Afleit afkoma heimila Stefán Ólafsson skrifar 9. september 2024 10:02 Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022. Loks tóku við óvenju örar hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sem bættu í verðbólguhvetjandi áhrif húsnæðismálanna, með því að hægja á íbúðabyggingum. Verðbólgan hefur þó verið þrálát. Þessi þróun öll lagði mjög auknar byrðar á heimilin, mest á heimili skuldsettra fjölskyldna og þeirra tekjulægri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutfall heimila sem sögðu erfitt að ná endum saman jókst frá 2021 til 2023 og lækkaði síðan einungis lítillega fram á síðasta vor, samkvæmt árlegum könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Árið 2021 voru það rúm 23% heimila almenns launafólks sem sögðu erfitt að ná endum saman. Það hækkaði upp í rúm 44% árið 2023 og hafði svo lækkað lítillega niður í um 41%, með lækkandi verðbólgu. Það var lítill bati þó í rétta átt væri. Hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu (Eflingarfólk á myndinni) var staðan mun verri allan tímann, eins og hjá öðru lágtekjufólki. Hlutfall þess hóps fór úr um 38% 2021 upp í 60% 2023 og hafði einungis lækkað niður í 55% síðastliðið vor. Þegar áhrifa nýja kjarasamningsins fer að gæta til fulls nú í haust ætti staðan eitthvað að skána, en viðvarandi há verðbólga og vextir eru þó að grafa undan væntum árangri kjarasamningsins, sem er grafalvarlegt mál. Villandi tal og afskiptaleysi stjórnvalda Talsmenn Seðlabankans og stjórnvalda hafa almennt gert lítið úr erfiðleikum heimilanna vegna ríkjandi aðstæðna og vísa til þess að vanskil íbúðalána hafi lítið aukist. Það er villandi málflutningur. Það þarf verulega djúpa kreppu til að vanskil húsnæðislána aukist umtalsvert, eins og varð eftir fjármálahrunið 2008. Vanskil hafa ekki aukist að ráði núna vegna þess að heimilin láta afborganir húsnæðislána og leigu vera í forgangi. Því húsnæði er frumþörf. Þrengt er að öllu öðru áður en að vanskilum lána og leigu kemur hjá heimilunum. Seðlabankinn er einungis að ná takmörkuðum árangri í að lækka verðbólguna, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að slökkva á hagvextinum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið á húsnæðismálunum eins og þarf, né öðru sem til hennar verkefna heyrir í baráttunni við verðbólguna. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart erfiðri afkomu heimilanna og knýjandi verkefnum er líklega mikilvægasta skýringin á litlu fylgi ríkisstjórnarflokkanna um þessar mundir. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022. Loks tóku við óvenju örar hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sem bættu í verðbólguhvetjandi áhrif húsnæðismálanna, með því að hægja á íbúðabyggingum. Verðbólgan hefur þó verið þrálát. Þessi þróun öll lagði mjög auknar byrðar á heimilin, mest á heimili skuldsettra fjölskyldna og þeirra tekjulægri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutfall heimila sem sögðu erfitt að ná endum saman jókst frá 2021 til 2023 og lækkaði síðan einungis lítillega fram á síðasta vor, samkvæmt árlegum könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Árið 2021 voru það rúm 23% heimila almenns launafólks sem sögðu erfitt að ná endum saman. Það hækkaði upp í rúm 44% árið 2023 og hafði svo lækkað lítillega niður í um 41%, með lækkandi verðbólgu. Það var lítill bati þó í rétta átt væri. Hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu (Eflingarfólk á myndinni) var staðan mun verri allan tímann, eins og hjá öðru lágtekjufólki. Hlutfall þess hóps fór úr um 38% 2021 upp í 60% 2023 og hafði einungis lækkað niður í 55% síðastliðið vor. Þegar áhrifa nýja kjarasamningsins fer að gæta til fulls nú í haust ætti staðan eitthvað að skána, en viðvarandi há verðbólga og vextir eru þó að grafa undan væntum árangri kjarasamningsins, sem er grafalvarlegt mál. Villandi tal og afskiptaleysi stjórnvalda Talsmenn Seðlabankans og stjórnvalda hafa almennt gert lítið úr erfiðleikum heimilanna vegna ríkjandi aðstæðna og vísa til þess að vanskil íbúðalána hafi lítið aukist. Það er villandi málflutningur. Það þarf verulega djúpa kreppu til að vanskil húsnæðislána aukist umtalsvert, eins og varð eftir fjármálahrunið 2008. Vanskil hafa ekki aukist að ráði núna vegna þess að heimilin láta afborganir húsnæðislána og leigu vera í forgangi. Því húsnæði er frumþörf. Þrengt er að öllu öðru áður en að vanskilum lána og leigu kemur hjá heimilunum. Seðlabankinn er einungis að ná takmörkuðum árangri í að lækka verðbólguna, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að slökkva á hagvextinum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið á húsnæðismálunum eins og þarf, né öðru sem til hennar verkefna heyrir í baráttunni við verðbólguna. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart erfiðri afkomu heimilanna og knýjandi verkefnum er líklega mikilvægasta skýringin á litlu fylgi ríkisstjórnarflokkanna um þessar mundir. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun