Eins og þú kallar í skóginn….. – við þurfum að þora að ræða viðkvæmu málin Björn Bjarki Þorsteinsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifa 23. september 2024 20:02 Síðustu vikur hefur líðan ungmenna og birtingarmyndir að því er virðist mikillar vanlíðunar ákveðinna hópa þeirra verið mikið í umræðunni í kjölfar skelfilegra atburða. Þjóðin er í áfalli yfir þeim atburðum og hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem í hlut eiga. Eðlilega fer af stað umræða um hvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur sem þjóð og settir eru af stað átakshópar til að bregðast við stöðunni. Er það vel því unga fólkið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt að hlúa að þeim og grípa þau sem á aðstoð þurfa að halda. Undanfarin misseri hafa átt sér stað verulegar kerfisbreytingar í meðferð málefna barna með innleiðingu farsældarlaga sem hafa einmitt það að markmiði, þ.e. að grípa þá hópa barna sem hafa siglt milli skers og báru í kerfinu og samþætta nálgun við meðferð mála til að grípa börnin sem þurfa aðstoð. Þau sem þetta skrifa hafa séð jákvæð áhrif þeirra breytinga á ýmsum sviðum í þjónustu við börn og víða um land er sömu sögu að segja. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa þó berlega leitt í ljós að betur má ef duga skal. Einn er sá hópur barna sem afar brýnt er að huga betur að en það eru börn með fjölþættan vanda sem þurfa flókna og mjög kostnaðarsama þjónustu – sem í flestum tilfellum er þeim lífsnauðsynleg. Þörf á meðferð við slíkum vanda hefur aukist undanfarin ár og vera má að bætt þjónusta við börn með innleiðingu farsældarlaganna geri það að verkum að við verðum nú meira vör við þennan hóp barna. Í dag eru úrræði fyrir þennan stækkandi hóp barna okkar mjög takmörkuð og að mestu rekin af einkaaðilum. Sem slík eru þau afar kostnaðarsöm og hefur kostnaðurinn sem af þeim hlýst að lang mestu leyti fallið á sveitarfélögin, þrátt fyrir að verkefnið sé á forræði ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélögin hafa auðvitað axlað þá ábyrgð að standa straum af kostnaði enda vill enginn setja krónur og aura á vogarskálarnar þegar um er að ræða velferð barna og oft á tíðum lífsnauðsynleg úrræði fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra. Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að tilfelli sem þessi geta sett rekstur jafnvel stærstu sveitarfélaga á hliðina. Hér verður ríkið að stíga mun fastar inn og bæði tryggja og kosta viðhlítandi úrræði. Birtingarmyndir úrræðaleysis í meðferð barna með fjölþættan vanda eru fjölmargar. Vanlíðan barnanna sjálfra, erfiðleikar í námi, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldur, aukin hætta á því að börn leiðist út af brautinni svo sem í fíkniefnaneyslu og afbrot svo fátt eitt sé talið. Það má velta fyrir sér hvort ein birtingamyndanna sé þáttur í þeirri aukningu sem við erum að sjá á ofbeldi meðal barna? Eins og þú kallar í skóginn færðu svar segir máltækið. Hvernig við byggjum kerfin okkar upp hefur áhrif á hvernig okkur tekst að búa ungmennunum okkar umhverfi til að þau megi vaxa og dafna. Kerfið hefur verið of seint í að bregðast við auknum fjölda barna með fjölþættan vanda sem hefur margvísleg vandamál í för með sér. Við þurfum öll að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum og þar leikur hið opinbera lykilhlutverk í allra erfiðustu tilfellunum. Við getum ekki ætlast til þess að leysa vandamál án úrræða og án nauðsynlegs fjármagns til að reka þau úrræði og þess vegna þurfum við að þora að ræða viðkvæmu málin, líka stöðu barna með fjölþættan vanda. Við skuldum börnunum okkar að gera betur. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Húnaþing vestra Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Fíkn Heilbrigðismál Barnavernd Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur líðan ungmenna og birtingarmyndir að því er virðist mikillar vanlíðunar ákveðinna hópa þeirra verið mikið í umræðunni í kjölfar skelfilegra atburða. Þjóðin er í áfalli yfir þeim atburðum og hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem í hlut eiga. Eðlilega fer af stað umræða um hvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur sem þjóð og settir eru af stað átakshópar til að bregðast við stöðunni. Er það vel því unga fólkið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt að hlúa að þeim og grípa þau sem á aðstoð þurfa að halda. Undanfarin misseri hafa átt sér stað verulegar kerfisbreytingar í meðferð málefna barna með innleiðingu farsældarlaga sem hafa einmitt það að markmiði, þ.e. að grípa þá hópa barna sem hafa siglt milli skers og báru í kerfinu og samþætta nálgun við meðferð mála til að grípa börnin sem þurfa aðstoð. Þau sem þetta skrifa hafa séð jákvæð áhrif þeirra breytinga á ýmsum sviðum í þjónustu við börn og víða um land er sömu sögu að segja. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa þó berlega leitt í ljós að betur má ef duga skal. Einn er sá hópur barna sem afar brýnt er að huga betur að en það eru börn með fjölþættan vanda sem þurfa flókna og mjög kostnaðarsama þjónustu – sem í flestum tilfellum er þeim lífsnauðsynleg. Þörf á meðferð við slíkum vanda hefur aukist undanfarin ár og vera má að bætt þjónusta við börn með innleiðingu farsældarlaganna geri það að verkum að við verðum nú meira vör við þennan hóp barna. Í dag eru úrræði fyrir þennan stækkandi hóp barna okkar mjög takmörkuð og að mestu rekin af einkaaðilum. Sem slík eru þau afar kostnaðarsöm og hefur kostnaðurinn sem af þeim hlýst að lang mestu leyti fallið á sveitarfélögin, þrátt fyrir að verkefnið sé á forræði ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélögin hafa auðvitað axlað þá ábyrgð að standa straum af kostnaði enda vill enginn setja krónur og aura á vogarskálarnar þegar um er að ræða velferð barna og oft á tíðum lífsnauðsynleg úrræði fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra. Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að tilfelli sem þessi geta sett rekstur jafnvel stærstu sveitarfélaga á hliðina. Hér verður ríkið að stíga mun fastar inn og bæði tryggja og kosta viðhlítandi úrræði. Birtingarmyndir úrræðaleysis í meðferð barna með fjölþættan vanda eru fjölmargar. Vanlíðan barnanna sjálfra, erfiðleikar í námi, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldur, aukin hætta á því að börn leiðist út af brautinni svo sem í fíkniefnaneyslu og afbrot svo fátt eitt sé talið. Það má velta fyrir sér hvort ein birtingamyndanna sé þáttur í þeirri aukningu sem við erum að sjá á ofbeldi meðal barna? Eins og þú kallar í skóginn færðu svar segir máltækið. Hvernig við byggjum kerfin okkar upp hefur áhrif á hvernig okkur tekst að búa ungmennunum okkar umhverfi til að þau megi vaxa og dafna. Kerfið hefur verið of seint í að bregðast við auknum fjölda barna með fjölþættan vanda sem hefur margvísleg vandamál í för með sér. Við þurfum öll að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum og þar leikur hið opinbera lykilhlutverk í allra erfiðustu tilfellunum. Við getum ekki ætlast til þess að leysa vandamál án úrræða og án nauðsynlegs fjármagns til að reka þau úrræði og þess vegna þurfum við að þora að ræða viðkvæmu málin, líka stöðu barna með fjölþættan vanda. Við skuldum börnunum okkar að gera betur. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun