Ísland: Landið sem unga fólkið flýr Einar Jóhannes Guðnason skrifar 23. september 2024 11:30 Að flytja heim til Íslands var versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið. Við konan fluttum heim í ársbyrjun 2023 þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Í Kaupmannahöfn var lífið ljúft og þægilegt, það blundar þó alltaf í manni einhver heimþrá og sáum við tækifæri að flytja heim svo sonur okkar gæti alist upp í kringum fjölskyldu. Síðan við fluttum heim er raunveruleikinn annar en við vorum vön í Danmörku. Við höfum aldrei haft minna á milli handanna, aldrei séð höfuðstól lána lækka jafn hægt, aldrei átt jafn lítið sparifé, aldrei þurft að leyfa okkur jafn lítið. Orðið „mánaðamót“ hafði aldrei dúkkað upp áður í okkar samtölum en er nú mest notaða orðið á heimilinu. Þetta er óviðunandi ástand og áhrifin sem það hefur á unga fólkið í landinu okkar eru skelfileg. Ég hef átt allt of mörg samtöl undanfarna mánuði þar sem ungt fólk á besta aldri segir mér að þau sjái enga framtíð á Íslandi, séu bara að safna sér pening til að geta flutt úr landi og ætla aldrei að koma aftur. Á örskömmum tíma hætti Ísland að vera „stórasta land í heimi“ sem allir voru stoltir af og leið vel á. Í dag er Ísland orðið landið sem unga fólkið flýr. Sem nýbakaður faðir er erfitt að horfa uppá þessa þróun. Það vill enginn að barnið sitt upplifi þennan kalda raunveruleika sem blasir við ungu fólki, þar sem vonleysi fyrir framtíðinni ræður ríkjum. Eftir að hafa upplifað þetta sjálfur í nokkra mánuði rann upp fyrir mér að ég þyrfti að taka ákvörðun: Annaðhvort flytjum við aftur til Danmerkur eða ég reyni að stuðla að breytingum með beinum hætti. Ég valdi að taka ábyrgð á framtíð Íslands, að byggja upp betra samfélag fyrir komandi kynslóðir og tek nú þátt í stofnun Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Við ætlum að berjast fyrir því að Ísland verði samfélag þar sem börnin okkar fá tækifæri til að blómstra, þar sem ákvarðanir eru teknar á grundvelli staðreynda og langtímahugsunar. Þar sem skynsemishyggja ræður för. Pólitík hefur verið allt of fjarlæg ungu fólki og það er tími til að breyta því. Pólitík snertir okkur öll og viljum við því hvetja alla á aldrinum 15 til 35 ára sem er annt um framtíð Íslands og vilja hafa jákvæð áhrif til að taka þátt í þessari baráttu með okkur. Við í Freyfaxa munum halda nýliðakvöld þann 28. september kl. 20:00 í höfuðstöðvum Miðflokksins í Hamraborg 1. Þetta er tækifæri þitt til að vera hluti af breytingunum sem Ísland þarf á að halda. Tökum höndum saman og byggjum betra Ísland fyrir okkur og börnin okkar – framtíðin bíður ekki. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að flytja heim til Íslands var versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið. Við konan fluttum heim í ársbyrjun 2023 þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Í Kaupmannahöfn var lífið ljúft og þægilegt, það blundar þó alltaf í manni einhver heimþrá og sáum við tækifæri að flytja heim svo sonur okkar gæti alist upp í kringum fjölskyldu. Síðan við fluttum heim er raunveruleikinn annar en við vorum vön í Danmörku. Við höfum aldrei haft minna á milli handanna, aldrei séð höfuðstól lána lækka jafn hægt, aldrei átt jafn lítið sparifé, aldrei þurft að leyfa okkur jafn lítið. Orðið „mánaðamót“ hafði aldrei dúkkað upp áður í okkar samtölum en er nú mest notaða orðið á heimilinu. Þetta er óviðunandi ástand og áhrifin sem það hefur á unga fólkið í landinu okkar eru skelfileg. Ég hef átt allt of mörg samtöl undanfarna mánuði þar sem ungt fólk á besta aldri segir mér að þau sjái enga framtíð á Íslandi, séu bara að safna sér pening til að geta flutt úr landi og ætla aldrei að koma aftur. Á örskömmum tíma hætti Ísland að vera „stórasta land í heimi“ sem allir voru stoltir af og leið vel á. Í dag er Ísland orðið landið sem unga fólkið flýr. Sem nýbakaður faðir er erfitt að horfa uppá þessa þróun. Það vill enginn að barnið sitt upplifi þennan kalda raunveruleika sem blasir við ungu fólki, þar sem vonleysi fyrir framtíðinni ræður ríkjum. Eftir að hafa upplifað þetta sjálfur í nokkra mánuði rann upp fyrir mér að ég þyrfti að taka ákvörðun: Annaðhvort flytjum við aftur til Danmerkur eða ég reyni að stuðla að breytingum með beinum hætti. Ég valdi að taka ábyrgð á framtíð Íslands, að byggja upp betra samfélag fyrir komandi kynslóðir og tek nú þátt í stofnun Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Við ætlum að berjast fyrir því að Ísland verði samfélag þar sem börnin okkar fá tækifæri til að blómstra, þar sem ákvarðanir eru teknar á grundvelli staðreynda og langtímahugsunar. Þar sem skynsemishyggja ræður för. Pólitík hefur verið allt of fjarlæg ungu fólki og það er tími til að breyta því. Pólitík snertir okkur öll og viljum við því hvetja alla á aldrinum 15 til 35 ára sem er annt um framtíð Íslands og vilja hafa jákvæð áhrif til að taka þátt í þessari baráttu með okkur. Við í Freyfaxa munum halda nýliðakvöld þann 28. september kl. 20:00 í höfuðstöðvum Miðflokksins í Hamraborg 1. Þetta er tækifæri þitt til að vera hluti af breytingunum sem Ísland þarf á að halda. Tökum höndum saman og byggjum betra Ísland fyrir okkur og börnin okkar – framtíðin bíður ekki. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun