Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 09:51 Víkingar máttu spila á heimavelli sínum í Víkinni í undankeppni Sambandsdeildarinnar en kröfurnar eru meiri þegar stærri liðin koma í heimsókn, auk þess sem sólin er núna mun skemur á lofti. vísir/Diego Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. Víkingar höfðu meðal annars kannað möguleikann á því - og fengið vilyrði Færeyinga - að fara með heimaleiki sína til Færeyja þar sem vallaraðstæður eru betri en á Íslandi. Eftir viðræður við UEFA, með aðkomu meðal annars íslenskra stjórnvalda og KSÍ, sem dregist hafa á langinn, er niðurstaðan sú að leikirnir fara fram á Íslandi en þó á allt öðrum tíma dags en aðrir leikir í Sambandsdeildinni. Kæru Víkingar. Við getum loks staðfest að heimaleikir okkar í Sambandsdeildinni verða spilaðir á Kópavogsvelli. Víkingur vill þakka KSÍ og Breiðablik fyrir veitta aðstoð í þessu verkefni.Til hamingju Víkingar og til hamingju Ísland ❤️🖤 pic.twitter.com/JpfHzwvVuu— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024 Víkingar eiga fyrir höndum afar spennandi mánuði. Þeir byrja á bikarúrslitaleik við KA á morgun en svo tekur við lokaspretturinn í baráttunni um sigur í Bestu deildinni og sex leikir í Sambandsdeild Evrópu. Víkingar eru í fyrsta sinn með í Evrópukeppni og byrja á að mæta Omonia Nicosia á útivelli 3. október. Fyrsti heimaleikurinn er svo við belgíska liðið Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október. Nú er orðið ljóst að sá leikur verður á Kópavogsvelli. Víkingar hafa í nógu að snúast þessa dagana en nú er orðið ljóst að þeir þurfa þó ekki að ferðast til annars lands til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni.vísir/Diego Heimavöllur Víkinga uppfyllir enn færri kröfur UEFA en Kópavogsvöllur, og ekki var heldur hægt að spila á Laugardalsvelli. Til stóð að Breiðablik léki alla sína heimaleiki í keppninni á Laugardalsvelli í fyrra en færa þurfti síðasta leikinn á Kópavogsvöll, vegna aðstæðna á grasinu í Laugardal í lok nóvember. UEFA vill ekki hætta á að sama staða komi upp núna, og þar að auki stendur til að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli til að skipta út grasvellinum fyrir blandað gras. Síðasti heimaleikur um miðjan desember Þess vegna verða allir þrír heimaleikir Víkinga á Kópavogsvelli en þetta eru heimaleikirnir: 24. okt: Víkingur – Cercle Brugge (Bel) 7. nóv: Víkingur – Borac Banja Luka (Bos) 12. des: Víkingur – Djurgården (Sví) Útileikir Víkinga eru svo eins og fyrr segir við Omonia Nicosia á Kýpur 3. október, gegn Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah í Armeníu 28. nóvember, og loks gegn LASK í Austurríki 19. desember. Sambandsdeildin er nú með breyttu sniði og leika 36 lið saman í einni deild, í stað þess að spiluð sé riðlakeppni. Hvert lið spilar sex leiki og eftir það falla liðin í 25.-36. sæti úr keppni. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Víkingar höfðu meðal annars kannað möguleikann á því - og fengið vilyrði Færeyinga - að fara með heimaleiki sína til Færeyja þar sem vallaraðstæður eru betri en á Íslandi. Eftir viðræður við UEFA, með aðkomu meðal annars íslenskra stjórnvalda og KSÍ, sem dregist hafa á langinn, er niðurstaðan sú að leikirnir fara fram á Íslandi en þó á allt öðrum tíma dags en aðrir leikir í Sambandsdeildinni. Kæru Víkingar. Við getum loks staðfest að heimaleikir okkar í Sambandsdeildinni verða spilaðir á Kópavogsvelli. Víkingur vill þakka KSÍ og Breiðablik fyrir veitta aðstoð í þessu verkefni.Til hamingju Víkingar og til hamingju Ísland ❤️🖤 pic.twitter.com/JpfHzwvVuu— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024 Víkingar eiga fyrir höndum afar spennandi mánuði. Þeir byrja á bikarúrslitaleik við KA á morgun en svo tekur við lokaspretturinn í baráttunni um sigur í Bestu deildinni og sex leikir í Sambandsdeild Evrópu. Víkingar eru í fyrsta sinn með í Evrópukeppni og byrja á að mæta Omonia Nicosia á útivelli 3. október. Fyrsti heimaleikurinn er svo við belgíska liðið Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október. Nú er orðið ljóst að sá leikur verður á Kópavogsvelli. Víkingar hafa í nógu að snúast þessa dagana en nú er orðið ljóst að þeir þurfa þó ekki að ferðast til annars lands til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni.vísir/Diego Heimavöllur Víkinga uppfyllir enn færri kröfur UEFA en Kópavogsvöllur, og ekki var heldur hægt að spila á Laugardalsvelli. Til stóð að Breiðablik léki alla sína heimaleiki í keppninni á Laugardalsvelli í fyrra en færa þurfti síðasta leikinn á Kópavogsvöll, vegna aðstæðna á grasinu í Laugardal í lok nóvember. UEFA vill ekki hætta á að sama staða komi upp núna, og þar að auki stendur til að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli til að skipta út grasvellinum fyrir blandað gras. Síðasti heimaleikur um miðjan desember Þess vegna verða allir þrír heimaleikir Víkinga á Kópavogsvelli en þetta eru heimaleikirnir: 24. okt: Víkingur – Cercle Brugge (Bel) 7. nóv: Víkingur – Borac Banja Luka (Bos) 12. des: Víkingur – Djurgården (Sví) Útileikir Víkinga eru svo eins og fyrr segir við Omonia Nicosia á Kýpur 3. október, gegn Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah í Armeníu 28. nóvember, og loks gegn LASK í Austurríki 19. desember. Sambandsdeildin er nú með breyttu sniði og leika 36 lið saman í einni deild, í stað þess að spiluð sé riðlakeppni. Hvert lið spilar sex leiki og eftir það falla liðin í 25.-36. sæti úr keppni. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira