Húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. september 2024 09:01 Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun. Á sama tíma stendur ungt og efnaminna fólk frammi fyrir því að geta hvorki keypt né leigt húsnæði á sanngjörnu verði. Skammtímaleiga, eins og Airbnb, hefur gjörbreytt húsnæðismarkaðnum í borgum og bæjum landsins. Í stað þess að húsnæði sé nýtt til búsetu fyrir íbúa, er það tekið af markaðnum og sett í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þetta eykur eftirspurn eftir húsnæði fyrir ferðamenn en minnkar framboð fyrir almenna leigjendur. Afleiðingin er ekki aðeins hækkandi leiguverð og skortur á húsnæði fyrir þá sem þurfa mest á því að halda, heldur minnkar skammtímaleiga félagsauð samfélaga, stöðugleika og lífsgæði Fjárfestingareignir eru annað vandamál. Þegar fjársterkir aðilar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að græða á verðhækkunum, en ekki með það í huga að veita fólki heimili, skapast ójafnvægi á markaðnum. Þetta leiðir til þess að húsnæði stendur autt eða er leigt út á óheyrilegu verði. Unnt er að mæta þessum áskorunum með því að beita skattalegum hvötum til að breyta hegðun á markaðnum. Skattlagning á skammtímaleigu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent stjórnvöldum á hvernig tækla megi þennan vanda og betrumbæta húsnæðismarkaðinn. Með því að auka skattlagningu á skammtímaleigu og fjárfestingareignir, getum við hvatt eigendur til að setja eignir sínar aftur á langtímaleigumarkaðinn eða selja þær til fyrstu kaupenda. Hærri skattar á þessar tegundir eignarhalds myndu draga úr aðdráttarafli þess til fjárfestinga. Framboð yrði aukið til þeirra sem þurfa á húsnæði að halda til að búa sér heimili, hvort heldur til kaups eða leigu og þrýstingur myndi minnka á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt að skilja að skattlagning er ekki refsing, heldur tæki til að stýra hegðun á markaðnum. Þegar markaðurinn bregst og þjónar ekki hagsmunum samfélagsins, er það hlutverk ríkisins að grípa um stýrið og koma skútunni á réttan kjöl. Með því að skattleggja skammtímaleigu og fjárfestingareignir hærra, erum við að senda skýr skilaboð um að húsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingartæki. Húsnæði fyrir heimili í forgang En skattlagning ein og sér er ekki lausnin. Við þurfum einnig að huga að öðrum aðgerðum til að bæta stöðu ungs fólks og efnaminna á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög geta til dæmis sett reglur um hámarksfjölda skammtímaleigu í hverfum til að tryggja að heilu hverfin verði ekki einungis samansafn af gististöðum fyrir ferðamenn. Auk þess þarf að auðvelda uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt og efnaminna fólk. Þetta gæti verið gert með því að veita skattalega hvata til byggingaraðila sem sérhæfa sig í slíkri uppbyggingu, eða með því að ríkið og sveitarfélög taki sjálf þátt í byggingu á viðeigandi húsnæði. Það er einnig nauðsynlegt að endurskoða reglur um lánveitingar og útborgunarkröfur til að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign. Sanngjarnari húsnæðismarkaður til framtíðar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að markaðurinn mun ekki leysa þetta vandamál af sjálfsdáðum. Það er kominn tími til að við setjum hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum. Með auknum takmörkunum á skammtímaleigu og fjárfestingareignum getum við stuðlað að sanngjarnari húsnæðismarkaði sem þjónar okkur öllum, ekki aðeins þeim fáu sem hafa efni á að græða á neyð annarra. Það þarf pólitíska forystu og kjark til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. Með því að beita skattalegum hvötum getum við stýrt þróuninni í þá átt sem þjónar best hagsmunum samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að ungt fólk er framtíð samfélagsins. Ef við gerum þeim ókleift að koma sér upp eigin heimili, erum við að grafa undan framtíðinni. Það er ekki aðeins spurning um fjármál heldur einnig um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Allir ættu að hafa rétt á öruggu húsnæði óháð efnahag eða aldri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Sjá meira
Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun. Á sama tíma stendur ungt og efnaminna fólk frammi fyrir því að geta hvorki keypt né leigt húsnæði á sanngjörnu verði. Skammtímaleiga, eins og Airbnb, hefur gjörbreytt húsnæðismarkaðnum í borgum og bæjum landsins. Í stað þess að húsnæði sé nýtt til búsetu fyrir íbúa, er það tekið af markaðnum og sett í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þetta eykur eftirspurn eftir húsnæði fyrir ferðamenn en minnkar framboð fyrir almenna leigjendur. Afleiðingin er ekki aðeins hækkandi leiguverð og skortur á húsnæði fyrir þá sem þurfa mest á því að halda, heldur minnkar skammtímaleiga félagsauð samfélaga, stöðugleika og lífsgæði Fjárfestingareignir eru annað vandamál. Þegar fjársterkir aðilar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að græða á verðhækkunum, en ekki með það í huga að veita fólki heimili, skapast ójafnvægi á markaðnum. Þetta leiðir til þess að húsnæði stendur autt eða er leigt út á óheyrilegu verði. Unnt er að mæta þessum áskorunum með því að beita skattalegum hvötum til að breyta hegðun á markaðnum. Skattlagning á skammtímaleigu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent stjórnvöldum á hvernig tækla megi þennan vanda og betrumbæta húsnæðismarkaðinn. Með því að auka skattlagningu á skammtímaleigu og fjárfestingareignir, getum við hvatt eigendur til að setja eignir sínar aftur á langtímaleigumarkaðinn eða selja þær til fyrstu kaupenda. Hærri skattar á þessar tegundir eignarhalds myndu draga úr aðdráttarafli þess til fjárfestinga. Framboð yrði aukið til þeirra sem þurfa á húsnæði að halda til að búa sér heimili, hvort heldur til kaups eða leigu og þrýstingur myndi minnka á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt að skilja að skattlagning er ekki refsing, heldur tæki til að stýra hegðun á markaðnum. Þegar markaðurinn bregst og þjónar ekki hagsmunum samfélagsins, er það hlutverk ríkisins að grípa um stýrið og koma skútunni á réttan kjöl. Með því að skattleggja skammtímaleigu og fjárfestingareignir hærra, erum við að senda skýr skilaboð um að húsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingartæki. Húsnæði fyrir heimili í forgang En skattlagning ein og sér er ekki lausnin. Við þurfum einnig að huga að öðrum aðgerðum til að bæta stöðu ungs fólks og efnaminna á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög geta til dæmis sett reglur um hámarksfjölda skammtímaleigu í hverfum til að tryggja að heilu hverfin verði ekki einungis samansafn af gististöðum fyrir ferðamenn. Auk þess þarf að auðvelda uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt og efnaminna fólk. Þetta gæti verið gert með því að veita skattalega hvata til byggingaraðila sem sérhæfa sig í slíkri uppbyggingu, eða með því að ríkið og sveitarfélög taki sjálf þátt í byggingu á viðeigandi húsnæði. Það er einnig nauðsynlegt að endurskoða reglur um lánveitingar og útborgunarkröfur til að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign. Sanngjarnari húsnæðismarkaður til framtíðar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að markaðurinn mun ekki leysa þetta vandamál af sjálfsdáðum. Það er kominn tími til að við setjum hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum. Með auknum takmörkunum á skammtímaleigu og fjárfestingareignum getum við stuðlað að sanngjarnari húsnæðismarkaði sem þjónar okkur öllum, ekki aðeins þeim fáu sem hafa efni á að græða á neyð annarra. Það þarf pólitíska forystu og kjark til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. Með því að beita skattalegum hvötum getum við stýrt þróuninni í þá átt sem þjónar best hagsmunum samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að ungt fólk er framtíð samfélagsins. Ef við gerum þeim ókleift að koma sér upp eigin heimili, erum við að grafa undan framtíðinni. Það er ekki aðeins spurning um fjármál heldur einnig um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Allir ættu að hafa rétt á öruggu húsnæði óháð efnahag eða aldri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun