koma höggi á Joe Biden, þá helsta pólitíska keppinaut Trump. Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þess en öldungadeild þess sýknaði forsetann. Kamala Harris Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Ummælin lét Harris falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Washington-borg í dag. Selenskíj er í Bandaríkjunum til að vera viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hefur nýtt tækifærið til þess að funda með bandarískum ráðamönnum. „Þetta eru ekki friðartillögur. Þetta eru frekar tillögur að uppgjöf,“ sagði Harris sem er jafnframt forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. VP Harris points out that "there are some in my country who [want] to force Ukraine to give up large parts of its sovereign territory...these proposals are the same as those of Putin. Let us be be clear. They are not proposals for peace. Instead, they are proposals for surrender" pic.twitter.com/N6oFYvH1Hm— Aaron Rupar (@atrupar) September 26, 2024 Orð hennar voru lítt dulin gagnrýni á tillögur Donalds Trump og J.D. Vance, frambjóðenda Repúblikanaflokksins, um að Úkraínumenn semji fljótt um frið til þess að binda enda á stríðið við Rússa. Trump hefur ennfremur endurómað áróður frá Kreml um að Bandaríkin og vestræn ríki hafi á einhvern hátt látið Rússa ráðast inn í Úkraínu. Harris varaði við því að öðrum árásargjörnum ríkjum gæti vaxið ásmegin ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur uppi sem sigurvegari í stríðinu gegn Úkraínu. „Bandaríkin styðja ekki Úkraínu af aumingjagæsku heldur vegna þess að það eru hernaðarlegir hagsmunir okkar,“ sagði varaforsetinn. Rannsaka heimsókn Selenskíj í vopnaverksmiðju Heimsókn Selenskíj hefur farið öfugt ofan í repúblikana sem eru margir gagnrýnir á áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sérstaklega reiddust þeir yfir því að Selenskíj hefði heimsótt skotfæraverksmiðju í Pennsylvaníu um helgina en það ríki er líklegt til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hófu repúblikanar í fulltrúadeild þingsins rannsókn á heimsókninni í dag og sökuðu Hvíta húsið um að notfæra sér hana til þess að hjálpa Harris í forsetaframboði sínu. AP-fréttastofan hefur eftir Trump að hann ætli að hitta Selenskíj í New York á morgun en áður hafði verið greint frá því að þeir hittust ekki. Óvíst er hvort að það verði fagnaðarfundir. Trump hefur kallað „besta sölumann á jörðinni“ vegna þess stuðnings sem hann hefur tryggt Úkraínu frá Bandaríkjastjórn og kvartað undan því að Selenskíj neiti að semja við Rússa. Þá lét Trump þegar hann var forseti halda eftir hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fyrir Úkraínu til þess að reyna að knýja Selenskíj til þess að hjálpa sér að koma höggi á Joe Biden, þá helsta pólitíska keppinaut Trump. Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þess en öldungadeild þess sýknaði forsetann.
Kamala Harris Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47