England loks tekið úr handbremsu: „Leikmenn eiga allt hrós skilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 23:01 Anthony Gordon, Declan Rice og Lee Carsley. Michael Regan/Getty Images England lagði lærisveina Heimis Hallgrímssonar hjá Írlandi 2-0 með mörkum tveimur fyrrverandi leikmanna yngri landsliða Íra, þeim Declan Rice og Jack Grealish. Sérfræðingar eru á því að nýr þjálfari Englands hafi tekið liðið úr handbremsu. Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira