Jafnlaunavottunin: Það er þörf á breytingum Drífa Sigurðardóttir skrifar 11. september 2024 08:31 Árið 2017 var fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri gert skylt að öðlast jafnlaunavottun með því að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Markmiðið með jafnlaunavottuninni var að innleiða kerfisbundið verklag sem myndi tryggja að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Síðastliðin sjö ár hafa ráðgjafar Attentus aðstoðað á yfir eitt hundrað fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum. Í þeim verkefnum höfum við séð að jafnlaunavottunin hefur breytt miklu þegar kemur að viðhorfi til jafnréttismála og jafnlaunamála og einnig breytingar á verklagi fyrirtækja við ákvörðun launa. Árlega setja fyrirtæki og stofnanirsér metnaðarfull markmið þegar kemur að jafnréttismálum og launamunur minnkar ár frá ári. Jafnlaunavottunin hefur því sannað gildi sitt þegar kemur að því að tryggja að greidd séu sömu launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þrátt fyrir þetta tel að kominn sé tími til að meta árangur jafnlaunavottunarinnar, en í 11. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er gert ráð fyrir slíktu mati. Margt kemur þar til, m.a. að mörg fyrirtæki hafa ár eftir ár sýnt fram á óútskýrðan launamun innan við +/- 2% og því má segja að árlegar úttektir vottunaraðila séu óþarfar. Við endurmat á árangri á jafnlaunavottuninni væri einnig rétt að líta til nýrrar tilskipunar ESB um launagagnsæi (Directive 2023/970). Margt bendir til þess að kröfur tilskipunarinnar geti leyst jafnlaunavottunina af hólmi og að íslensk krafa um staðfestingu frá sérstökum vottunaraðili verði óþörf. Í tilskipuninni er lögð áhersla á launagagnsæi og birtingu upplýsinga um launamun. Kröfur til vinnuveitanda skv. tilskipunin verða m.a.: Vinnuveitendum með fleiri en 100 starfsmenn verður gert skylt að framkvæma launagreiningar árlega og birta mun á launum kynjanna. Sé launamunur kynjanna +/-5% eða meiri þurfa vinnuveitendur að vinna með fulltrúum starfsfólks við að framkvæma ítarlegri greiningu setja fram úrbótaáætlun. Umsækjendur eiga einnig rétt á upplýsingum um byrjunarlaun fyrir auglýst störf og ekki má spyrja umsækjendur um launakröfur í ráðningarviðtölum. Vinnuveitendur skulu einnig birta upplýsingar um hvernig ákvarðanir um launahækkanir eru teknar og hvernig flokkun starfa er byggð um, en flokkunin verður að byggja á hlutlausum þáttum. Kröfurnar í tilskipuninni útiloka samt ekki að vinnuveitendur geti greitt starfsfólki sem sinnir sambærilegum störfum mismunandi laun, en slíkt verður þá alltaf gert á grundvelli hlutlægra, kynhlutlausa og óhlutdrægra viðmiða, svo sem frammistöðu og sértækrar hæfni. Vinnuveitendur geta ekki bannað starfsfólki að segja frá launum sínum, t.d. með þagnarskylduákvæðum í ráðningarsamningum. Greining á launum nær ekki eingöngu til starfsfólks, heldur einnig verktaka. Að miklu leyti er um samskonar skyldur og er að finna í jafnlaunastaðlinum, þó nýjungar séu einnig til staðar, svo sem að tryggja rétt umsækjanda til upplýsinga um laun snemma í ráðningarferlinu. En eins og í jafnlaunavottuninni er gerð krafa um framkvæmd launagreininga og að niðurstöður þeirra séu birtar. Þegar er gerð krafa í jafnlaunavottuninni um samræmda flokkun starfa sem byggir á hlutlausum þáttum og í íslenskum lögum er tekið fram að starfsfólki er ávallt heimilt að skýra frá launum sínum, kjósi það að gera svo. Ef ESB tilskipunin yrði innleidd á Íslandi myndi þörfin fyrir ytri vottunaraðila vera óþörf, kröfur um launagagnsæi kæmi í staðinn fyrir vottun. Vegna jafnlaunavottunarinnar eru íslensk fyrirtæki að mínu mati vel í stakk búin að uppfylla kröfur ESB tilskipunarinnar. Flest fyrirtæki og stofnanir sem ESB tilskipunin mun ná til á Íslandi hafa þegar uppfyllt að stórum hluta þær kröfur sem tilskipunin gerir. Að auki fellur tilskipun vel að öðrum reglum sem íslensk fyrirtæki eru að innleiða þessa dagana, t.d. um sjálfbærniupplýsingar. Því er kominn tími á endurmat á þörfinni fyrir jafnlaunavottun, m.a. vegna tilkomu umræddrar tilskipunar ESB um launagagnsæi. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Árið 2017 var fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri gert skylt að öðlast jafnlaunavottun með því að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Markmiðið með jafnlaunavottuninni var að innleiða kerfisbundið verklag sem myndi tryggja að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Síðastliðin sjö ár hafa ráðgjafar Attentus aðstoðað á yfir eitt hundrað fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum. Í þeim verkefnum höfum við séð að jafnlaunavottunin hefur breytt miklu þegar kemur að viðhorfi til jafnréttismála og jafnlaunamála og einnig breytingar á verklagi fyrirtækja við ákvörðun launa. Árlega setja fyrirtæki og stofnanirsér metnaðarfull markmið þegar kemur að jafnréttismálum og launamunur minnkar ár frá ári. Jafnlaunavottunin hefur því sannað gildi sitt þegar kemur að því að tryggja að greidd séu sömu launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þrátt fyrir þetta tel að kominn sé tími til að meta árangur jafnlaunavottunarinnar, en í 11. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er gert ráð fyrir slíktu mati. Margt kemur þar til, m.a. að mörg fyrirtæki hafa ár eftir ár sýnt fram á óútskýrðan launamun innan við +/- 2% og því má segja að árlegar úttektir vottunaraðila séu óþarfar. Við endurmat á árangri á jafnlaunavottuninni væri einnig rétt að líta til nýrrar tilskipunar ESB um launagagnsæi (Directive 2023/970). Margt bendir til þess að kröfur tilskipunarinnar geti leyst jafnlaunavottunina af hólmi og að íslensk krafa um staðfestingu frá sérstökum vottunaraðili verði óþörf. Í tilskipuninni er lögð áhersla á launagagnsæi og birtingu upplýsinga um launamun. Kröfur til vinnuveitanda skv. tilskipunin verða m.a.: Vinnuveitendum með fleiri en 100 starfsmenn verður gert skylt að framkvæma launagreiningar árlega og birta mun á launum kynjanna. Sé launamunur kynjanna +/-5% eða meiri þurfa vinnuveitendur að vinna með fulltrúum starfsfólks við að framkvæma ítarlegri greiningu setja fram úrbótaáætlun. Umsækjendur eiga einnig rétt á upplýsingum um byrjunarlaun fyrir auglýst störf og ekki má spyrja umsækjendur um launakröfur í ráðningarviðtölum. Vinnuveitendur skulu einnig birta upplýsingar um hvernig ákvarðanir um launahækkanir eru teknar og hvernig flokkun starfa er byggð um, en flokkunin verður að byggja á hlutlausum þáttum. Kröfurnar í tilskipuninni útiloka samt ekki að vinnuveitendur geti greitt starfsfólki sem sinnir sambærilegum störfum mismunandi laun, en slíkt verður þá alltaf gert á grundvelli hlutlægra, kynhlutlausa og óhlutdrægra viðmiða, svo sem frammistöðu og sértækrar hæfni. Vinnuveitendur geta ekki bannað starfsfólki að segja frá launum sínum, t.d. með þagnarskylduákvæðum í ráðningarsamningum. Greining á launum nær ekki eingöngu til starfsfólks, heldur einnig verktaka. Að miklu leyti er um samskonar skyldur og er að finna í jafnlaunastaðlinum, þó nýjungar séu einnig til staðar, svo sem að tryggja rétt umsækjanda til upplýsinga um laun snemma í ráðningarferlinu. En eins og í jafnlaunavottuninni er gerð krafa um framkvæmd launagreininga og að niðurstöður þeirra séu birtar. Þegar er gerð krafa í jafnlaunavottuninni um samræmda flokkun starfa sem byggir á hlutlausum þáttum og í íslenskum lögum er tekið fram að starfsfólki er ávallt heimilt að skýra frá launum sínum, kjósi það að gera svo. Ef ESB tilskipunin yrði innleidd á Íslandi myndi þörfin fyrir ytri vottunaraðila vera óþörf, kröfur um launagagnsæi kæmi í staðinn fyrir vottun. Vegna jafnlaunavottunarinnar eru íslensk fyrirtæki að mínu mati vel í stakk búin að uppfylla kröfur ESB tilskipunarinnar. Flest fyrirtæki og stofnanir sem ESB tilskipunin mun ná til á Íslandi hafa þegar uppfyllt að stórum hluta þær kröfur sem tilskipunin gerir. Að auki fellur tilskipun vel að öðrum reglum sem íslensk fyrirtæki eru að innleiða þessa dagana, t.d. um sjálfbærniupplýsingar. Því er kominn tími á endurmat á þörfinni fyrir jafnlaunavottun, m.a. vegna tilkomu umræddrar tilskipunar ESB um launagagnsæi. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun