Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2024 09:05 Pia Kjærsgaard tók fyrst sæti á danska þinginu árið 1984. EPA Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn. Kjærsgaard greindi frá þessu á Facebook í morgun. Hún segir þar að hún verði orðin áttræð þegar næstu þingkosningar fara fram og að hún geti ekki hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á þinginu. „Þó að stjórnmál séu spennandi, áhugaverð og gefandi þá verður að vera tími fyrir annað í mínu lífi. Þess vegna segi ég brátt takk fyrir rúm fjörutíu ótrúleg ár og fer á eftirlaun,“ segir Kjærsgaard. Hún segist hafa tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur og segist sannfærð um að ákvörðunin sé rétt. Danski þjóðarflokkurinn hefur lengi barist fyrir strangari innflytjendalöggjöf í Danmörku. Kjærsgaard var fyrst kjörin á þing fyrir Framfaraflokkinn árið 1984 – flokk sem Mogens Glistrup stýrði. Hún hafði starfað sem húshjálp áður en hún tók sæti á þingi. Hún varð fljótt lykilmanneskja í flokknum en gekk til liðs við Danska þjóðarflokkinn árið 1995. Hún stýrði flokknum á árunum 1995 til 2012, en á árunum 2001 til 2011 var flokkurinn stuðningsflokkur hægristjórnar Vestre og Íhaldsmanna. Hún gegndi svo embætti forseta danska þingsins á árunum 2015 til 2019. Kjærsgaard kom hingað til lands árið 2018 sem forseti danska þingsins til að sækja hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum og vakti þá athygli að þingflokkur Pírata ákvað að sækja ekki fundinn vegna veru Kjærsgaard og afstöðu hennar til innflytjendamála. Þá yfirgaf einn þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, fundinn á meðan ræðu Kjærsgaard stóð. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Kjærsgaard greindi frá þessu á Facebook í morgun. Hún segir þar að hún verði orðin áttræð þegar næstu þingkosningar fara fram og að hún geti ekki hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á þinginu. „Þó að stjórnmál séu spennandi, áhugaverð og gefandi þá verður að vera tími fyrir annað í mínu lífi. Þess vegna segi ég brátt takk fyrir rúm fjörutíu ótrúleg ár og fer á eftirlaun,“ segir Kjærsgaard. Hún segist hafa tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur og segist sannfærð um að ákvörðunin sé rétt. Danski þjóðarflokkurinn hefur lengi barist fyrir strangari innflytjendalöggjöf í Danmörku. Kjærsgaard var fyrst kjörin á þing fyrir Framfaraflokkinn árið 1984 – flokk sem Mogens Glistrup stýrði. Hún hafði starfað sem húshjálp áður en hún tók sæti á þingi. Hún varð fljótt lykilmanneskja í flokknum en gekk til liðs við Danska þjóðarflokkinn árið 1995. Hún stýrði flokknum á árunum 1995 til 2012, en á árunum 2001 til 2011 var flokkurinn stuðningsflokkur hægristjórnar Vestre og Íhaldsmanna. Hún gegndi svo embætti forseta danska þingsins á árunum 2015 til 2019. Kjærsgaard kom hingað til lands árið 2018 sem forseti danska þingsins til að sækja hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum og vakti þá athygli að þingflokkur Pírata ákvað að sækja ekki fundinn vegna veru Kjærsgaard og afstöðu hennar til innflytjendamála. Þá yfirgaf einn þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, fundinn á meðan ræðu Kjærsgaard stóð.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira