„Við höfðum öll rangt fyrir okkur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. september 2024 08:02 „Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýzkalands, í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar árið 2022. „Við höfðum öll rangt fyrir okkur.“ Vísaði hann þar til þeirrar stefnu þýzkra stjórnvalda um áratugaskeið, óháð því hvaða stjórnmálaflokkar voru við völd, að vinna að nánari efnahagslegum tengslum við Rússland. Einkum í orkumálum. Frá innrásinni í Úkraínu hefur efnahagslíf Þýzkalands verið í uppnámi vegna þess hversu háð landið var orðið rússneskri olíu og gasi og sér ekki fyrir endann á því. Tvö hundruð milljarðar evra hafa runnið til Rússlands sem greiðsla fyrir þarlenda orku frá ríkjum Evrópusambandsins frá innrásinni og margfalt hærri upphæðir fyrir hana. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra. Hafa forystumenn Evrópusambandsins eins og Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ekki séð sér annað fært í kjölfar innrásarinnar en að gangast ítrekað við því opinberlega að ríki sambandsins með Þýzkaland í broddi fylkingar hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Rússlands og síðan hernað þess í Úkraínu sem stærsti kaupandi rússneskrar orku um áratuga skeið. Enn í dag eru ríkin stærsti kaupandi hennar. Sögðu áhyggjur NATO óþarfar Málið teygir sig meira en hálfa öld aftur í tímann. Schäuble var fjármálaráðherra Þýzkalands 2009-2017 og þar áður innanríkisráðherra 2005-2009 í ríkisstjórnum Angelu Merkel, kanzlara landsins og leiðtoga Kristilegra demókrata. Merkel myndaði lengst af stjórnir með Jafnaðarmannaflokknum en flokkarnir tveir hafa sem stærstu flokkar landsins fyrst og fremst borið ábyrgð á málinu. Einkum jafnaðarmenn. Fyrsti samningurinn um gasleiðslu frá Rússlandi, þá Sovétríkjunum, til Þýzkalands var undirritaður 1. febrúar 1970 en fjallað var ítarlega um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian í byrjun júní 2022. Willy Brandt var þá kanzlari landsins fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Ávinningurinn átti að vera gagnkvæmur. Þjóðverjar fengju hráefni og eldsneyti frá Rússum fyrir vélar og hágæða þýzkar iðnaðarvörur. Fyrir undirritun samningsins hafði NATO óformlega samband við stjórnvöld í Þýzkalandi og spurðist fyrir um áhrif hans á öryggismál landsins. Var bandalagið fullvissað um það að áhyggjur væru óþarfar. Þjóðverjar myndu aldrei treysta á Rússland með svo mikið sem 10% af þörf sinni fyrir gas. Hálfri öld síðar var helmingur innflutts gass, þriðjungur innfluttrar olíu og helmingur innfluttra kola rússneskur. Varaðir við af Bandaríkjunum Hver forystumaðurinn í þýzkum stjórnmálum á fætur öðrum tók virkan þátt í því síðustu áratugi að gera Þýzkaland sífellt háðara rússneskri orku. Til að mynda Helmut Kohl og Merkel frá Kristilegum demókrötum og Gerhard Schröder og Frank-Walter Steinmeier, núverandi forseti landsins, frá Jafnaðarmannaflokknum. Eftir að Schröder hætti í stjórnmálum hóf hann störf fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Fram kemur í umfjöllun Guardian að þegar farið sé í gegnum opinber skjöl sjáist vel hversu margítrekað þýzkir ráðamenn hafi verið varaðir við því að það gæti komið í bakið á þeim að reiða sig svo mjög á rússneska orku. Til dæmis af hverjum forseta Bandaríkjanna á fætum öðrum. Þýzkir ráðamenn hafi hins vegar talið Bandaríkjamenn barnalega og að þeir sjálfir væru þeir einu sem skildu stjórnvöld í Moskvu. „Við héldum áfram að vinnu við brúarsmíði sem rússnesk stjórnvöld höfðu ekki lengur trú á og sem bandamenn okkar vöruðu okkur við,“ sagði Steinmeier við þýzka fjölmiðla í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og vísaði þar til þeirrar stefnu að byggja brýr yfir til Rússlands. Viðurkenndi hann að stuðningur hans við þá stefnu að stuðla að auknum efnahagslegum tengslum við rússnesk stjórnvöld hefði verið mistök. Sjálfstæð uppspretta spennu „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi á vegum hugveitunnar Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Málið snýst í raun um þá mýtu sem samrunarþóunin innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur einkum verið réttlætt með allt frá upphafi. Að náin pólitísk og efnahagsleg tengsl á milli Evrópuríkja kæmu í veg fyrir átök á milli þeirra og að samruninn hafi tryggt friðinn í álfunni. Hins vegar eru nánari tengsl á milli ríkja innan sambandsins en sátt er um orðin að sjálfstæðri uppsprettu spennu á milli þeirra. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þar með talið og ekki sízt með tilliti til efnahagsöryggis og skynsamlegra ákvarðana í þeim efnum. Fyrir vikið sætir það vitanlega furðu þegar því er haldið fram að forystumönnum sambandsins væri treystandi fyrir íslenzkum efnahagsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýzkalands, í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar árið 2022. „Við höfðum öll rangt fyrir okkur.“ Vísaði hann þar til þeirrar stefnu þýzkra stjórnvalda um áratugaskeið, óháð því hvaða stjórnmálaflokkar voru við völd, að vinna að nánari efnahagslegum tengslum við Rússland. Einkum í orkumálum. Frá innrásinni í Úkraínu hefur efnahagslíf Þýzkalands verið í uppnámi vegna þess hversu háð landið var orðið rússneskri olíu og gasi og sér ekki fyrir endann á því. Tvö hundruð milljarðar evra hafa runnið til Rússlands sem greiðsla fyrir þarlenda orku frá ríkjum Evrópusambandsins frá innrásinni og margfalt hærri upphæðir fyrir hana. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra. Hafa forystumenn Evrópusambandsins eins og Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ekki séð sér annað fært í kjölfar innrásarinnar en að gangast ítrekað við því opinberlega að ríki sambandsins með Þýzkaland í broddi fylkingar hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Rússlands og síðan hernað þess í Úkraínu sem stærsti kaupandi rússneskrar orku um áratuga skeið. Enn í dag eru ríkin stærsti kaupandi hennar. Sögðu áhyggjur NATO óþarfar Málið teygir sig meira en hálfa öld aftur í tímann. Schäuble var fjármálaráðherra Þýzkalands 2009-2017 og þar áður innanríkisráðherra 2005-2009 í ríkisstjórnum Angelu Merkel, kanzlara landsins og leiðtoga Kristilegra demókrata. Merkel myndaði lengst af stjórnir með Jafnaðarmannaflokknum en flokkarnir tveir hafa sem stærstu flokkar landsins fyrst og fremst borið ábyrgð á málinu. Einkum jafnaðarmenn. Fyrsti samningurinn um gasleiðslu frá Rússlandi, þá Sovétríkjunum, til Þýzkalands var undirritaður 1. febrúar 1970 en fjallað var ítarlega um málið á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian í byrjun júní 2022. Willy Brandt var þá kanzlari landsins fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Ávinningurinn átti að vera gagnkvæmur. Þjóðverjar fengju hráefni og eldsneyti frá Rússum fyrir vélar og hágæða þýzkar iðnaðarvörur. Fyrir undirritun samningsins hafði NATO óformlega samband við stjórnvöld í Þýzkalandi og spurðist fyrir um áhrif hans á öryggismál landsins. Var bandalagið fullvissað um það að áhyggjur væru óþarfar. Þjóðverjar myndu aldrei treysta á Rússland með svo mikið sem 10% af þörf sinni fyrir gas. Hálfri öld síðar var helmingur innflutts gass, þriðjungur innfluttrar olíu og helmingur innfluttra kola rússneskur. Varaðir við af Bandaríkjunum Hver forystumaðurinn í þýzkum stjórnmálum á fætur öðrum tók virkan þátt í því síðustu áratugi að gera Þýzkaland sífellt háðara rússneskri orku. Til að mynda Helmut Kohl og Merkel frá Kristilegum demókrötum og Gerhard Schröder og Frank-Walter Steinmeier, núverandi forseti landsins, frá Jafnaðarmannaflokknum. Eftir að Schröder hætti í stjórnmálum hóf hann störf fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Fram kemur í umfjöllun Guardian að þegar farið sé í gegnum opinber skjöl sjáist vel hversu margítrekað þýzkir ráðamenn hafi verið varaðir við því að það gæti komið í bakið á þeim að reiða sig svo mjög á rússneska orku. Til dæmis af hverjum forseta Bandaríkjanna á fætum öðrum. Þýzkir ráðamenn hafi hins vegar talið Bandaríkjamenn barnalega og að þeir sjálfir væru þeir einu sem skildu stjórnvöld í Moskvu. „Við héldum áfram að vinnu við brúarsmíði sem rússnesk stjórnvöld höfðu ekki lengur trú á og sem bandamenn okkar vöruðu okkur við,“ sagði Steinmeier við þýzka fjölmiðla í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og vísaði þar til þeirrar stefnu að byggja brýr yfir til Rússlands. Viðurkenndi hann að stuðningur hans við þá stefnu að stuðla að auknum efnahagslegum tengslum við rússnesk stjórnvöld hefði verið mistök. Sjálfstæð uppspretta spennu „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi á vegum hugveitunnar Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Málið snýst í raun um þá mýtu sem samrunarþóunin innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur einkum verið réttlætt með allt frá upphafi. Að náin pólitísk og efnahagsleg tengsl á milli Evrópuríkja kæmu í veg fyrir átök á milli þeirra og að samruninn hafi tryggt friðinn í álfunni. Hins vegar eru nánari tengsl á milli ríkja innan sambandsins en sátt er um orðin að sjálfstæðri uppsprettu spennu á milli þeirra. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þar með talið og ekki sízt með tilliti til efnahagsöryggis og skynsamlegra ákvarðana í þeim efnum. Fyrir vikið sætir það vitanlega furðu þegar því er haldið fram að forystumönnum sambandsins væri treystandi fyrir íslenzkum efnahagsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun