Frumútboð og framhjáhöld Baldur Thorlacius skrifar 16. september 2024 12:03 Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald. Árið 2015 láku upplýsingar um notendur síðunnar og rekstur fyrirtækisins, með tilheyrandi fjaðrafoki. Allt er þetta rakið í áðurnefndum þáttum. Það voru ekki framhjáhöldin sjálf eða framtíð sambands myndbandsbloggaranna sem fjallað er um í þáttunum sem fönguðu athygli mína, heldur það sem fram kom um fyrirætlanir félagsins um frumútboð („IPO“). Með frumútboði yrði Ashley Madison skráð í kauphöll, þyrfti að „opna bækurnar“ og birta ítarlegar upplýsingar um reksturinn. Í kjölfar þess yrði almenningi og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa og selja hlutabréf í félaginu. Það er fróðleg æfing að velta því fyrir sér hvort frumútboð og skráning Ashley Madison hefði í reynd gengið í gegn, ef ekki hefði komið til lekans. Í fyrsta lagi hefði félagið þurft að finna viljuga fjárfesta. Af samtímaheimildum að dæma var það hægara sagt en gert. Félagið stefndi á frumútboð í Toronto árið 2010 en náði ekki að heilla fjárfesta, sem voru að sögn hræddir um orðspor sitt. Þegar lekinn átti sér stað, fimm árum síðar, hafði stefnan verið tekin á frumútboð í London. Erfitt er að segja hvort breskir fjárfestar hefðu reynst frjálslyndari en þeir kanadísku eða hvort mikill vöxtur frá árinu 2010 hefði dugað til að fá þá til að líta fram hjá öllu framhjáhaldinu. Orðsporsáhætta útilokar ekki endilega fjárfestingu ef vænt arðsemi er nógu góð. Í öðru lagi hefði félagið þurft að fá fjárfestana til að kaupa hlutabréf. Ekki bara einn heldur marga, helst mjög marga. Það er ákveðin samtrygging í fjöldanum, þegar margir fjárfestar og greiningaraðilar eru að sparka í dekkin aukast líkurnar á því að upp komist um skringilegheit í rekstri fyrirtækis. Og nóg virðist hafa verið um slíkt hjá Ashley Madison, ef eitthvað er að marka þættina. Í þriðja lagi hefði viðkomandi fjármálaeftirlit þurft að staðfesta lýsingu (e. prospectus) Ashley Madison, sem er afar ítarlegt plagg með öllum helstu upplýsingum fyrir fjárfesta, og félagið hefði þurft að standast skráningarskilyrði viðkomandi kauphallar. Þá hefði fjöldi ráðgjafa komið að verkefninu, sem allir hefðu viljað vanda til verka. Eins og starfsemi og ferlum Ashley Madison var lýst í Netflix þáttunum verður því að teljast ólíklegt að félagið hefði komist í gegnum frumútboð og skráningu í kauphöll, með öllu sem það hefði þurft að yfirstíga, en ekki ómögulegt. Það er ástæða fyrir því að skráningu á markað fylgir ákveðinn gæðastimpill, allir ferlar þurfa að vera í topp standi svo fjárfestar fái skýra mynd af rekstrinum. Loks má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Ashley Madison hafi í reynd verið að stefna í kauphöll. Fyrirhugað frumútboð er yfirleitt til marks um metnað og traust á eigin fyrirtæki. Af sömu ástæðu eru alltaf einhverjir stjórnendur sem vilja skreyta sig með stolnum fjöðrum, gefa út að þeir stefni á frumútboð til að fegra ásýnd sína. Láta líta út eins og reksturinn sé blómlegur og allir ferlar í topp standi. En í þessu tilfelli stóð keisarinn nakinn, inni hjá eiginkonu nágrannans. Ári eftir lekann sendi stjórn frá sér tilkynningu um að öllum steinum hefði verið velt við og úrbætur gerðar á ferlum og starfsháttum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort félagið láti reyna á frumútboð í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Bíó og sjónvarp Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald. Árið 2015 láku upplýsingar um notendur síðunnar og rekstur fyrirtækisins, með tilheyrandi fjaðrafoki. Allt er þetta rakið í áðurnefndum þáttum. Það voru ekki framhjáhöldin sjálf eða framtíð sambands myndbandsbloggaranna sem fjallað er um í þáttunum sem fönguðu athygli mína, heldur það sem fram kom um fyrirætlanir félagsins um frumútboð („IPO“). Með frumútboði yrði Ashley Madison skráð í kauphöll, þyrfti að „opna bækurnar“ og birta ítarlegar upplýsingar um reksturinn. Í kjölfar þess yrði almenningi og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa og selja hlutabréf í félaginu. Það er fróðleg æfing að velta því fyrir sér hvort frumútboð og skráning Ashley Madison hefði í reynd gengið í gegn, ef ekki hefði komið til lekans. Í fyrsta lagi hefði félagið þurft að finna viljuga fjárfesta. Af samtímaheimildum að dæma var það hægara sagt en gert. Félagið stefndi á frumútboð í Toronto árið 2010 en náði ekki að heilla fjárfesta, sem voru að sögn hræddir um orðspor sitt. Þegar lekinn átti sér stað, fimm árum síðar, hafði stefnan verið tekin á frumútboð í London. Erfitt er að segja hvort breskir fjárfestar hefðu reynst frjálslyndari en þeir kanadísku eða hvort mikill vöxtur frá árinu 2010 hefði dugað til að fá þá til að líta fram hjá öllu framhjáhaldinu. Orðsporsáhætta útilokar ekki endilega fjárfestingu ef vænt arðsemi er nógu góð. Í öðru lagi hefði félagið þurft að fá fjárfestana til að kaupa hlutabréf. Ekki bara einn heldur marga, helst mjög marga. Það er ákveðin samtrygging í fjöldanum, þegar margir fjárfestar og greiningaraðilar eru að sparka í dekkin aukast líkurnar á því að upp komist um skringilegheit í rekstri fyrirtækis. Og nóg virðist hafa verið um slíkt hjá Ashley Madison, ef eitthvað er að marka þættina. Í þriðja lagi hefði viðkomandi fjármálaeftirlit þurft að staðfesta lýsingu (e. prospectus) Ashley Madison, sem er afar ítarlegt plagg með öllum helstu upplýsingum fyrir fjárfesta, og félagið hefði þurft að standast skráningarskilyrði viðkomandi kauphallar. Þá hefði fjöldi ráðgjafa komið að verkefninu, sem allir hefðu viljað vanda til verka. Eins og starfsemi og ferlum Ashley Madison var lýst í Netflix þáttunum verður því að teljast ólíklegt að félagið hefði komist í gegnum frumútboð og skráningu í kauphöll, með öllu sem það hefði þurft að yfirstíga, en ekki ómögulegt. Það er ástæða fyrir því að skráningu á markað fylgir ákveðinn gæðastimpill, allir ferlar þurfa að vera í topp standi svo fjárfestar fái skýra mynd af rekstrinum. Loks má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Ashley Madison hafi í reynd verið að stefna í kauphöll. Fyrirhugað frumútboð er yfirleitt til marks um metnað og traust á eigin fyrirtæki. Af sömu ástæðu eru alltaf einhverjir stjórnendur sem vilja skreyta sig með stolnum fjöðrum, gefa út að þeir stefni á frumútboð til að fegra ásýnd sína. Láta líta út eins og reksturinn sé blómlegur og allir ferlar í topp standi. En í þessu tilfelli stóð keisarinn nakinn, inni hjá eiginkonu nágrannans. Ári eftir lekann sendi stjórn frá sér tilkynningu um að öllum steinum hefði verið velt við og úrbætur gerðar á ferlum og starfsháttum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort félagið láti reyna á frumútboð í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun