Það er verið að hafa okkur að fíflum. Davíð Bergmann skrifar 25. september 2024 21:02 Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að vera með glærusýningar um samgöngumál og nú er svo komið að Seðlabankinn slær á puttana á fjármálaráðherra með brúarsmíðina á Ölfusárbrú. Hvað er þetta annað en leikrit fáránleikans? Þetta minnir svolítið á upplýsingaráðherrann sem var hjá Saddam Hussein í Írakstríðinu sem lýsti yfir sigri gegn bandamönnum með bandaríska skriðdreka í bakgrunni þegar vestrænir fjölmiðlar voru að taka viðtal við hann. „Þetta er allt að koma“ er slagorðið og þau stórkostlegu afrek sem þessi ríkisstjórn hefur unnið á kjörtímabilinu og að við almenningur skulum ekki sjá það. Skilja ekki þessir ráðamenn, hvað getur þá þetta ekki verið annað en leikrit fáránleikans þegar stýrivextir á húsnæðislánum hafa verið 9,25% í meira en eitt ár? Getur verið að fólkið í efstu lögunum sem lifa í píramídanum sé eins og sjálfstæð lífvera sem nærir sig og sína og viðheldur sér með því að hafa alltaf sömu hirðina í kringum sig og sé þess vegna ekki í tengslum við líf almennings, svona álíka og gerðist í frönskubyltingunni? Ég held að þessi píramídi sé á hvolfi og risið sé rosalega flott en kjallarinn sé að molna. Á sama tíma og okkur er sagt að „þetta sé allt að koma“ ríki viðvarandi húsnæðisskortur. Þá verður að segjast eins og er að það er furðuleg forgangsröðun að þá þurfi að kaupa skotfæri fyrir erlendan her. Á sama tíma og samgöngumál og heilbrigðiskerfið standa á brauðfótum, svo ekki sé minnst á heilbrigðiskerfið, menntamálin og löggæsluna. Þessi viðvarandi húsnæðisskortur gerir það að verkum að unga fólkið okkar kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, og líka vegna þess að það kemst ekki gegnum greiðslumat? Hver er þá framtíðin fyrir land og þjóð þegar fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki og af hverju ætti þá unga fólkið okkar að vilja vera hérna? Eftir hverju er verið að bíða? Ríkisstjórnin er búin að missa traustið fyrir löngu síðan. Um hvað fjallar þetta? Það myndi enginn þjálfari halda starfinu sínu í boltanum ef hann væri fyrir löngu búinn að missa klefann eins og þessi ríkisstjórn er búin að gera. Hættið að hafa fólk að fíflum og segið þetta gott og slítið þessu stjórnarsamstarfi. Höfundur er Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Davíð Bergmann Mest lesið Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að vera með glærusýningar um samgöngumál og nú er svo komið að Seðlabankinn slær á puttana á fjármálaráðherra með brúarsmíðina á Ölfusárbrú. Hvað er þetta annað en leikrit fáránleikans? Þetta minnir svolítið á upplýsingaráðherrann sem var hjá Saddam Hussein í Írakstríðinu sem lýsti yfir sigri gegn bandamönnum með bandaríska skriðdreka í bakgrunni þegar vestrænir fjölmiðlar voru að taka viðtal við hann. „Þetta er allt að koma“ er slagorðið og þau stórkostlegu afrek sem þessi ríkisstjórn hefur unnið á kjörtímabilinu og að við almenningur skulum ekki sjá það. Skilja ekki þessir ráðamenn, hvað getur þá þetta ekki verið annað en leikrit fáránleikans þegar stýrivextir á húsnæðislánum hafa verið 9,25% í meira en eitt ár? Getur verið að fólkið í efstu lögunum sem lifa í píramídanum sé eins og sjálfstæð lífvera sem nærir sig og sína og viðheldur sér með því að hafa alltaf sömu hirðina í kringum sig og sé þess vegna ekki í tengslum við líf almennings, svona álíka og gerðist í frönskubyltingunni? Ég held að þessi píramídi sé á hvolfi og risið sé rosalega flott en kjallarinn sé að molna. Á sama tíma og okkur er sagt að „þetta sé allt að koma“ ríki viðvarandi húsnæðisskortur. Þá verður að segjast eins og er að það er furðuleg forgangsröðun að þá þurfi að kaupa skotfæri fyrir erlendan her. Á sama tíma og samgöngumál og heilbrigðiskerfið standa á brauðfótum, svo ekki sé minnst á heilbrigðiskerfið, menntamálin og löggæsluna. Þessi viðvarandi húsnæðisskortur gerir það að verkum að unga fólkið okkar kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, og líka vegna þess að það kemst ekki gegnum greiðslumat? Hver er þá framtíðin fyrir land og þjóð þegar fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki og af hverju ætti þá unga fólkið okkar að vilja vera hérna? Eftir hverju er verið að bíða? Ríkisstjórnin er búin að missa traustið fyrir löngu síðan. Um hvað fjallar þetta? Það myndi enginn þjálfari halda starfinu sínu í boltanum ef hann væri fyrir löngu búinn að missa klefann eins og þessi ríkisstjórn er búin að gera. Hættið að hafa fólk að fíflum og segið þetta gott og slítið þessu stjórnarsamstarfi. Höfundur er Miðflokksmaður
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun